Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 26
Náttúrufræðingurinn
26
sem notuð voru í úrvinnslu þessa rann-
sóknarþáttar. Vöktunin fór fram með
stöðluðum hætti öll árin þannig að
niðurstöður og mælingar eru saman-
burðarhæfar yfir rannsóknartímabilið.
SÝNATAKA
Á hverju ári hafa verið farnar fjórar
ferðir til mælinga og sýnatöku í Þing-
vallavatni, samtals 40 ferðir. Vorferðir
voru farnar á tímabilinu 8. maí til 2. júní,
miðsumarsferðir á tímabilinu 27. júní til 7.
júlí, síðsumarsferðir á tímabilinu 21. ágúst
til 1. september og haustferðir á tímabilinu
8. til 26. október. Sýni voru tekin á fimm
dýpum, 1 m, 5 m, 10 m, 25 m og 35 m, að
undanskildu árinu 2007 þegar sýni voru
tekin á 1 m, 5 m og 25 m dýpi.
Sýni voru tekin á bát (3 og 13. mynd).
Vatnssýni voru tekin með 10 lítra vatns-
sýnataka sem festur var í kvarðaða línu og
sendur niður á tiltekið dýpi. Þar lokaðist
hann sjálfkrafa og var að því búnu dreg-
inn upp og tæmdur í plastfötur. Hverju 10
lítra vatnssýni var skipt í tvennt, annars
vegar til að mæla magn blaðgrænu (1
lítri) og hins vegar til að rannsaka dýra-
svif (9 lítrar). Blaðgrænusýnunum var
safnað í 1 l plastflöskur og þeim strax
komið fyrir í myrkri og kulda (~5°C). Svif-
dýrasýnin voru síuð í gegnum 45 µm sigti
og því sem eftir sat í sigtinu skolað niður
í 100 ml dökkar glerflöskur og varðveitt
með 7–10 dropum af 10% lúgol-joðlausn.
Eðlisþættir voru mældir á sama dýpi
og vatnssýni voru tekin á. Fyrstu sex
árin, 2007–2012, var notaður fjölþátta-
mælir af gerðinni YSI 650MDS/6600
með rúmlega 50 m löngum kapli. Hann
nýttist til mælinga á dýptarsniði frá
yfirborði og niður á um 40 m dýpi. Frá
og með árinu 2013 hafa verið notaðir
fjölþáttamælar með stuttum kapli (YSI
63 og YSI 1030 pro), og mælt í vatninu
í sýnatakanum um leið og hann var
dreginn um borð í bátinn. Eftirfarandi
breytur voru mældar: Vatnshiti (0,01°C
upplausn, ± 0,15°C mælinákvæmni),
sýrustig (pH 0,01 ± 0,2) og rafleiðni
(1 μS/cm, ± 0,5%). Öll sýrustigs- og raf-
leiðnigildi voru leiðrétt fyrir 25°C.
GÖGN
Gagnaröð úr svifdýravöktuninni
er hvað lengst frá stöð 2 (2. mynd) og
spannar níu samfelld ár, eða tímabilið
2007–2015. Til þess að lengja gagnaröð-
ina um eitt ár og ná tíu árum var bætt
við sambærilegum niðurstöðum af sam-
svarandi dýpum frá stöð 3 árið 2016.
Gagnaröðin samanstóð þannig af svif-
dýrum úr samtals 191 sýni, sem safnað
var af fimm dýpum (1, 5, 10, 25 og 35 m)
fjórum sinnum á ári á tíu ára tímabili.
Fjöldi eðlisþáttamælinga og sýna til
blaðgrænumælinga var samsvarandi.
Hér er eingöngu notast við gögn frá stöð
2 nema árið 2016 frá stöð 3.
ÚRVINNSLA
Svifdýrasýnin voru skoðuð í kvörð-
uðu íláti undir víðsjá við allt að 90-falda
stækkun og í stöku tilfellum í smásjá
við allt að 400-falda stækkun. Krabba-
dýr og þyrildýr voru talin og greind til
tegundar eða ættkvíslar, að undan-
skildum árfætlulirfum (náplíum). Fjöldi
krabbadýra í sýnunum var að jafnaði
lítill og því voru allir einstaklingar
greindir og taldir. Fjöldi þyrildýra var
hins vegar yfirleitt mikill og því tekið
af þeim magnbundið hlutsýni til grein-
inga, á þann hátt að þyrildýr úr ákveðnu
hlutfalli af sýninu voru talin og greind,
og talningin síðan heimfærð á heildar-
sýnið. Þéttleiki tegunda var reiknaður
sem fjöldi einstaklinga í 10 lítrum vatns,
sem samsvarar rúmmáli vatnssýna-
takans. Við tegundargreiningu voru
einkum notaðir greiningarlyklar eftir
Alonso, Benzie, Nogrady og Segers og
Helga Hallgrímsson.16–19
Tegundargreining lífvera getur verið
snúin og einstaklingsbreytileiki innan
tegundar er oft mikill. Þetta á meðal
annars við um langhalafló,20 sem lengst
af hefur verið greind sem ein tegund
hér á landi, D. longispina. Jens Petter
Nilssen, einn meðhöfunda greinarinnar
sem hér var vísað til, er í hópi þeirra sem
draga þá greiningu í efa. Nilssen, sem
hefur unnið með íslensk svifdýrasýni í
samstarfi við Náttúrufræðistofu Kópa-
3. mynd. Sýnataka í Þingvallavatni 2007–2016. Vatnssýni voru tekin með 10 lítra sýnataka sem festur var í línu og látinn síga niður á tiltekið
dýpi. – Samples of zooplankton were taken with a 10 l watersampler at selected depths in Lake Þingvallavatn 2007–2016. Ljósm./Photos:
Náttúrufræðistofa Kópavogs.