Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 38

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 38
Náttúrufræðingurinn 38 BRAUTRYÐJANDI Í VATNALÍFFRÆÐI Pétur M. Jónasson er þekktasti vist- fræðingur og vatnalíffræðingur sem Ísland hefur alið. Grunninn að yfir- gripsmikilli vistfræðiþekkingu sinni lagði Pétur með rannsóknum í dönskum vatnakerfum um og upp úr miðri síðustu öld. Þar ber hæst rannsóknirnar á Suså, stærsta vatnsfalli Sjálands, og Esrom- vatni, sem einnig er á Sjálandi og annað stærsta stöðuvatn Danmerkur. Rann- sóknir Péturs á samfélögum og vistfræði botndýra í Suså teljast til brautryðj- endaverka í rannsóknum á vistfræði straumvatna. Niðurstöður rannsókn- anna í Suså birti Pétur í fræðiritinu Folia Limnologica Scandinavia árið 19482 og má segja að sú umfjöllun sé hin fyrsta sinnar tegundar um dýrasamfélög í ám á Norðurlöndum og reyndar einu rannsóknir á vistkerfum straumvatna í heiminum á þessum tíma. Sá þráður var raunar ekki tekinn upp aftur fyrr en á sjöunda áratugnum, eða meira en 20 árum síðar.4 Til þessara rannsókna er jafnan vitnað þegar samfélög hryggleys- ingja í ám á laufskógabelti Norðurlanda eru borin saman við samfélög í ám á öðrum gróðurbeltum, barrskógabeltinu og heimsskautatúndrunni.4 Rannsóknirnar í Esromvatni urðu doktorsverkefni Péturs. Hann varði rit- gerð sína við Hafnarháskóla árið 19722 og beindi sjónum að samfélagi botndýra, einkanlega að rykmýinu Chironomus anthracinus.3 Á daginn kom að mýið hafði mikil áhrif á virkni vistkerfisins í vatninu. Með rannsóknunum sýndi Pétur meðal annars fram á mikilvægi umhverfisþátta á borð við súrefnisstyrk við mótun lífshátta hjá rykmýinu. Fram- lag Péturs til fræðanna laut einnig að bættum aðferðum við sýnatöku. Hann endurbætti sýnatökutækni og lét meðal annars útbúa nýjar gerðir af gildrum og sigtum til að safna botnhryggleys- ingjum.5 Rannsóknir Péturs á botndýr- unum í Esromvatni voru mjög umfangs- miklar og vandaðar og enn í dag eru þær skólabókardæmi við kennslu í vatnalíf- fræði á háskólastigi.6 Árið 1971 hófst Pétur handa við rann- sóknir á vistkerfi Mývatns. Þessar rann- sóknir settu mark sitt á náttúrufræði- rannsóknir á Íslandi. Þetta voru fyrstu kerfisbundnu rannsóknirnar á vistkerfi stöðuvatna hér á landi og jafnframt fyrstu rannsóknir sem Danir og frænd- þjóðir okkar á Norðurlöndum tóku þátt í í einhverjum mæli eftir síðari heims- styrjöldina. Þær voru rökrétt framhald af rannsóknum Péturs á vistkerfi Esrom- vatns en með þeim lagði hann mikil- vægan grunn að aðferðafræði sem enn er höfð til hliðsjónar í rannsóknum á vexti og framleiðni lífvera í stöðuvötnum.3 Áð í Vatnsvikinu á alþingishátíðinni 1930. Frá vinstri: Pétur Ottesen, Guðmundur, móðurafi Péturs, Þuríður, móðuramma Péturs, Jónas Guð- mundsson Ottesen, faðir Péturs, Þorlákur Guðmundsson Ottesen, Halldóra Guðmundsdóttir, stúlka óþekkt (fluttist til Kaupmannahafnar) og Pétur M. Jónasson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.