Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 75

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 75
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 75 jarðar sem mengun. Líkanreikningar sem byggðar eru á mælingum frá Íslandi sýna til dæmis að aðeins 8% af loftbornu NOx og um 30% af NHx sem verður til á Íslandi fellur aftur hér á landi.38 Afgangurinn berst burt frá landinu og fellur annaðhvort á Norður-Atlantshaf eða í Evrópu. Langt að borin köfnunar- efnismengun á Íslandi veldur því stórum hluta þess næringarefnaálags sem hér er.4,39,40 Þessi mengun veldur aukinni frumframleiðni í ferskvatni á Íslandi þar sem ljóstillífun takmarkast af köfnun- arefni í mörgum vötnum á landinu, sér- staklega í gosbeltinu.6,10,22 SAMANTEKT Rannsókn á styrk efna í Þingvallavatni sem hér er greint frá hefur staðið yfir frá 2007 til dagsins í dag. Hér eru birt gögn frá árunum 2007 til 2014. Vatnssýnum var safnað úr tveimur lindum sem renna inn í norðanvert vatnið, Silfru og Vellankötlu, og úr útfalli þess við Steingrímsstöð. Heildarstyrkur leystra efna (TDS) í vatni úr Silfru og útfallinu við Stein- grímsstöð var svipaður en minni í Vellankötlu, og bendir það til þess til þess að megnið af innflæði vatnsins eigi uppruna í Silfru eða öðrum lindum með svipaða efnaeiginleika og Silfra. Gildi pH í lindunum Silfru og Vellankötlu var á milli 9 og 9,5 sem er dæmigert fyrir lindarvatn í basískum berggrunni. Hátt pH í lindarvatni hér á landi stafar af efnaskiptum vatns og basalts í jarðlagastaflanum, þar sem koltvíoxíð úr andrúmslofti nær ekki til vatnsins. Gildi pH lækkar (vatnið súrnar) á nokkrum mínútum eftir að grunnvatnið kemst í snertingu við andrúmsloft vegna leysingar koltvíoxíðs úr andrúmslofti í vatnið. Leysni margra málma er háð pH-gildi vatnsins og það hefur til dæmis áhrif á styrk uppleysts Al sem minnkar við pH-breytinguna eftir að lindarvatnið streymir fram. Styrkur leysts Al var því minni í útfallinu en í lindarvatninu. Styrkur næringarefnanna kísils, köfn- unarefnis og fosfórs var minni í útfallinu en í lindunum sökum upptöku ljóstillíf- andi lífvera í vatninu. Kísilþörungar nota kísil sem byggingarefni í skeljar sínar en köfnunarefni og fosfór eru nauðsynleg til ljóstillífunar ásamt mörgum öðrum efnum í snefilmagni. Köfnunarefni er það efni sem getur verið takmarkandi fyrir ljóstillífun í Þingvallavatni. Fosfór er hins vegar í ríkum mæli í lindarvatn- inu, þar sem hann er auðleystur úr ungu fersku basalti sem er einkennandi fyrir berggrunninn á vatnasviðinu. Samanburður við gögn frá 1975 benda til minni styrks brennisteins í innstreymi Þingvallavatns sökum alþjóðlegra aðgerða sem ætlað var að takmarka losun brennisteins út í and- rúmsloftið frá því á áttunda áratug síð- ustu aldar. Samanburður við gögnin frá 1975 bendir hins vegar til þess að styrkur NO3 hafi aukist í lindum norðan Þingvallavatns og valdið hækkun á N/P- -hlutfalli lindarvatnsins, sem gefur til kynna aukið framboð köfnunarefnis. Samanburðurinn gefur vísbendingar um aukinn styrk NO3 í lindarvatni síðan 1975 en ekki er hægt að merkja þá aukn- ingu í útfallinu þar sem allt NO3 er nýtt til ljóstillífunar á dvalartíma vatnsins í Þingvallavatni á tímabilinu. Hins vegar hefur styrkur kísils og forsfórs minnkað í útfallinu á rannsóknartímabilinu, sem bendir til til aukinnar frumframleiðni í Þingvallavatni á tímabilinu. Minnkun leysts kísils í vatninu fellur saman við aukna sólblettavirkni, sem bendir til að beint samband kunni að vera á milli vaxtar kísilþörunga og sólblettavirkni. Aukinn vöxtur kísilþörunga hefur í för með sér aukna upptöku á leystum kísli og öðrum næringarefnum úr vatninu og við það verður vatnið snauðara af efnunum. Minnkandi styrkur kísils og fosfórs í Þingvallavatni yfir rannsóknartímabilið 2007–2014 bendir sterklega til þess að frumframleiðni í vatninu hafi aukist, annað hvort vegna ljóstillífunar í dýpri lögum vatnsins vegna aukinnar sólbletta- virkni, vegna aukins framboðs á bundnu köfnunarefni í vatninu og/eða vegna aukinnar virkni köfnunarefnisbindandi blágrænna baktería í vatninu. Skortur á leystu köfnunarefni í vatninu takmarkar ekki virkni þeirra frumframleiðenda sem eru sjálfum sér nógir um köfnunarefni og framleiða það úr andrúmsloftinu (blá- grænar bakteríur). Þessar lífverur nota mólýbden (Mo), járn (Fe) og vanadíum (V) til að hvata niðurbrot N2 úr and- rúmslofti. Í Þingvallavatni hafa fundist köfnunarefnisbindandi bakteríur sem lifa í sambýli við nokkrar tegundir kís- ilþörunga og stuðla að auknu framboði nýmyndaðs bundins köfnunarefni sem kísilþörungarnir geta notfært sér. Aukin ákoma köfnunarefnis í Þing- vallavatn veldur aukinni frumframleiðni í vatninu þar sem nægilegt framboð er af fosfór. Aukin frumframleiðni getur dregið úr gegnsæi í vatninu og þar með skert það ljósmagn sem berst niður í vatnsbolinn. Það hefur áhrif á möguleika botnlægra þörunga til vaxtar, en botngróðurinn hefur mikla þýðingu fyrir dýralíf í vatn- inu. Það er því ljóst að takmarka þarf losun köfnunarefnis á vatnasviðinu. Þó er aðeins hluti aukinnar köfnunarefnis- ákomu ættaður beint af vatnasviðinu, frá landbúnaði, rotþróm á svæðinu og bíla- umferð. Mikill hluti hennar er langt að kominn, og veldur það ákveðnum vanda- málum þar sem loftmassar hlýða engum landamærum frekar en fyrri daginn. Auk- inn styrkur köfnunarefnisoxíðs í and- rúmslofti veldur ofauðgun víða um lönd og er auk þess mikilvirk gróðurhúsaloft- tegund. Það þarf því alþjóðlega samvinnu til að stemma stigu við styrk þess í and- rúmslofti, á sama hátt og brennsteins- tvíoxíðs og koltvíoxíðs. 10. mynd. Samanburður á hlutföllum styrks fosfórs (PO4-P) og köfnunarefnis (NO3-N) í lindum og útfalli Þingvallavatns 19753 og 2009–2014. – Comparison of the phosphate (PO4-P) and nitrogen (NO3-N) ratio from springs and the outlet of Þingvallavatn since 1975 and 2007–2014. PO4-P (μmól/l) N O 3- N (μ m ól /l) 16N:1P 0,0 0 2 4 6 8 0,5 1,0 Silfra Vellankatla Steingrímsstöð Flosagjá 1975 Vatnsvík 1975 Stöð 1 1975 0 0,0 2,0 4,0 5,0 6,0 8,0 10,0 0 5 10 15 20 25 30 0 100 200 300 400 500 600 0,0 0,2 0,4 0,6 0,8 1,0 1,4 1,2 0,0 1,0 2,0 3,0 4,0 5,0 6,0 30 20 10 0 40 50 60 70 20 0 40 60 80 100 120 0,0 0,2 0,4 0,6 0,8 1,2 1,0 100 200 300 0 100 200 300 0 100 200 300 0 100 200 300 0 100 200 300 0 100 200 300 0 100 200 300 0 100 200 300 Cl (μmól/l) N-total (μmól/l) NO3 (μmól/l) P-total (μmól/l) PO4 (μmól/l) SO4 (μmól/l) Silfra Vellankatla Steingrímsstöð Flosagjá 1975 Vatnsvík 1975 Stöð 1 1975 Mg (μmól/l) Na (μmól/l) Ca (μmól/l) Cl (μmól/l)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.