Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Síða 85

Náttúrufræðingurinn - 2020, Síða 85
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 85 Þróun vatnshitans á ársgrunni fylgir mjög vel þróun lofthita á vatnasviði Þingvallavatns á tímabilinu sem um ræðir, 1962–2016 (3. mynd). Lofthiti fór marktækt hækkandi á vatnasviðinu á umræddu tímabili og hefur ársmeðalloft- hitinn vaxið um 2,43°C, sem svarar að jafnaði til um 0,45°C hækkunar á áratug. Fram undir 1965 má greina lokin á hlý- skeiðinu sem hófst hér á landi um 1920,37 en eftir 1965 tekur við kuldaskeið sem varaði til um 1985–1986 þegar hlýna tók á ný. Frá miðjum níunda áratugnum hafa bæði ársmeðalvatnshiti og ársmeðal- lofthiti farið upp á við, lofthitinn þó öllu meira en vatnshitinn undir það síðasta. Náin tengsl vatnshita Þingvallavatns og lofthita á vatnasviðinu koma afar skýrt fram þegar samband þessara tveggja breytna var athugað með línu- legri aðhvarfsgreiningu (5. mynd). Eins og fram hefur komið fylgir óvissa túlkun lofthitamælinganna á vatnasviði Þingvallavatns vegna þess að mæl- ingarnar fóru fram á þremur stöðum á tímabilinu sem um ræðir. Óvissan stafar af mismunandi veðurfarslegum aðstæðum á mælistöðvunum. Á móti kemur að þróun lofthitans á vatnasviðinu er keimlík því sem gerist í Reykjavík (6. mynd), sem jafnframt svipar mjög vel til þess sem á við um landið í heild.1,37 HITASKIL OG LAGSKIPTING Mælingar með hitasíritunum úti í vatnsbolnum staðfesta að allglögg hitaskil myndast í Þingvallavatni seinnipart sumars á 15–25 m dýpi þegar ákveðinn lofthiti og vindstyrkur eru fyrir hendi (7. mynd). Sumrin 2012 og 2016 mynduðust allskýr hitaskil og vör- uðu í 4–9 vikur en sumrin 2011 og 2013– 2015 voru þau veik eða vart fyrir hendi. Sumarið 2012 mynduðust gleggstu hitaskilin í vatninu þau sex ár sem hér eru til samanburðar. Aðstæður til lag- skiptingar voru með besta móti þar sem saman fóru langvarandi hlýviðriskaflar og fremur hægur vindur. Hámarks- 2. tafla. Línulegar aðhvarfsgreiningar á mánaðarmeðaltölum vatnshita í Þingvallavatni á árabilinu 1962–2017. Engar mælingar eru tiltækar frá árunum 1995–1998 og aðeins suma mánuði árin 1994 og 1999–2001 (sjá 1. viðauka). Skýringar: h er hallatala, b er skurðpunktur við y-ás, r er Pearsons fylgnistuðull, p er marktæknigildi. Meðal (°C) er mánaðarmeðaltal vatnshita en lág- og hámark segja til um meðaltal lægsta og hæsta vatnshita viðkomandi mánaðar. Breyting sýnir mismun í meðalhita viðkomandi mánaðar milli ársins 1962 og 2016 (eða 2017) samkvæmt jöfnunni y = hx + b (x tekur gildið 1962 og 2016 eða 2017). Feitletrun merkir marktæka breytingu í vatnshita. – Linear regressions on monthly mean tem- perature in Lake Þingvallavatn during 1962–2017. For some years no measurements are available (see appendix 1). Only shown are months with recordings every day. H is slope, b is intercept, r is Pearson´s correlation coefficient, and p is significance of r. Mean is mean water temperature and Min and Max denote minimum and maximum mean temperature. Change shows the difference in mean temperature between year 1962 and 2016 (or 2017) according to the equation y = hx + b. Mánuður Month b h r F p n Meðal Mean (°C) Lágmark Min (°C) Hámark Max (°C) Breyting Change (°C) Janúar -26,612 0,014 0,370 7,603 0,008 50 1,0 0,1 3,1 0,77 Febrúar -5,806 0,003 0,129 0,806 0,374 50 0,7 0,1 2,0 0,17 Mars 4,445 -0,002 0,061 0,178 0,675 50 0,9 0,1 2,4 -0,11 Apríl -3,217 0,002 0,071 0,241 0,626 49 1,5 0,5 3,2 0,11 Maí -19,509 0,011 0,281 4,128 0,048 50 3,1 1,6 4,9 0,59 Júní -41,464 0,024 0,387 8,261 0,006 49 6,2 4,3 9,0 1,30 Júlí -48,331 0,029 0,418 9,943 0,003 49 9,1 7,0 12,3 1,57 Ágúst -49,506 0,030 0,522 17,615 <0,001 49 9,9 7,9 11,9 1,62 September -20,396 0,015 0,448 11,817 0,001 49 8,7 7,6 10,0 0,81 Október -19,361 0,013 0,349 6,532 0,014 49 7,0 5,3 8,2 0,70 Nóvember -31,603 0,018 0,410 9,310 0,004 48 4,6 3,0 6,0 0,97 Desember -38,135 0,020 0,421 10,115 0,003 49 2,4 0,7 4,3 1,08 Allir/All -24,330 0,015 0,493 14,438 <0,001 47 4,6 3,8 5,7 0,81
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.