Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Síða 11

Náttúrufræðingurinn - 2020, Síða 11
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 11 til vatnsins. Hann telur að fornmenn hafi veitt þessum farvegum athygli og hafi séð að hæglega mætti veita ánni til Þingvalla eftir þessum rásum. Til- gangurinn hafi verið sá að fá rennandi neysluvatn skammt frá þingbúðunum en það varð jafnframt til þess að auka mjög á fegurð staðarins, segir Matth- ías.19 Fleiri hugmyndir20 (sjá bls. 21–23 og 56) hafa verið settar fram um tilgang þessa verks sem hér verða ekki raktar. Þegar aðstæður eru skoðaðar á vettvangi kemur berlega í ljós að mjög lítið hefur þurft til að beina ánni úr farvegi sem leiddi hana í átt að Árfari við Skálabrekku og í nýjan farveg sem beindi henni til Almannagjár. Hugsan- lega hefur áin um þúsundir ára getað runnið til gjárinnar í vatnavöxtum þótt aðalfarvegurinn hafi verið annar. Hafi svo verið hefur ekki þurft miklar eða áberandi fyrirhleðslur í þessar vatna- veitingar og enga veituskurði. Það er raunar engann vegin víst að ánni hafi verið veitt ofan í gjána. Hún gæti einfaldlega hafa fundið sér þennan farveg af náttúrulegum orsökum og farið að falla um Þingvelli á fyrstu árum þinghaldsins þar. Orð Sturlungu um vatnaveitingarnar væru þá seinni tíma skýring á breyttu rennsli árinnar. Úr þessu verður tæpast skorið en segja má að ekkert mæli gegn því að frásögnin um vatnaveitingar forn- manna sé sönn. ÖXARÁ Á FORSÖGULEGUM TÍMA Aðstæður við Þingvallavatn hafa tekið miklum breytingum á undan- gengnum þúsöldum og þar með farvegur Öxarár. Það á þó einungis við láglendið. Í fjalllendinu hefur hún runnið í föstum farvegi allt frá því ísa leysti af svæðinu. Fyrst eftir að jöklar hurfu, og áður en hraunin runnu, hefur áin líklega fossað niður í sigdældina innan við vatnið, sameinast þar jökulám sem komu úr norðri og fallið skamma leið til vatns- ins. Yfirborð Þingvallavatns var þá mun lægra en nú en sjórinn stóð hærra við ströndina.21 Bleikja og sjóbirtingur gátu gengið úr sjó og upp í vatnið og þar með einnig lax.22 Nokkru seinna varð gríðar- legt hraungos á svæðinu þegar Þing- vallahraun rann fyrir um 10.200 árum.23 Það kom ekki úr Skjaldbreiði, eins og lengi var haldið, heldur frá gígum austan við Hrafnabjörg. Stærsti gígur- inn þar nefnist Eldborg. Skjaldbreiður gaus nokkru síðar en hraun hans ná ekki að Þingvallavatni eða Öxará. Þau hafa þó vafalítið haft mikil áhrif á rennsli vatnsfalla og aðrennsli vatnsins. Þingvallahraunið fyllti lægðina innan við vatnið og myndaði sam- fellda og óbrotna hraunbreiðu allt að undirhlíðum fjallanna vestan vatnsins. Almannagjá og allar gjár og sprungur Þingvalla mynduðust síðar. Hraunið stíflaði útfall Sogsins úr vatninu og hækkaði vatnsborðið verulega.24 Gamlar strandlínur og malarhjallar, sem teygja sig inn á hraunið, sýna að fyrst eftir gosið stóð yfirborð þess 10–13 m hærra en nú, eins og fyrr er getið. Hraunið breytti einnig farvegi Öxarár og ummerki benda til að hún hafi fundið sér leið suður hjá Kára- stöðum og til vatnsins við Skálabrekku eða þar í grennd (2. mynd). Sömu sögu er að segja um Hrútagilslæk. Hann hefur fallið suður með hlíðunum hjá eyðibýlinu Bárukoti og sameinast Öxará við hraunjaðarinn norðaustur af Brúsastöðum. Áin og lækirnir hafa verið nokkuð staðföst í þessum farvegi fyrstu þúsaldirnar eftir gosið. Stöðugt landsig við vatnið og þar inn af olli því að Almannagjá varð til og hraunið, sem í fyrstu hafði eðlilegan rennslishalla (1–3°) frá austri og upp að hlíðum fjall- anna í vestri, seig einnig þannig að því tók að halla í átt að Almannagjá. Öxará tók því að leita í þá átt og að því kom að hún fann sér leið ofan í gjána. Þangað bar hún með sér möl og sand og myndaði hina sléttu velli sem Þingvellir bera vitni um í nafni sínu og voru orðnir til áður en alþingi var stofnað, en kannski ekki löngu áður. Aðalfarvegur árinnar var þó enn um sinn suður hjá Kárastöðum um Árfarið og til ósa hjá Skálabrekku. Það var ekki fyrr en eftir stofnun alþingis árið 930 að áin fór að renna að staðaldri niður í Almannagjá, hvort sem það var af völdum fornmanna eða ekki. 4. mynd. Flóð á Þingvöllum 25. febrúar 2013. – A flood in Öxará on February 25, 2013. Ljósm./Photo: Einar Á.E. Sæmundsen.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.