Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Síða 111

Náttúrufræðingurinn - 2020, Síða 111
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 111 Vatnsvik við norðaustanvert Þingvallavatn. Þar koma fram margar ferskvatnslindir og er Vellankatla þeirra mest. Vatnið er um 3°C þar sem það vellur fram og leggst svo með talsverðum straumi fram í vatnið svo þar festir nánast aldrei ís að vetri. Vatnið í Vellankötlu er ættað ofan úr Langjökli, og er aldur þess reiknaður 1450 til 2450 ár. Ljósm. Wim van Egmond. ferskvatnsgeyminum. Þær rekja ættir sínar 50–100 milljónir ára aftur í tímann og eru því álíka gamlar og sjálf frum- gerð Íslands! Þingvallavatn er eina þekkta vatn jarðar sem hýsir fjórar mjög ólíkar gerðir eða afbrigði heimsskautableikju sem hafa þróast í vatninu eftir að síð- ustu ísöld lauk. Þá þrífst í vatninu fágætur stofn ísaldarurriða sem lokað- ist af þegar land reis í kjölfar hops jökla eftir ísaldarlok. Þingvallavatn og vatnasviðið prýða einnig níu vestrænar tegundir; himbrim- inn Gavia immer, húsöndin Bucephala islandica, straumöndin Histrion- icus histrionicus, bitmýið Simulium vittatum, smádílið Leptodiaptomus minutus, eyrarrósin Chamerion lati- folium, friggjargrasið Platanthera hyper- borea, grávíðirinn Salix callicarpaea (nú fjallavíðir Salix arctica) og gulstörin Carex lyngbyei – allt tegundir sem finna má í Norður-Ameríku en hvergi annars staðar í Evrópu utan Íslands. Þessi einstaka náttúra er orsök þess að Þingvallavatn og vatnasvið þess er nú eitt af frægustu vötnum heims, friðað sem hluti af heimsarfinum af hálfu Mennta-, menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, fyrir allt mannkyn.1 FRIÐUN ÞINGVALLA OG ÞINGVALLAVATNS Þjóðhátíðarlögin frá 1928 voru langt á undan sinni samtíð. Með þeim var stofnað til fyrsta þjóðgarðs á Íslandi, Þingvallaþjóðgarðs, þá 27 km2 að stærð. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará og nágrenni þeirra skuli frá ársbyrjun 1930 vera „friðlýstur helgistaður allra Íslendinga“. Lögin voru tákn aukins sjálfstæðis Íslands og um leið var fagnað 1000 ára afmæli Alþingis, hins elsta í okkar heimshluta, og íslenska þjóð- veldisins, sem hófst með stofnun þess og setningu sameiginlegra laga. Þá voru Þingvellir eins og í fornöld og alþingis- hátíðin 1930 er mér ógleymanleg. Þá var landið gamalt menningarland – búland – ómengað en beitt af sauðfé. Nýfriðað. Í dag er allt breytt. Rannsóknir okkar á vistkerfi Þing- vallavatns sköpuðu áhuga fyrir stækkun þjóðgarðsins og aukinni friðun vatna- sviðsins, því að á þeim tíma var orðið ljóst að það var tilgangslítið að tæplega 30 km2 ferhyrningur væri friðaður án tillits til umhverfisins í stærra samhengi. 1 Um heimildir vísast m.a. og einkum til: Pétur M. Jónasson & Páll Hersteinsson (ritstj.) 2002. Þingvallavatn – Undraheimur í mótun. Mál og menning, Reykjavík. 303 bls. (2. útg. 2007). Pétur M. Jónasson 2004. Um verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess. Fylgiskjal I í þingskjali nr. 322/2004–2005, frumvarpi til laga um verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess (stjórnarfrumvarp, umhverfisráðherra). Slóð frv. og grg.: http://www.althingi.is/altext/131/s/0322.html Pétur M. Jónasson & Páll Hersteinsson (ritstj.) 2011. Thingvallavatn – A unique world evolving. Opna, Reykjavík. 326 bls.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.