Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Síða 101

Náttúrufræðingurinn - 2020, Síða 101
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 101 INNGANGUR Frumframleiðsla er oft mikil í lindarvötnum og eru Þingvallavatn og Mývatn dæmi um það.1 Hluta frumfram- leiðslunnar rekur úr vatninu og nýtist meðal annars síurum í útfallsánum, svo sem bitmýslirfum. Botndýrasamfélög í íslenskum straumvötnum eru almennt fremur einsleit (fáar tegundir) og ein- kennast af rykmýs- og bitmýslirfum.2,3 Lífríki straumvatna mótast af umhverfi þeirra og í útfallsám er lífríkið að veru- legu leyti háð þessu aðflutta lífræna efni og er það allajafna undirstaða auðugs dýralífs í ánum.4 Þéttleiki bitmýs getur verið mjög mikill í útfallsám grósku- mikilla stöðuvatna.5 Magn lífrænna agna á reki stjórnar stofnstærð og fram- leiðslu bitmýs.5 Í Sogi er þéttleiki bit- mýslirfna mikill og eru þær algengasti dýrahópur á botni og á reki.6,7,8 Í Sogi, sem fellur úr Þingvallavatni, lifa allar tegundir íslenskra ferskvatns- fiska, lax (Salmo salar), urriði (Salmo trutta), bleikja (Salvelinus alpinus), hornsíli (Gasterosteus aculeatus) og áll (Anguilla anguilla). Lax er ríkj- andi tegund (1. mynd) og hefur mesta efnahagslega þýðingu vegna veiði- nytja.8 Veiðimálastofnun (nú Hafrann- sóknastofnun) hefur gert árlegar rannsóknir á fiskum í Sogi frá árinu 1985.8 Þar hefur meðal annars verið mæld útbreiðsla og þéttleiki laxfiska- seiða. Auk þess hefur verið fylgst með aldursdreifingu fullvaxins lax. Samhliða hafa farið fram rannsóknir á fæðu seiða og reglulegar mælingar á tegundasamsetningu og þéttleika botndýra frá 1997. Niðurstöður þeirra sýna að þéttleiki laxaseiða hefur farið minnkandi. Ástæðan er ekki þekkt.8 Smádýrasamfélög á botni Sogs ein- kennast öðru fremur af lirfum bit- mýs og rykmýs. Hlutdeild þessara tveggja skordýrahópa af heildar- fjölda á tímabilinu 2003–2008 var á bilinu 62–90%, hlutur bitmýs flest ár yfir 60%. Lirfurnar, einkum bit- mýslirfurnar, eru mikilvæg fæða fyrir laxfiska í Sogi.8 Seiði laxfiska alast upp í ám og lækjum þar sem þau helga sér óðal á árbotninum, leita skjóls og taka til sín fæðu.9 Sýnt hefur verið fram á að umtalsverður hluti af fæðu laxaseiða eru dýr sem eru á reki,10 en seiðin geta einnig tekið fæðu beint af botninum.11–14 Seiðin velja sér yfirleitt búsvæði þar sem straumur er mikill og von er á ríku- legu fæðuframboði.13,15 Nokkur munur er á búsvæðavali milli tegunda laxfiska. Laxaseiði halda sig oft á straummiklum svæðum í ám en urriða- og bleikjuseiði eru á lygnari svæðum og ræðst fæða seiðanna meðal annars af þessum mun á vali búsvæða.13 Fæða seiða endur- speglar allajafna framboð auðtekinnar fæðu og er framboðið breytilegt eftir svæðum og árstíðum.13 Fæðan getur einnig breyst með aldri og stærð seið- anna. Þannig sækja stærri seiðin frekar í stærri dýr sem fæðu.12,16 Í mörgum til- fellum eru skordýralirfur mikilvægasta fæðan. Oft er fæða smæstu laxaseið- anna (0+,<6 cm) einkum smáar rykmýs- og bitmýslirfur, eins og í ánni Vosso í Noregi.13 Fæða stærri seiða er fjölbreytt- ari og stærri fæðudýr þýðingarmeiri, svo sem bitmýslirfur, vorflugulirfur og steinflugugyðlur.13 Niðurstöður rannsókna á fæðu laxfiskaseiða í ám á Íslandi sýna að skordýralirfur eru í flestum tilvikum uppistaða fæðunnar.16–23 Flestar þessar rannsóknir hafa farið fram í fremur vatnslitlum ám. Í fæstum tilfellum hefur fæða seiða verið borin saman við fram- boð fæðudýra. Í þessari grein er greint frá niður- stöðum rannsóknar á fæðu laxfiska- seiða í Sogi með megináherslu á lax. Rannsóknin nær til gagna sem safnað var á árunum 1986–2016. Markmið rannsóknarinnar var að 1) kanna hvort fæðan væri breytileg á milli tegunda laxfiska og milli mismunandi aldurs- hópa, 2) gera samanburð á breytileika í fæðugerðum milli ára og sýnatöku- stöðva í Sogi, og 3) gera samanburð á dýrareki í Sogi og samsetningu í fæðu laxaseiða. Í lið 1 og 2 voru notaðar gagnaraðir áranna 1986–2016 en áranna 2005–2008 í lið 3. STAÐHÆTTIR Sog á upptök sín í Þingvallavatni og fellur til Hvítár við Alviðru (2. mynd). Að uppruna er það að mestu lindarvatn og er náttúrulegt rennsli þess því tiltölu- lega jafnt allt árið. Eftir að Sog og Hvítá sameinast heitir áin Ölfusá og fellur til sjávar við Óseyrarnes. Lengd Sogs er um 20 km. Meðalrennsli Sogs fyrir árin 1940–1984 var 108 m3/sek og er Sog vatnsmesta lindá landsins.24 Í Sogi eru þrjár virkjanir, efst er Steingrímsstöð sem er við útfallið úr Þingvallavatni – þar er vatni miðlað, þá Ljósafossstöð og Írafossstöð neðst (2. mynd). Við byggingu Steingrímsstöðvar árið 1959 var afrennsli Þingvallavatns um Efra-Sog þurrkað upp. Úlfljótsvatn er neðan Efra-Sogs, um 3,6 km2 að flatarmáli, og er mesta dýpi þess 34,5 m.24 Eftir að Ljósifoss var virkjaður árið 1937 og Írafoss árið 1953 fellur vatn úr Úlfljótsvatni um Ljósa- foss- og Írafossstöð. Með tilkomu Íra- fossstöðvar fór kaflinn að Kistufossi á þurrt en fyrir virkjun var þar grósku- mikið lífríki.25 Fiskgengur hluti Sogs er nú 12,6 km langur. Um 5 km neðan Írafossstöðvar fellur Sog um Álftavatn og sameinast Hvítá um 3,5 km neðan þess. Álftavatn er í far- vegi Sogs og er það um 2,5 km2 að flat- armáli.24 Vatnsmestar þveráa sem renna í Sog eru Ásgarðslækur og Tunguá (2. mynd). Meðalrennsli hvorrar um sig er um eða innan við 1 m3/s. Lax gengur í þessar hliðarár og eru 1,3 km fiskgengir í Tunguá og 7,3 km í Ásgarðslæk.8 EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Seiði til fæðugreiningar voru veidd með rafmagni í Sogi á árabilinu 1986 til 2016. Við rafveiðarnar var notaður 220 V riðstraumur sem breytt var í 300 eða 600 V jafnspennu í spennuboxi sem gefur frá sér um 0,5 A straum. Við veiðarnar var notað hlutlaust bakskaut og forskaut sem leitt er í málmhring á enda rafveiðistafs. Með honum er farið yfir rafveiðisvæðið. Lamast seiði tímabundið í rafsviðinu sem myndast við málmhringinn og eru þá háfuð upp. Seiðin voru veidd við Sakkarhólma (stöð 609), sem er ofarlega í Sogi, og við Alviðru (stöð 630), sem er neðar- lega í ánni (2. mynd, 3. mynd). Seiðin voru veidd einu sinni á ári á tímabilinu 3. ágúst til 28. október ár hvert. Fiskar voru greindir til tegundar og lengd þeirra mæld frá snoppu í sporðsýlingu (±0,1 cm). Til aldursgreiningar var stuðst við kvarnir og hreistur. Fiskarnir voru krufnir, magafylling metin og inni- hald fæðu í maga greint í hópa eða til tegundar. Fæða í sýnum frá 1986–1999 var greind með sjónmati á staðnum en sýni frá öðrum árum voru varðveitt í frysti til síðari úrvinnslu og greiningar undir víðsjá.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.