Náttúrufræðingurinn - 2020, Page 82
Náttúrufræðingurinn
82
STAÐHÆTTIR
ÞINGVALLAVATN
Þingvallavatn er næststærsta stöðu-
vatn landsins að fermetratali og með
þeim dýpstu. Það er í um 100 m h.y.s.,
flatarmálið um 83 km2, meðaldýpi 34
m og hámarksdýpi nær 114 m.17,18 Rúm-
tak vatnsins er um 2,9 km3 (~ 2900
Gl). Vatnasviðið er um 1.300 km2, að
mestu leyti í óbyggðum á hálendinu
norður af þjóðgarðinum á Þingvöllum.
Vatnasviðið teygir sig yfir suðvestur-
hluta Langjökuls sem svarar til um 100
km2 að fleti og 17 km3 að rúmmáli.19
Þórisjökull er einnig á vatnasviði Þing-
vallavatns og til samans leggja jöklarnir
tveir Þingvallavatni til vatn af um 120
km2 svæði.
Vatnsbúskapur Langjökuls ræður
miklu um gegnumstreymi vatns og við-
stöðutíma þess í Þingvallavatni.19 Því
örar sem jökullinn bráðnar, þeim mun
meira er afrennslið til Þingvallavatns.
Nú á tímum er framlag Langjökuls til
rennslis í Þingvallavatn áætlað 15–20
m3/s, eða 15–20% af heildarírennslinu.
Er talið að það taki grunnvatnið um ára-
tug að renna frá jöklinum suður í norð-
urenda vatnsins þar sem vatnsmestu
lindirnar eru.20 Reiknað er með að Lang-
jökull bráðni allur á næstu 100 árum ef
hlýnun hér á landi verður 0,2–0,5°C á
áratug.1 Ef þetta gerist eykst írennsli í
Þingvallavatn hratt að öðru óbreyttu, og
mikið framan af, en síðan dregur úr því
og það minnkar að lokum verulega.2
Heildarírennsli til Þingvallavatns
er um 100 m3/s og úr vatninu suðaust-
anverðu renna um Efra-Sog að jafnaði
um 100 m3/s. Samkvæmt þessu rennsli
og rúmmáli Þingvallavatns reiknast við-
stöðu- eða endurnýjunartími vatnsins
um 330 dagar. Það tekur vatnið sem sagt
tæpt ár að endurnýja sig. Allt að 90%
af rennslinu í Þingvallavatn berst sem
grunnvatn með uppsprettum, aðallega
á strandgrunninu innan þjóðgarðsins.
Lindarvatnið er kalt allt árið um kring,
2,7–4,0°C.20 Úr suðvestri berast til vatns-
ins um 15 m3/s, þar af líklega nær 2 m3/s
að sunnan gegnum Nesjahraun. Er það
grunnvatn umtalsvert mengað af heitu
affallsvatni frá Nesjavallavirkjun.21,22
GÖGN OG AÐFERÐIR
VATNSHITAMÆLINGAR
Vatnshitagögn Landsvirkjunar sem
hér eru notuð taka til mælinga á tveimur
tímabilum, 1962–1994 og 2000–2017.23,24
Mælingarnar fóru fram á tveimur
stöðum (1. mynd). Á tímabilinu 1. jan-
úar 1962 til 31. október 1994 var mælt
í frávatni Steingrímsstöðvar á um 1,5
m dýpi í rennslisrás sem veitir vatni úr
Þingvallavatni í Úlfljótsvatn (stöð LV1).
Frá þessum mælistað eru til alls 30.326
mæligildi vatnshita. Á tímabilinu 19. maí
2000 til 17. mars 2017 fóru mælingar
fram í aðvatni Steingrímsstöðvar á 1,5 m
dýpi við stíflugarð virkjunarinnar (stöð
LV2). Frá þessum mælistað eru til alls
286.627 mæligildi.
Ekki eru til vatnshitagögn hjá Lands-
virkjun úr að- eða frávatni Steingríms-
stöðvar frá tímabilinu 1995–1998 (Helga
P. Finnsdóttir, tölvupóstur 16. og 17.
mars 2017). Þá ná gögn fyrir árið 1999
aðeins til 77 mælinga frá 14 dögum í júní,
og mælingar árin 1994, 2000 og 2001
eru slitróttar (sjá 1. viðauka). Gögn frá
1999 eru ekki notuð í þessari rannsókn.
Kvikasilfursmælar með 0,1°C mæli-
næmni eru á báðum mælistöðunum.
Á tímabilinu 1962–1967 var mælt að
jafnaði fjórum sinnum á sólarhring (kl.
8, 12, 16 og 20). Frá 1968 til 1991 var mælt
að jafnaði þrisvar á dag (kl. 8, 12 og 16),
einu sinni á dag 1992–1994 (kl. 12) og á
tímabilinu 2000–2017 var jafnan mælt
einu sinni til tvisvar á klukkustund, þ.e.
24–48 mælingar á sólarhring.
Fyrir hvern dag í gögnum Lands-
virkjunar voru reiknuð út dagsmeðal-
töl í vatnshita, og byggðust þau í lang-
flestum tilvikum á 3–48 mælingum á
sólarhring. Í þremur tilvikum, í des-
ember 2005, nóvember 2013 og janúar
2014, voru dagsmeðaltöl reiknuð út
frá fleiri mælingum en 48 (sjá 1. við-
auka). Dagsmeðaltölin voru notuð við
útreikninga á mánaðarmeðaltölum og
ársmeðaltölum.
Við útreikninga á ársmeðalvatnshita
voru notuð ár með samfelldum dag-
legum mælingum, 1962–1993 og 2002–
2016, alls 47 ár. Engar mælingar voru
til fyrir febrúar 1963, en til að missa
ekki það ár úr langtímasamanburði
Hitasíritar / Temparature recordings
Stöð LV2
Station LV2
Stöð NK2
Station NK2
Dýpi / Depth 4 m 8 m 16 m 24 m 32 m 40 m
Meðaltal / Mean 8,6 8,8 8,6 8,3 7,7 7,2 6,8
Staðalskekkja / SE 0,09 0,09 0,09 0,08 0,06 0,06 0,06
Lágmark / Min 3,2 3,3 3,2 3,2 3,3 3,3 3,3
Hámark / Max 13,7 13,2 13,1 12,8 10,1 9,8 9,6
t-próf / t-test <0,001 0,107 <0,001 <0,001 <0,001 <0,001
r 0,938 0,935 0,864 0,626 0,449 0,356
p <0,001 <0,001 <0,001 <0,001 <0,001 <0,001
1. tafla. Samtímamælingar á vatnshita (°C)
í aðvatni á stöð LV2 og á sex mismunandi
dýpum á stöð NK2 í vatnsbol Þingvallavatns.
t-próf sýnir marktækni-gildi (p) í samanburði
á meðaltalsvatnshita í aðvatni og viðkomandi
dýpi. r er Pearsons fylgnistuðull milli vatnshita
í aðvatni og viðkomandi dýpis, p er mark-
tæknigildi r. – Simultaneous recordings of
water temperature at outlet station LV2 and
at 6 different depths at pelagic station NK2.
Based on 596 daily means of 24 recordings
during summer–autumn 2012–2015.