Náttúrufræðingurinn - 2020, Page 84
Náttúrufræðingurinn
84
1
2
3
4
5
6
Ár / Year
1960 1970 1980 1990 2000 2010 2020
Á
rs
m
eð
al
hi
ti
/ Y
ea
rly
m
ea
n
T
(°
C
)
r=0,999, p<0,001.
r=0,735 p<0,001.
tímabilinu frá byrjun júní til loka október
á árunum 2011 til 2016, sem er það tímabil
sem vatnshitagögn úr síritunum taka til.
Auk framangreindra veðurfarsgagna
var stuðst við lofthitagögn frá stöð 1
í Reykjavík frá tímabilinu 1962–2016.
Þau gögn voru notuð til að varpa ljósi á
feril lofthita á vatnasviði Þingvallavatns
í tengslum við þróun lofthita almennt
í landinu. Reykjavík varð fyrir valinu
vegna nálægðar við Þingvallavatn og
vegna góðra gagna. Þaðan fást mælingar
sem ná samfellt yfir allt tímabilið sem
hér um ræðir. Þróun lofthita í Reykjavík
svipar auk þess mjög vel til þess sem á
við um landið í heild.1,37
NIÐURSTÖÐUR
GÓÐUR VÍSBENDILL
Niðurstöður línulegra aðhvarfs-
greininga sýna allgóða samsvörun milli
vatnshita í aðvatninu á stöð LV2 og
vatnshita sem mældur er samtímis úti í
vatnsbolnum á stöð NK2 á 4 m, 8 m og
16 m dýpi (1. tafla, 2. mynd). Samsvör-
unin minnkar síðan eftir því sem dýpi
eykst, sem kemur fram með lækkandi
fylgnistuðlum með vaxandi dýpi (1.
tafla). Minnkandi samsvörun lýsir sér
einnig í dreifingu mæligilda á þá vegu að
því dýpra sem mælt er, þeim mun lengra
til vinstri leita mæligildin frá mið-
línunni sem sýnir fullkomna samsvörun
milli vatnshita í aðvatni og vatnsbol (2.
mynd). Jafnframt breytist samsvörunin
árstíðabundið, þ.e. er góð á vorin og vet-
urna þegar vatnið er vel blandað og kalt,
en minnkar eftir því sem yfirborðslag
vatnsins hlýnar. Þetta kemur vel fram í
mun minni dreifingu mæligilda um og
undir 5,5°C en í mæligildum þar fyrir
ofan (2. mynd).
Framangreindar niðurstöður um
tengsl milli vatnshita í aðvatni og úti í
vatnsbolnum eru keimlíkar eldri mæl-
ingum á vatnshita í aðvatni og vatnsbol.
Á árunum 1979, 1981 og 1982 var vatns-
hiti mældur samtímis í aðvatni og á 0–2
m dýpi á Miðfellsdýpi og var fylgnin á
sama róli og nú á 4 m og 8 m dýpi.17
Að teknu tilliti til framangreindra
niðurstaðna er ljóst að vatnshitamæl-
ingar Landsvirkjunar í aðvatni á stöð
LV2 endurspegla vel vatnshita í yfir-
borðslagi vatnsbolsins í Þingvallavatni
allan ársins hring og þar með mögu-
legar vatnshitabreytingar af völdum
loftslagshlýnunar.
VATNIÐ HLÝNAR
Þingvallavatn hefur hlýnað umtals-
vert á tímabilinu 1962–2016 (3. mynd).
Ársmeðalhiti í vatninu hefur hækkað
um 0,81°C á tímabilinu 1962–2016,
eða um 0,15°C að meðaltali á áratug,
og er hlýnunin tölfræðilega marktæk.
Lægstur var ársmeðalvatnshitinn 3,8°C
á árunum 1969–1970, 1973, 1981 og 1983,
en hæstur mældist hann 5,7°C árið 2003
(sjá einnig 1. viðauka).
Hlýnun vatnsins er mismikil eftir
árstímum (2. tafla, 4. mynd) en mest er
hún að sumri til, um haust og framan
af vetri, þ.e. á tímabilinu júní-janúar.
Sumarmánuðirnir júní, júlí og ágúst
skera sig nokkuð úr, með 1,3–1,6°C
hækkun mánaðarmeðalhita yfir tíma-
bilið 1962–2016. Hlýnunin er mest
í ágúst og svarar hún til rétt tæprar
0,3°C hækkunar að jafnaði á áratug þau
55 ár sem gögnin spanna. Hlýnunin yfir
haust- og vetrarmánuðina, september-
janúar, er á bilinu 0,7–1,1°C. Maí hefur
hlýnað hvað minnst af þeim mánuðum
sem hafa hlýnað, um 0,6°C. Í febrúar,
mars og apríl er ekki um marktækar
breytingar að ræða í meðalhita á fyrr-
greindu tímabili.
3. mynd. Ársmeðalhiti í Þingvallavatni (blátt) á stöð LV1 (1962–
1994) og LV2 (2002–2016) og ársmeðallofthiti á vatnasviði
Þingvallavatns (rautt). Vegnar línur eru dregnar milli mæligilda
með aðferð minnstu kvaðrata (þanstuðull = 1,00), r er Pearsons
fylgnistuðull. – Yearly mean water temperature in Lake Þingvalla-
vatn (blue) and yearly mean air temperature in the catchment
area (red) during 1962–1994 and 2002–2016. r is Pearson's
correlation coefficient.