Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 110

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 110
Náttúrufræðingurinn 110 Þingvallavatn og Mývatn – gróðurvinjar á flekaskilum Pétur M. Jónasson MÝVATNSRANNSÓKNIR 1970–1979 Rannsóknir okkar á Íslandi hófust með Mývatns- og Laxárdeilunni 1970 þegar ríkisstjórnin bað mig sem hlut- lausan aðila að takast þær á hendur ásamt Jóni Ólafssyni, prófessor í haf- fræði. Fyrirhugað var að Laxárvirkjun, sem var í eigu Akureyrarbæjar, reisti 34 metra háa stíflu við Brúar og þrjár stíflur ofar í Laxá, alls 184 metra háar, á hæð á við hálfan þriðja Hallgrímskirkjuturn. Mývatn átti að verða uppistöðulón, með tilheyrandi vatnsborðssveiflum og eyði- leggingu á lífríki. Auk þess voru uppi áætlanir um að flytja Skjálfandafljót um Suðurá og Kráká í Laxá. Þá hefði Skjálf- andafljót getað flætt í Mývatn í vor- leysingum. Dagar þess sem stöðuvatns hefðu verið taldir. Rannsóknirnar hannaði ég frá upphafi þannig að litið var á vist- kerfi og lífríki Mývatns og Laxár sem eina heild. Með stórhug Þingeyinga og Ólafs Jóhannessonar, þáverandi forsætisráðherra, var hvort tveggja, Mývatn og Laxá, friðað með lögum 2. maí 1974 á forsendum vísindalegra niðurstaðna. Það var þá stærsta frið- aða svæði í Evrópu og náði frá norðri í Skjálfanda suður í Vatnajökul, alls 2.300 km2. Þetta var í fyrsta sinn á Íslandi og í Evrópu sem heilt vistkerfi var friðað og því var friðun Mývatns og Laxár grundvallarskref í náttúru- vernd á Íslandi. Fimm árum síðar gáfum við út Mývatnsbók sem dreift var um allan heim í 2.000 eintökum. Mývatn varð heimsfrægt og sérstök rannsóknastöð, Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn, var sett á laggirnar og starfar í nánu samstarfi við Háskóla Íslands. ÞINGVALLARANNSÓKNIR 1974–1992 Mývatnsrannsóknir höfðu tekist vel og þess vegna fór Eysteinn Jóns- son, forseti sameinaðs Alþingis og for- maður Þingvallanefndar, þess á leit við mig að kanna Þingvallavatn og vatna- svið þess, eitt stærsta vatn landsins við helgasta stað þjóðarinnar, strax eftir þjóðhátíðina 1974. Það vakti athygli að á þjóðhátíðinni var Þingvallavatn nýtt sem uppistöðulón fyrir Sogsvirkjanir og vatnsborðinu stjórnað sem slíku. Afleiðingin var átakanleg sjónmengun með alinháum (um 60 cm) hvítum borða af dauðum þörungum umhverfis allt vatnið. Njálsbúð og hluti af þing- helginni voru á kafi vegna þjónkunar við virkjunina. Silungsveiðin rýrnaði því að vatnsborðið sveiflaðist og silungsfæðan drapst. Nú er vatnsborði Þingvallavatns haldið stöðugu, það sveiflast lítið og Njálsbúð er ekki lengur færð reglulega í kaf. Það tók 18 ár að fá því breytt. ÁRANGUR ÞINGVALLARANNSÓKNANNA Rannsóknirnar leiddu meðal annars í ljós að hinn einkennandi blámi og tærleiki hins djúpa Þingvallavatns um hásumarið stafar af því að vatnið er niturvana. Einnig að vatnið sem var áður álitið „ískalt og ófrjótt“ er óvenju gróskumikið miðað við stöðuvötn á svipaðri breiddargráðu og reyndar jafn- frjótt og hið grunna Mývatn. Framleiðni í báðum vötnum er um 130 g C/m2 á ári. Jurta- og dýrategundir í Þing- vallavatni, þörungar, plöntur, hryggleys- ingjar og hryggdýr, eru um 300 talsins. Þeirra á meðal eru ellefu einlend dýr og afbrigði sem hvergi finnast annars staðar á hnettinum. Með rafeindasmá- sjá fundust 16 tegundir glærra gullþör- unga – þar af 14 nýjar tegundir fyrir Ísland. Í Þingvallavatni finnast einnig lifandi afkomendur elstu dýra Íslands – tvær einlendar tegundir krabbadýra, hvítleitar, blindar grunnvatnsmarflær sem hafast við ofan í gjám og sprungum. Þær hafa líklega lifað ísaldirnar af í ORÐTAKIÐ SEGIR: Frjó eru vötn er falla undan hraunum. Ísland á tvö stór stöðuvötn sem þetta á við um og glitra sem gimsteinar: Þingvallavatn og Mývatn. Ég hef rannsakað bæði vötnin ásamt hópi 59 sérfróðra vísindamanna frá sex þjóðum sem hafa lagt fram mikla og vandaða fræðilega þekkingu á vistkerfi Þingvallavatns og Mývatns og vatnasviði þeirra á alþjóðlegum vettvangi vísindanna. Listaskáldið góða og náttúrufræðingurinn Jónas Hallgrímsson var einna fyrstur til að kanna Þingvallavatn. Hann spurði: „Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg?“ Vísindahópurinn getur goldið jáyrði við spurningunni. Við höfum fetað í fótspor Jónasar, frænda míns, gefið út fimm bækur, alls um 1.700 síður í um 15 þúsund eintökum, komið upp fjöldanum öllum af fræðingum með meistara- og doktorspróf, birt nær 200 tímaritsgreinar og haldið fjölda erinda um allan heim til þess að kynna sérstöðu og undur Mývatns og Þingvallavatns, hraunkögraðra vatna á flekaskilum á Íslandi. Náttúrufræðingurinn 90 (1), bls. 110–115, 2020
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.