Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 20

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 20
Náttúrufræðingurinn 20 Acinetobacter Polaromonas Paucibacter Saccharopolyspora Stenotrophomonas Rhodoferax Óflokkað Microcoleus Pseudomonas Alkanindiges Flavobacterium Óflokkað Halomonas Shewanella −0,6 −0,4 −0,2 0,0 0,2 0,4 −0 ,4 −0 ,2 0, 0 0, 2 0, 4 Ás 1 Á s 2 SvSvTh Th Sa Kl Ki Ki Kl Kl Sv Sv Ka Ve Mi Na Na Mi Mi Ga Ki Sa Sa Ga Ga Na Kl Ga Sv Kúlur Vatn Marflær BAKTERÍUR Til að athuga fæðu og tilvist örvera í grunnvatni og lindum hrauna þar sem marflærnar hafa fundist var safnað vatnssýnum (5 l) úr uppsprettum, þar sem grunnvatn kemur upp á yfirborðið. Einnig voru settar út dauðhreinsaðar glerkúlur í netapoka í miðju uppsprettn- anna. Kúlurnar voru þar í 8–10 vikur til að leyfa örveruþekju að vaxa. Vatns- sýnin gefa upplýsingar um tegundasam- setningu örvera þegar sýnið er tekið, en örveruþekjan á kúlunum gefur mynd af samsetningunni yfir lengri tíma og endurspeglar jafnframt tegundir sem lifa á föstu undirlagi. Vatnssýnin voru síuð í 0,22 µm-síum (sterivex). Erfða- efni var einangrað, bæði úr síunum og af kúlunum. Hlutar af 16S rRNA-genum baktería og fornbaktería, og af 18S rRNA-geni bifdýra voru raðgreindir til að greina tegundabreytileika úr sýn- unum og einnig úr grunnvatnsmar- flóm frá sama svæði, með svokallaðri umhverfis-metabarkóðunaraðferð (e. environmental metabarcoding).21 Skip- anir úr OBITools (pakki með tölvufor- ritum fyrir greiningu eDNA-gagna)22 voru notaðar til að greina DNA-rað- irnar, sambærilegar raðir voru flokk- aðar og stilltar af út frá basaröðum, raðir valdar sem uppfylltu ákveðin gæðaskilyrði og fundin tíðni einstakra raða innan sýna. Raðirnar voru síðan flokkaðar til tegundar, ættkvíslar, ættar eða ættbálks með því að para raðirnar við sambærilegar raðir í genabanka (SILVAngs https://www.arb-silva.de/ silvangs/). Hér er eingöngu gerð grein fyrir niðurstöðum úr athugun á bakt- eríum. Út frá flokkunarfræðilegum upplýsingum fékkst samsetning á ætt- bálkum baktería í ólíkum sýnum, vatns- sýnum, glerkúlum og marflóm.23 Borin var saman tilvist þeirra og tíðni í sýn- unum með því að reikna Bray-Curtis- fjarlægðir og meginásahnitunargrein- ing (e. Principal Coordinate Analysis, PCoA) var notuð til að lýsa því hversu lík sýnin voru. Reikningarnir voru gerðir í vegan-tölfræðipakkanum24 í R.25 Þrjú megin-tegundasamfélög komu í ljós (6. mynd) og endurspegla þau mun á sýnagerðunum. Mestan mun má sjá milli marflóasýnanna og hinna tveggja gerðanna, úr vatninu og af kúlunum. Við athugun á þeim tegundahópum sem eru einkennandi fyrir sýnin sést að Shewanella- og Halomonas-ættkvísl- irnar eru einkennandi fyrir marflærnar en greinast ekki í vatninu (7. mynd A). Þessar tvær ættkvíslir eru að mörgu leyti áhugaverðar. Meðal þeirra má finna bakteríur sem þekktar eru fyrir efnatillífun og hafa fundist við neðan- sjávarhveri, og geta mögulega náð sér í orku úr basalti.26,27 Ein tegund Shewan- ella er sambýlistegund túbuorma við neðansjávarhveri.28 Auk þessara tveggja meginættkvísla greindust fjórar gerðir í lágri tíðni (1% < p < 1,5%), þar á meðal Propionibacterium, sem hafa fundist í rækjugörnum.29 Í vatnssýnunum og á glerkúlunum (7. mynd B) greindist mun meiri breytileiki og má þar finna þekkta hópa, svo sem Alkanindiges, sem finnst oft í skólpi og fannst einnig í litlum mæli í marflónum, Flavobacterium, sem eru algengar ferskvatns- og jarðvegsbakter- íur og einnig í litlum mæli í marflónum, Pseudomonas, sem er hópur með víð- feðma útbreiðslu í ólíkum vistum, meðal annars í grunnvatni og basalti, og Microcoleus, sem eru blágrænbakteríur sem stunda ljóstillífun og koma líklega frá yfirborðsvatni í kringum lindirnar. 6. mynd. Aðgreining bakteríusýna frá íslandsmarflónni Crangonyx islandicus, vatni og glerkúlum í uppsprettum á hraunasvæðum. Hnitunar- greiningin (e. PCoA) er fengin með Bray-Curtis-fjarlægðum sem byggjast á tíðni flokkunareininga í ólíkum sýnum. Skammstafanir á mynd vísa í staðsetningar sýna: Th: Vatnsvík, Ve: Vellankatla, Na: Nautatangi (öll í Þingvallavatni), Ki: Kirkjubæjarklaustur, Ga: Galtalækur, Mi: Miðhúsaskóg- ur (hvort tveggja á Suðurlandi), Sv: Svartárvatn, Sa: Sandur (hvort tveggja í Suður-Þingeyjarsýslu), Kl: Klapparós í Norður-Þingeyjarsýslu, Ka: Kaldalón í Ísafjarðardjúpi. (Ragnhildur Guðmundsdóttir o.fl., í undirbúningi). – Separation of bacteria samples from the groundwater amphipod Crangonyx islandicus, water and glass beads from springs of lava fields. The ordination is based on Principal Coordinate Analyses of Bray-Curtis distances based on frequencies of taxonomic units in different samples. The abbreviations refer to sample localities: Th: Vatnsvík, Ve: Vellankatla, and Na: Nautatangi (all in Lake Thingavallavatn), Ki: Kirkjubæjarklaustur, Ga: Galtalækur and Mi: Miðhúsaskógur (in South Iceland) Sv: Svartárvatn and Sa: Sandur (in South Thingeyjarsýsla, North Iceland), Kl: Klapparós (in North Þingeyjarsýsla, Northeast Iceland), Ka: Kald- alón in Ísafjarðardjúp (Ragnhildur Guðmundsdóttir o.fl., in prep).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.