Náttúrufræðingurinn - 2020, Síða 62
Náttúrufræðingurinn
62
Ritrýnd grein / Peer reviewed
6. mynd. Urosolenia Round & R.M. Crawford
úr Þingvallavatni. – Urosolenia Round & R.M.
Crawford from Lake Thingvallavatn. Teikning/
Drawing: Ostenfeld & Wesenberg-Lund 1906.2
Teikning 1–3: Urosolenia eriensis (H.L. Smith) Round
& R.M. Crawford (Rhizosolenia eriensis H.L. Smith)
Teikning 4–5: Urosolenia longiseta (O. Zacharias)
Edlund & Stoermer (Rhizosolenia stagnalis Zacharias
/ R. longiseta var. stagnalis Zacharias)
er eitt af einkennum ættkvíslarinnar
að lítill kísill er í skeljunum. Þær sáust
varla í ljóssmásjá og birtust eins og
skuggi í rafeindasmásjá. Þess vegna þarf
að auka skerpu bæði við myndatöku
og myndvinnslu til að geta séð innan-
frumna-eiginleika eins og þverrákir hjá
þessum þörungum (7. mynd). Það er því
bæði erfitt að greina ættkvíslina í Þing-
vallavatni og að greina tegundir hennar
að við talningu.
Asterionella Hasall
Ostenfeld og Wesenberg-Lund2 nefna
A. formosa Hasall sem eina af fáum
tegundum svifþörunga í Þingvallavatni.
Pétur M. Jónasson og félagar3 telja
hana mikilvæga sumartegund. Hún er
auðgreinanleg og frumurnar eru ýmist
tengdar saman á endunum í stjörnulaga
þyrpingu (8. mynd, t.v.) eða stakar. Þessi
rannsókn hefur leitt í ljós að hún er ein
algengasta tegundin í svifinu. Óvenju-
legt ástand var í Þingvallavatni árið 2016
og hurfu Aulacoseira-tegundirnar og A.
formosa nánast úr svifinu um sumarið
og haustið. Þegar dag fór að lengja í
mars 2017 tók A. formosa vaxtarkipp og
varð algengasta tegundin í vorhámark-
inu (1. tafla) það árið.
Lengd mældra einstaklinga í Þing-
vallavatni var á milli 60 og 73 µm og
þykktin á milli 2,2 og 3,1 µm. Frumurnar
voru stundum stakar en oftast tengdar
saman á endunum í einkennandi
stjörnulaga þyrpingu. Fruma A. formosa
er frábrugðin frumu hinnar tegundar-
innar af svifþörungum með staflaga
öskjur (þ.e. Nitzschia holsatica sem
fjallað er um á eftir), meðal annars á
þann hátt að fruma A. formosa er línu-
leg (e. linear) með kúlulaga þykknun
(e. capitate) við endana en N. holsatica
mjókkar til endanna (e. lanceolate).
Nitzschia Hassall
N. holsatica Hustedt er algeng í svif-
inu að vori og um sumarið. Frumurnar
eru ýmist tengdar saman á endunum
í stjörnulaga þyrpingu (8. mynd, t.h.)
eða stakar. Skeljar ættkvíslarinnar hafa
mjóa rifu (e. raphe) eftir endilangri skel-
inni. Oftast nær rifan frá báðum endum
að miðju. Þar er þykknun í skelinni (e.
central nodule). Rifan er í upphleyptum
kili og er einn kjölur á hvorum skeljar-
hluta. Þvert á rifuna í kilinum eru þver-
bönd á skelinni (e. fibulae).12
Ostenfeld og Wesenberg-Lund2
sáu þessa tegund og greindu hana sem
Synedra acus f. delicatissima. Pétur
M. Jónasson og félagar3 greindu ætt-
kvíslina til Nitzschia Hassall og tegund-
ina sem N. holsatica Hustedt. Lengd
mældra eintaka í Þingvallavatni var á
milli 30 og 90 µm. Fjöldi þverbanda
mældist oftast á milli 16 og 18 á hverja
10 µm og var lengra á milli miðjuþver-
banda en annarra. Því miður náðist það
einkenni ekki á mynd við þessa raf-
eindasmásjártöku og er það því verkefni
til framtíðar. Mjög erfitt er að sjá grein-
ingareinkenni tegundarinnar í ljóssmá-
sjá og því mikilvægt að hafa rafeinda-
smásjármyndir til hliðsjónar. Krammer
og Lange-Bertalot12 telja að N. holsatica
sé samheiti fyrir N. paleacea Grunow
in Van Heurck, en í gagnagrunninum
AlgaeBase11 er N. holsatica skráð sem
viðurkennt tegundarheiti.
GULLÞÖRUNGAR
(Chrysophyta / Chrysophyceae).
Dinobryon Ehrenberg
Ostenfeld og Wesenberg-Lund2 taka
sérstaklega fram að þeir hafi ekki fundið
tegundir af ættkvíslinni Dinobryon í
vatninu 1902 til 1903. Pétur M. Jónasson
og félagar3 geta ættkvíslarinnar ekki,
en í yfirlitsskýrslu Náttúrufræðistofu
Kópavogs 20124 eru fimm Dinobryon-
tegundir nafngreindar. Það að tegundir
af ættkvíslinni Dinobryon finnast nú í
vatninu gæti verið ein vísbending um að
breytingar á tegundasamsetningu séu
að eiga sér stað.
D. sociale (Ehrenberg) Ehrenberg er
keilulaga (e. conical), eins og blómavasi,
30 til 70 µm á lengd og 8 til 10 µm á
breidd.13 Í Þingvallavatni (9. mynd)
mældist hún 50 til 60 µm á lengd og
breiddin var um 7 til 10 µm við miðju.
ÁLYKTANIR
Eins og dæmin í þessari grein sýna
er algengt að tegundarheiti sem smá-
sæir kísilþörungar hafa fengið við
greiningu í ljóssmásjá taki breytingum
þegar sömu tegundarform eru skoðuð
í rafeindasmásjá. Skoðun sýna í raf-
eindasmásjá þarf að vera hluti þör-
ungarannsókna, að minnsta kosti þegar
örsmáar tegundir eru til rannsóknar,
því að með rafeindasmásjánni er unnt
að greina á milli tegunda sem virðast
svipaðar í ljóssmásjá.
SEM-rafeindasmásjáin er hent-
ugt tæki til þess að draga fram stækk-
aða mynd af yfirborði og uppbyggingu
einfruma þörunga sem greindir eru á
grundvelli yfirborðseinkenna og útlits.
Smásjáin sem notuð var í þessari rann-
sókn hefur nokkra kosti fram yfir hefð-
bundnar SEM-rafeindasmásjár. Í hefð-
bundinni SEM-rafeindasmásjá verða
sýni að vera rafleiðandi á yfirborðinu, og
því þarf að húða þau með efni á borð við
gull, blöndu úr gulli og palladíum, plat-
ínu og osmíum, sem er kostnaðarsamt.14
Þá getur húðun hulið örsmá útlitsein-
kenni á sýninu og dregið þannig úr gildi
niðurstaðna. Í þessari SEM rafeindasmá-
sjá verða sýni ekki að vera rafleiðandi og
sýnin sem notuð voru í rannsókninni
voru ekki húðuð eða rafleiðandi.
Með þessari nýju kynslóð SEM-
rafeindasmásjár hafa höfundar tekið
rafeindasmásjármyndir af smásæjum