Náttúrufræðingurinn - 2020, Síða 38
Náttúrufræðingurinn
38
BRAUTRYÐJANDI Í VATNALÍFFRÆÐI
Pétur M. Jónasson er þekktasti vist-
fræðingur og vatnalíffræðingur sem
Ísland hefur alið. Grunninn að yfir-
gripsmikilli vistfræðiþekkingu sinni
lagði Pétur með rannsóknum í dönskum
vatnakerfum um og upp úr miðri síðustu
öld. Þar ber hæst rannsóknirnar á Suså,
stærsta vatnsfalli Sjálands, og Esrom-
vatni, sem einnig er á Sjálandi og annað
stærsta stöðuvatn Danmerkur. Rann-
sóknir Péturs á samfélögum og vistfræði
botndýra í Suså teljast til brautryðj-
endaverka í rannsóknum á vistfræði
straumvatna. Niðurstöður rannsókn-
anna í Suså birti Pétur í fræðiritinu
Folia Limnologica Scandinavia árið
19482 og má segja að sú umfjöllun sé hin
fyrsta sinnar tegundar um dýrasamfélög
í ám á Norðurlöndum og reyndar einu
rannsóknir á vistkerfum straumvatna
í heiminum á þessum tíma. Sá þráður
var raunar ekki tekinn upp aftur fyrr en
á sjöunda áratugnum, eða meira en 20
árum síðar.4 Til þessara rannsókna er
jafnan vitnað þegar samfélög hryggleys-
ingja í ám á laufskógabelti Norðurlanda
eru borin saman við samfélög í ám á
öðrum gróðurbeltum, barrskógabeltinu
og heimsskautatúndrunni.4
Rannsóknirnar í Esromvatni urðu
doktorsverkefni Péturs. Hann varði rit-
gerð sína við Hafnarháskóla árið 19722
og beindi sjónum að samfélagi botndýra,
einkanlega að rykmýinu Chironomus
anthracinus.3 Á daginn kom að mýið
hafði mikil áhrif á virkni vistkerfisins
í vatninu. Með rannsóknunum sýndi
Pétur meðal annars fram á mikilvægi
umhverfisþátta á borð við súrefnisstyrk
við mótun lífshátta hjá rykmýinu. Fram-
lag Péturs til fræðanna laut einnig að
bættum aðferðum við sýnatöku. Hann
endurbætti sýnatökutækni og lét meðal
annars útbúa nýjar gerðir af gildrum
og sigtum til að safna botnhryggleys-
ingjum.5 Rannsóknir Péturs á botndýr-
unum í Esromvatni voru mjög umfangs-
miklar og vandaðar og enn í dag eru þær
skólabókardæmi við kennslu í vatnalíf-
fræði á háskólastigi.6
Árið 1971 hófst Pétur handa við rann-
sóknir á vistkerfi Mývatns. Þessar rann-
sóknir settu mark sitt á náttúrufræði-
rannsóknir á Íslandi. Þetta voru fyrstu
kerfisbundnu rannsóknirnar á vistkerfi
stöðuvatna hér á landi og jafnframt
fyrstu rannsóknir sem Danir og frænd-
þjóðir okkar á Norðurlöndum tóku þátt
í í einhverjum mæli eftir síðari heims-
styrjöldina. Þær voru rökrétt framhald
af rannsóknum Péturs á vistkerfi Esrom-
vatns en með þeim lagði hann mikil-
vægan grunn að aðferðafræði sem enn er
höfð til hliðsjónar í rannsóknum á vexti
og framleiðni lífvera í stöðuvötnum.3
Áð í Vatnsvikinu á alþingishátíðinni 1930. Frá vinstri: Pétur Ottesen, Guðmundur, móðurafi Péturs, Þuríður, móðuramma Péturs, Jónas Guð-
mundsson Ottesen, faðir Péturs, Þorlákur Guðmundsson Ottesen, Halldóra Guðmundsdóttir, stúlka óþekkt (fluttist til Kaupmannahafnar) og
Pétur M. Jónasson.