Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Síða 24

Náttúrufræðingurinn - 2020, Síða 24
Náttúrufræðingurinn 24 He st vík Sa nd ey jar dj úp Hagavík Nesjaey Sandey Skálabrekkusker 2 km 1 2 3 4 Dýpi 0–10 m 10–20 m 20–40 m 40–60 m 60–80 m 80–100 m 100–120 m 2. mynd. Staðsetning mælistöðva við vöktun á lífríki og vatnsgæðum Þingvallavatns á árunum 2007–2016. – Location of sampling stations for the monitoring of water quality and zooplankton in Lake Þingvallavatn. Sampling at station 1 took place in 2007–2009, at station 2 in 2007–2015, at station 3 in 2007–2009 and 2015–2016, and at station 4 in 2008–2016. Water temperature has been logged at station 2 since 2010. INNGANGUR VÖKTUN Í VATNSBOL ÞINGVALLAVATNS – SAGA OG UMFANG Frá árinu 2007 hafa lífríki og vatnsgæði í vatnsbol Þingvallavatns verið vöktuð. Að verkefninu standa Umhverfisstofnun, Landsvirkjun, Orku- veita Reykjavíkur, Bláskógabyggð og Þjóðgarðurinn á Þingvöllum. Nátt- úrufræðistofa Kópavogs hefur vaktað lífríki og efna- og eðlisþætti í vatns- bolnum og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands hefur sinnt mælingum á efna- og eðlisþáttum í innrennsli og útfalli vatnsins. Mælingar og sýnataka hafa að jafnaði farið fram fjórum sinnum á ári. Vöktun (e. monitoring) felur í sér að fylgst er reglubundið og á samræmdan hátt með sömu þáttum yfir langt tímabil. Lang- tímagagnaraðir á borð við afurðir þessa verkefnis eru fremur fágætar og eykst verð- mæti þeirra eftir því sem þær spanna fleiri ár. Gögn sem aflað hefur verið í þessari vöktun ná meðal annars til vatnshita sem mældur hefur verið á klukkustundarfresti á dýptarsniði (0–40 m) síðan árið 2010. Með því að vakta mismunandi þætti vist- kerfis, svo sem stofnstærð lífvera, má greina breytingar í tíma og rúmi og kanna hugsan- leg áhrif ytri þátta, meðal annars hitastigs. Um Þingvallavatn gilda ýmis vernd- arákvæði laga og reglugerða sem grund- vallast á því að í vatninu þrífst grósku- mikið lífríki sem skapar því sérstöðu. Þekkt eru hin fjögur afbrigði bleikjunnar, ólík í útliti og lifnaðarháttum. Þar telja menn sig geta gert sér grein fyrir fyrstu stigum í myndun nýrra tegunda. Þing- vallavatn hefur því mikið verndargildi og rík ástæða var til að koma á fót lágmarks- vöktun á lífríki þess. Frá 2007 hefur sjónum verið beint að svifvist vatnsins, meðal annars vegna þess að sú sýnataka er einfaldari og ódýrari í úrvinnslu en sýnataka úr öðrum búsvæðum vatns- ins. Teknir hafa verið fyrir þrír þættir; svifþörungar sem eru frumframleið- endur í vatnsbolnum, sviflæg smádýr sem nýta framleiðslu svifþörunganna og murta sem lifir að mestu á sviflægum krabbadýrum. Einnig hefur verið safnað upplýsingum um vatnshita, sýrustig, rafleiðni og helstu næringarefni hafa verið mæld. Ásamt veðurfari, loftslagi og samspili lífvera, þar með töldu svif- dýraáti murtu,1–3 móta þessir þættir að miklu leyti það umhverfi sem svifdýrin í vatnsbol Þingvallavatns búa við. Nú þegar tíu ár eru liðin frá upphafi þessa vöktunarverkefnis þótti ástæða til að gera grein fyrir helstu niðurstöðum. Í þessari grein verður sagt frá niður- stöðum svifdýravöktunar. Fjallað er um samfélög svifdýra, tegundasamsetningu þeirra og þéttleika, og greint frá sam- bandi svifdýrasamfélaga og umhverfis- þátta. Í þessu tölublaði Náttúru- fræðingsins er einnig að finna sérstaka umfjöllun um hitastig í Þingvallavatni,4 um niðurstöður efnamælinga í inn- rennsli og útfalli Þingvallavatns,5 og um greiningar á plöntusvifi, þörungum í vatnsbolnum.6 SITT AF HVERJU UM SVIF Smágerðar lífverur sem eru á reki eða synda um í vatni kallast sviflífverur eða einfaldlega svif.7 Þessi hópur skipt- ist í stórum dráttum í tvennt, plöntusvif og dýrasvif, en bakteríur tilheyra einnig svifinu. Plöntusvifið samanstendur af smásæjum þörungum af ýmsu tagi, sem ýmist lifa stakir eða í sambýli. Þör- ungarnir nýta orku úr birtu sólar til að binda uppleyst næringarefni sem þeir fá úr vatninu sér til vaxtar. Til dýrasvifsins teljast fjölfruma dýr, svo sem krabbadýr (vatnaflær og árfætlur) og smásæ þyril- dýr. Plöntusvifið er meginfæða svifdýra. Þau sía það úr vatninu og eru halaflær til dæmis afkastamiklir síarar. Einnig finnast í þessum hópi rándýr sem lifa á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.