Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 119

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 119
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 119 3. mynd. Kort Vegagerðarinnar yfir möguleg vegstæði. Kortið sýnir leiðir sem fjallað var um í síðara umhverfismatinu frá 2005. Vegstæðin L7 og L3 sýna þá leið sem að endingu varð ofan á. Kort: VSÓ Ráðgjöf fyrir Vegagerðina.9 Rök fyrir því að halda í þáver- andi vegstæði (Gjábakkaveg með lagfæringum) voru m.a.: Góður ferðamannavegur með útsýni yfir Þingvallavatn. Kemur í veg fyrir hraðakstur og gegnumstreymis- umferð sem eykur niturmengun vatnsins og gæti stuðlað að of- auðgun þess. Hindrar eyðileggingu á verðmætu vatnsupptökusvæði undir Eldborgahrauni og röskun á landslagi. a Pétur segir meðal annars um þetta í bréfi til höfundar frá 4. nóvember 2016: „Ég fékk Jónínu Bjartmarz ráðherra [umhverfisráðherra júní 2006 til maí 2007] til að fara með mér á Eldborgahraunið til að stöðva veginn. Hún tók aðstoðarráðherrann með sér, sem er veðurfræðingur. Sem framsóknarráðherra vildi hún ekki stöðva veginn, en úrskurðaði loftbornar niturmælingar áður en framkvæmdir hefjast og 5 ár á eftir.“ hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni. Þessu hafnar ráðuneytið liðlega mánuði síðar, 26. september 2007. Tilgangurinn með því að mæla ákomu loftaðborinnar köfnunarefnismengunar var að greina áhrif staðbundinnar umferðar. Einnig hefðu mælingar af því tagi hugsanlega getað greint áhrif frá iðnaðarstarfsemi í Hvalfirði. Það lá fyrir að mælingar á úrkomu gætu ekki greint þessi áhrif. Til dæmis segir í skýrslu Raun- vísindastofnunar Háskólans um efnasam- setningu í úrkomu á landinu að eftir að hafa skoðað gögn byggð á mælingum á úrkomu við Þingvallavatn sé ekki hægt að sjá samhengi á milli staðbundinnar umferðar og efna í úrkomu.14 Ein augljós ástæða er sú að umferðin er mest þegar veður er bjart og úrkoma engin. Engu að síður varð það niðurstaða samráðs Vega- gerðarinnar og Umhverfisstofnunar að mæla köfnunarefni í úrkomu en ekki í andrúmslofti eins og kveðið var á um. Þegar höfundur kallaði eftir gögnum um forsendur fyrir þessari niðurstöðu kom hann að tómum kofunum. Því sendi Pétur M. Jónasson 17. júlí 2008 stjórnsýslukæru til umhverfisráðuneytisins vegna van- efnda framkvæmdaraðila (Vegagerðar- innar) á fullnægingu skilyrða í úrskurði umhverfisráðherra um mælingar. Umhverfisstofnun hafði fallist á áætlun Vegagerðarinnar um mælingar á úrkomu en ekki loftaðborinni ákomu eins og kveðið var á um í úrskurði ráð- herra frá því í maí 2007.13 Umhverfisráðuneytið vísaði kærunni frá 27. október 2008 þar sem ráðu- neytið taldi að ummælin um samráð við Umhverfisstofnun væru ekki stjórnvalds- ákvörðun heldur ráðleggingar. Skilyrði um að mæla loftaðborna mengun var því ekki uppfyllt, hvorki áður en fram- kvæmdir hófust né fimm árum eftir að þeim lauk. Ráðuneytið var upplýst um málið en greip ekki til aðgerða þótt fram- kvæmdir við veginn væru hafnar. Málarekstur hélt áfram þrátt fyrir mót- lætið. Í júní 2008 hóf Pétur málarekstur gegn áformum Vegagerðarinnar um eignarnám vegna vegalagningar um land Miðfells (bréf 12. apríl og 30. júní). Pétur var einn fjölmargra landeigenda. Kæra hans (JP lögmenn 6. nóvember) til sam- gönguráðuneytisins vegna ákvörðunar um eignarnám var án árangurs. Pétur sendi umboðsmanni Alþingis kvörtun 5. október þar sem samgöngu- ráðuneytið hafði ekki fallist á þá frómu ósk hans að beita sér fyrir frestun fram- kvæmd við veginn þar til ákvörðun dómstóla lægi fyrir. Umboðsmaður kemst að þeirri niðurstöðu 24. nóvem- ber 2008 að samgönguráðherra hafi haft valdheimildir til að verða ekki við ósk um frestun framkvæmda. 4. mynd. Staðfesting um- hverfisráðuneytis, 10. maí 2007, á mati um umhverfisáhrif og skilyrðið um mælingar á loftað- bornu köfnunarefni. Þingvallavatn Arnarfell Gjábakki Mjóanes 36-03 361-01 Þingvellir 365-01 Laugarvatn Djú pá 37 -0 3 37-02 L3 L2 L12a L7 L3+1V L1 L2+1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.