Náttúrufræðingurinn - 2020, Síða 24
Náttúrufræðingurinn
24
He
st
vík
Sa
nd
ey
jar
dj
úp
Hagavík
Nesjaey
Sandey
Skálabrekkusker
2 km
1
2
3
4
Dýpi
0–10 m
10–20 m
20–40 m
40–60 m
60–80 m
80–100 m
100–120 m
2. mynd. Staðsetning mælistöðva við vöktun á lífríki og vatnsgæðum Þingvallavatns á
árunum 2007–2016. – Location of sampling stations for the monitoring of water quality and
zooplankton in Lake Þingvallavatn. Sampling at station 1 took place in 2007–2009, at station 2
in 2007–2015, at station 3 in 2007–2009 and 2015–2016, and at station 4 in 2008–2016. Water
temperature has been logged at station 2 since 2010.
INNGANGUR
VÖKTUN Í VATNSBOL ÞINGVALLAVATNS
– SAGA OG UMFANG
Frá árinu 2007 hafa lífríki og
vatnsgæði í vatnsbol Þingvallavatns
verið vöktuð. Að verkefninu standa
Umhverfisstofnun, Landsvirkjun, Orku-
veita Reykjavíkur, Bláskógabyggð og
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum. Nátt-
úrufræðistofa Kópavogs hefur vaktað
lífríki og efna- og eðlisþætti í vatns-
bolnum og Jarðvísindastofnun Háskóla
Íslands hefur sinnt mælingum á efna-
og eðlisþáttum í innrennsli og útfalli
vatnsins. Mælingar og sýnataka hafa að
jafnaði farið fram fjórum sinnum á ári.
Vöktun (e. monitoring) felur í sér að
fylgst er reglubundið og á samræmdan hátt
með sömu þáttum yfir langt tímabil. Lang-
tímagagnaraðir á borð við afurðir þessa
verkefnis eru fremur fágætar og eykst verð-
mæti þeirra eftir því sem þær spanna fleiri
ár. Gögn sem aflað hefur verið í þessari
vöktun ná meðal annars til vatnshita sem
mældur hefur verið á klukkustundarfresti
á dýptarsniði (0–40 m) síðan árið 2010.
Með því að vakta mismunandi þætti vist-
kerfis, svo sem stofnstærð lífvera, má greina
breytingar í tíma og rúmi og kanna hugsan-
leg áhrif ytri þátta, meðal annars hitastigs.
Um Þingvallavatn gilda ýmis vernd-
arákvæði laga og reglugerða sem grund-
vallast á því að í vatninu þrífst grósku-
mikið lífríki sem skapar því sérstöðu.
Þekkt eru hin fjögur afbrigði bleikjunnar,
ólík í útliti og lifnaðarháttum. Þar telja
menn sig geta gert sér grein fyrir fyrstu
stigum í myndun nýrra tegunda. Þing-
vallavatn hefur því mikið verndargildi og
rík ástæða var til að koma á fót lágmarks-
vöktun á lífríki þess. Frá 2007 hefur
sjónum verið beint að svifvist vatnsins,
meðal annars vegna þess að sú sýnataka
er einfaldari og ódýrari í úrvinnslu en
sýnataka úr öðrum búsvæðum vatns-
ins. Teknir hafa verið fyrir þrír þættir;
svifþörungar sem eru frumframleið-
endur í vatnsbolnum, sviflæg smádýr
sem nýta framleiðslu svifþörunganna
og murta sem lifir að mestu á sviflægum
krabbadýrum. Einnig hefur verið safnað
upplýsingum um vatnshita, sýrustig,
rafleiðni og helstu næringarefni hafa
verið mæld. Ásamt veðurfari, loftslagi
og samspili lífvera, þar með töldu svif-
dýraáti murtu,1–3 móta þessir þættir að
miklu leyti það umhverfi sem svifdýrin í
vatnsbol Þingvallavatns búa við.
Nú þegar tíu ár eru liðin frá upphafi
þessa vöktunarverkefnis þótti ástæða til
að gera grein fyrir helstu niðurstöðum.
Í þessari grein verður sagt frá niður-
stöðum svifdýravöktunar. Fjallað er um
samfélög svifdýra, tegundasamsetningu
þeirra og þéttleika, og greint frá sam-
bandi svifdýrasamfélaga og umhverfis-
þátta. Í þessu tölublaði Náttúru-
fræðingsins er einnig að finna sérstaka
umfjöllun um hitastig í Þingvallavatni,4
um niðurstöður efnamælinga í inn-
rennsli og útfalli Þingvallavatns,5 og um
greiningar á plöntusvifi, þörungum í
vatnsbolnum.6
SITT AF HVERJU UM SVIF
Smágerðar lífverur sem eru á reki
eða synda um í vatni kallast sviflífverur
eða einfaldlega svif.7 Þessi hópur skipt-
ist í stórum dráttum í tvennt, plöntusvif
og dýrasvif, en bakteríur tilheyra einnig
svifinu. Plöntusvifið samanstendur af
smásæjum þörungum af ýmsu tagi,
sem ýmist lifa stakir eða í sambýli. Þör-
ungarnir nýta orku úr birtu sólar til að
binda uppleyst næringarefni sem þeir fá
úr vatninu sér til vaxtar. Til dýrasvifsins
teljast fjölfruma dýr, svo sem krabbadýr
(vatnaflær og árfætlur) og smásæ þyril-
dýr. Plöntusvifið er meginfæða svifdýra.
Þau sía það úr vatninu og eru halaflær
til dæmis afkastamiklir síarar. Einnig
finnast í þessum hópi rándýr sem lifa á