Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 90

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 90
Náttúrufræðingurinn 90 Mývatn er eindregið lindarvatn eins og Þingvallavatn, og nær allt vatn sem berst til Mývatns, um 33 m3/s, er grunnvatn að uppruna.41 Vatnshagur Mývatns er frábrugðinn Þingvallavatni að því leyti meðal annars að í það berst hlutfallslega mun meira magn af vatni af náttúrulegum, heitum toga og undir áhrifum jarðvarma. Í Ytriflóa berst volgt og heitt grunnvatn, um 7 m3/s af 6–26°C vatni, sem svarar til um 20% af heildar- írennslinu, en í Syðriflóa er vatnið jafnan kalt og stöðugt og á bilinu 5–7°C.40,41 Það flækir einnig samanburð milli þessara vatna að vatnshiti í Geirastaðaskurði er talinn endurspegla vel hitafar í Mývatni að sumarlagi en ekki um vetur þegar Mývatn er ísilagt.40,41 Og vel að merkja, umtalsverður hluti Mývatns er ísilagður frá október til maí, eða í 189 daga að jafnaði á vetri,41 sem eru ríflega 100 fleiri ísadagar en að jafnaði á Þingvallavatni á svipuðum tíma fyrir aldamótin 2000, að meðaltali 81 ísadagur á ári á tímabilinu 1974–1999. Hvað sem flóknum vatnshag Mývatns líður kemur upp úr kafinu að þróun vatnshita á ársgrunni í Mývatni er með nánast sama sniði og í Þingvallavatni á því tímabili sem birt vatnshitagögn beggja vatna skarast, 1972–1994 (9. mynd a). Á þessu tímabili, sem fellur undir kuldaköstin milli 1965 og 1986 og 1992–1995,37 hlýnar hvorugt vatnið né kólnar. Sem fyrr segir fór veður hlýnandi á ný á landinu upp úr 1983 og endurspeglast það vel í hlýnandi Þing- vallavatni. Hvað Mývatn áhrærir verður áhugavert að sjá hvernig þróunin þar hefur verið frá byrjun níunda áratugar- ins þegar gögn um það verða birt. Að öðru leyti er vatnshagur Mývatns all- frábrugðinn því sem á við um Þingvalla- vatn. Mývatn er mun hlýrra á vorin og sumrin (apríl-ágúst) en mun kaldara á haustin og framan af vetri (september- desember) (9. mynd b og c). Munurinn í varmahag Mývatns og Þingvallavatns lýsir sér í mun meiri árs- sveiflu í vatnshitanum í Mývatni. Þetta má rekja til tveggja samverkandi þátta. Annars vegar er Mývatn mun grynnra en Þingvallavatn, með meðaldýpi um 2 m á móti 35 m og þar eru vatnsskipti mun örari, um 28 dagar á móti 330 dögum í Þingvallavatni. Varmaflutningur milli lofts og lagar í Mývatni er því greiðari en ella. Hins vegar er veðurfar við Mývatn umtalsvert öðruvísi en við Þingvalla- vatn. Við Mývatn gætir meginlands- 10. mynd. Sérkennilegt munstur, svokallaðir fingraflekar mynduðust á ísnum á Þingvallavatni í mars 2017. Fingraflekar myndast nær eingöngu þegar ís er þunnur. Engar sögur fara af fingraflekum í Þingvallavatni frá fyrri tíð og kann myndun þeirra nú að stafa af hlýnun vatnsins. – Finger rafted ice in Lake Þingvallavatn in March 2017, first ever record known in the lake for the past century. The phenomenon is linked mainly with thin ice. Ljósm./Photo: Einar Á. E. Sæmundsen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.