Náttúrufræðingurinn - 2020, Síða 42
Náttúrufræðingurinn
42
VEGLEGAR GJAFIR
TIL ÍSLENDINGA
Pétur hefur reitt fram óvenju
umfangsmikil vísindaleg verk um nátt-
úru Íslands, sem hann hefur sjálfur
unnið að og búið til. Framlag hans til
menningar- og náttúruarfs þjóðar-
innar felst einnig í veglegum bóka- og
tímaritagjöfum til landsmanna. Fyrst
ber að geta rausnarlegrar gjafar frá
Vatnalíffræðistofnun Hafnarháskóla í
Hillerød til Náttúrufræðistofu Kópa-
vogs haustið 2011. Pétur átti frumkvæði
að gjöfinni sem samanstendur af hand-
bókum og alþjóðlegum tímaritum á sviði
vatnalíffræði og var safnkosturinn hluti
af bókasafni Vatnalíffræðistofnunar-
innar. Vegna flutnings stofnunarinnar
frá Hillerød til Kaupmannahafnar og
plássleysis í nýjum húsakynnum bauðst
einum höfundi þessarar greinar, Hilm-
ari J. Malmquist, sem stundaði nám
við stofnunina á árunum 1985–1992, að
eignast stóran hluta bókasafnsins. Það
var þegið með þökkum og safnkosturinn
fluttur til Íslands á haustdögum 2011.
Nú hefur Náttúruminjasafn Íslands
tekið við safnkostinum. Bókartitlarnir
eru alls 495 en bækurnar um 560 talsins.
Tímaritin eru 23 og fjöldi eintaka rúm-
lega 840. Flest verkin eru gömul og voru
gefin út á tímabilinu 1850–1950. Elsta
bókin er frá 1805 en alls eru 68 bækur
frá tímabilinu 1805–1900. Á meðal bók-
anna eru fágæt og verðmæt verk, auk
langra tímaritaraða á sviði vatnalíffræði
sem hvergi eru til hér á landi og óvíða
annars staðar í Evrópu.
Í annan stað ber að geta gjafar
Péturs úr einkasafni hans til Náttúru-
minjasafnsins sem Pétur og dætur
hans, Margrét og Kristín, afhentu við
hátíðlega athöfn í Veröld – húsi Vig-
dísar Finnbogadóttur sunnudaginn
2. desember 2018. Afhendingin stóð í
tengslum við opnun sýningar Náttúru-
minjasafns Íslands, Vatnið í náttúru
Íslands, í Perlunni daginn áður, á 100
ára fullveldisafmæli Íslands, þar sem
Pétur var heiðursgestur. Gjöf Péturs
fyllir þrjú trébretti og eru þar um 500
náttúrufræðileg rit eftir evrópska nátt-
úrufræðinga, frá ofanverðri 17. öld og
fram á 21. öld. Margt þessara verka er
mikið fágæti og afar dýrmætt. Elsta
bókin, Anatome Animalium, kom út í
Amsterdam árið 1681 og er eftir hol-
lenska lækninn og líffærafræðinginn
Gerard Blasius (1627–1682). Bókin er
hinn mesti dýrgripur, um 500 blaðsíður,
bundin í skinn og ríkulega myndskreytt.
FÉLAGSSTÖRF OG
VIÐURKENNINGAR
Pétur hefur um langt skeið verið félagi
í ýmsum vísindafélögum, meðal annars
Konunglega danska vísindafélaginu
(Det Kongelige Danske Videnskabernes
Selskab), Norsku vísindaakademíunni
(Det Kongelige Norske Videnskabers
Selskab) og Vísindafélagi Íslendinga.
Hann var forseti Alþjóðasamtaka vatna-
líffræðinga (Societas Internationalis
Limnologiae, SIL) tímabilið 1989–1995
og í mörg ár varaforseti Norræna
Við opnun sýningar Náttúruminjasafns Íslands, Vatnið í náttúru Íslands, 1. desember 2018. Þar var Pétur M. Jónasson heiðursgestur. Frá vinstri:
Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, og Sólrún Jákupsdóttir, Eliza Jean Reid, eiginkona forseta Íslands, Katrín Jakobsdóttir
forsætisráðherra, Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Pétur M. Jónasson og Hilmar
J. Malmquist forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands. Ljósm.: Viktor Richardsson.