Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 69

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 69
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 69 4. mynd. Styrkur kísils í Sogi við Þrastarlund og í útfalli Þingvallavatns við Steingrímsstöð. Sýnaröðin í Sogi nær yfir tímabilið 1998–2014 en 2007–2014 í útfallinu. Út frá þessum gögnum virðist styrkur leysts kísils í útfalli Þingvallavatns og í Sogi vera sveiflukenndur. – Concentration of dissolved silica in the outlet of Lake Þingvallavatn and in the River Sog at Þrastarlundur. The dataset from Sog is from 1998 to 2014 while the one from the outlet is from 2007 to 2014. The concentration of dissolved silica was fluctuating during the research period. Breytingin á styrk málma í vatn- inu eftir að það streymir úr lindunum getur stafað af þeirri pH-breytingu sem verður eftir að lindarvatnið kemst í snertingu við andrúmsloft. Leysni margra málma er mjög háð pH-gildi vatnsins og styrk lífræns leysts kolefnis (DOC) við lágt pH (<7). Til dæmis stjórnast styrkur áls fyrst og fremst af pH-gildi vatnsins því að leysni álsteinda er mjög pH-háð. Leysni álhýdroxíðs er minnst við pH 6–7 en eykst við lægra og hærra pH-gildi. Því er líklegt að samfara lækkun pH-gildis eftir að lindarvatnið streymir fram minnki styrkur leysts áls (6. mynd) þar sem álið fellur út sem agnir og síast í burtu við sýnasöfnunina. Styrkur króms (Cr) var mun meiri í Silfru en í Vellankötlu og við Stein- grímsstöð. Silfra dregur vatn af stóru svæði alla leið upp til Langjökuls. Annað vatnsfall sem á upptök sín á svipuðum slóðum er Hvítá í Borgarfirði en króm- styrkur í vatni hennar er mikill miðað við önnur vatnsföll á Íslandi.6,10,21,22 Meðalstyrkur Cr í Silfru var 46 nmól/ kg (2,3 µg/l) og 25 nmól/kg (1,4 µg/l) í Hvítá í Borgarfirði. Styrkur Cr virðist vera meiri í vatnsföllum sem renna af gosbeltinu en þeim sem renna af eldra bergi,6,10,21,22 en krómstyrkur í bergi er meiri í frumstæðu bergi en þróuðu. Grunnvatnsstraumurinn sem kemur upp í Vellankötlu, Hrafnagjárstraumur- inn (1. mynd), er upprunninn á öðrum stað en Almannagjárstraumurinn, og rennur því um annars konar berggrunn. Kann það að skýra muninn á þessum tveimur grunnvatnsstraumum. Styrkur leysts vanadíums (V) hefur minnkað lítillega í vatni í útfallinu við Steingrímsstöð frá 2011 til 2014. Breytingin er þó ekki marktæk (p=0,08; R2=0,1) Vanadíum er eins og járn (Fe) og mólýbden (Mo) nauðsynlegt næring- arefni fyrir köfnunarefnisbindandi líf- verur, til framleiðslu á ensími sem hvatar bindingu N2 yfir á efnaform NO3 og NH4, sem eru aðgengileg ljóstillífandi lífverum. Þessi minnkun vanadíums nær að hluta til yfir sama tímabil og minnkun leysts kísils (4 og 5. mynd) og fosfórs (7. mynd) í útfallinu og getur hugsanlega stafað af aukinni lífvirkni köfnunarefnisbindandi þörunga í Þingvallavatni. Þó verður að taka fram að breytingin er ekki marktæk. Tilvist Nostoc blágrænubaktería í vatn- inu er ótvírætt merki um að þar bindist köfnunarefni úr andrúmslofti, sem nýt- ist lífríki vatnsins. Að auki sýna nýlegar rannsóknir á lífríkinu í Þingvallavatni fram á að í vatninu lifa blágrænubakt- eríur (cyanobacteria)11,12,23 í samlífi með ákveðnum tegundum kísilþör- unga. Þeir hagnast á samlífinu þar sem gerlarnir leggja til nýmyndað bundið köfnunarefni sem kísilþörungarnir geta nýtt.23 Styrkur leystra snefilefna í lindunum Silfru og Vellankötlu og í útfallinu við Steingrímsstöð flokkast sem „ósnortið vatn“ (ástandsflokkur A), í reglugerð 796/1999 um varnir gegn mengun vatns, nema styrkur Cr í Silfru sem lendir í ástandsflokki B (reglugerð 796/1999).11 Eins og sagði að ofan virðist mikill styrkur Cr í vatninu vera af náttúru- legum orsökum og stafar líklega af efna- hvörfum vatnsins við krómríkt berg á vatnasviðinu. STYRKUR LEYSTRA NÆRINGAREFNA Ljóstillífandi lífverur, frumfram- leiðendur, þarfnast sólarljóss og nær- ingarefna til vaxtar og viðgangs. Nær- ingarefni sem þurfa að vera til staðar í miklu magni eru auk kolefnis (C) köfn- unarefni (N) og fosfór (P), og kísill (Si) þegar um kísilþörunga er að ræða. Að auki þurfa fjölmörg næringarefni að vera til staðar í snefilmagni, svo sem S, K, Mg, Ca, Fe, Mo og V.24 Ljóstillífun er samfelld við aðstæður þar sem sólarljós, næringarefni og hiti er nægilegt. Ef eitt þeirra næringarefna sem nauðsynleg eru frumframleiðendum klárast hins vegar úr umhverfinu, stöðvast ljóstillífunin og þörungarnir taka að rotna. Við það skil- ast næringarefnin aftur inn í vistkerfið og geta nýst öðrum frumframleiðendum. Þannig myndast hringrás næringarefna innan vistkerfa og aðeins hluti þeirra skolast út úr kerfinu með straumvötnum. Köfnunarefni og fosfór eru til staðar á lífrænu og ólífrænu formi, í lausn og í ögnum. Í rannsókninni var mældur styrkur þriggja leystra ólífrænna köfn- unarefnissambanda, NO3, NO2 og NH4. Einnig var mældur heildarstyrkur leystra lífrænna og ólífrænna köfnun- arefnissambanda (N-total eða TDN, e. total dissolved nitrogen). Munurinn á N-total og samanlögðum styrk ólífrænu efnasambandanna NO3, NO2 og NH4 gefur til kynna styrk leysts köfnunarefnis á lífrænu formi. Styrkur lífræns köfnun- arefnis og kolefnis sem var fast í ögnum (PON, e. particulate organic nitrogen; POC, e. particulate organic carbon) var einnig mældur. Einnig var mældur heildarstyrkur leysts fosfórs, P-total, og styrkur helsta ólífræna leysta efnasam- ja n 98 ja n 00 ja n 02 ja n 04 ja n 06 ja n 08 ja n 10 ja n 12 ja n 14 S iO 2 ( μm ól /l) 140 150 160 170 180 190 200 210 220 230 Sog Steingrímsstöð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.