Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Síða 62

Náttúrufræðingurinn - 2020, Síða 62
Náttúrufræðingurinn 62 Ritrýnd grein / Peer reviewed 6. mynd. Urosolenia Round & R.M. Crawford úr Þingvallavatni. – Urosolenia Round & R.M. Crawford from Lake Thingvallavatn. Teikning/ Drawing: Ostenfeld & Wesenberg-Lund 1906.2 Teikning 1–3: Urosolenia eriensis (H.L. Smith) Round & R.M. Crawford (Rhizosolenia eriensis H.L. Smith) Teikning 4–5: Urosolenia longiseta (O. Zacharias) Edlund & Stoermer (Rhizosolenia stagnalis Zacharias / R. longiseta var. stagnalis Zacharias) er eitt af einkennum ættkvíslarinnar að lítill kísill er í skeljunum. Þær sáust varla í ljóssmásjá og birtust eins og skuggi í rafeindasmásjá. Þess vegna þarf að auka skerpu bæði við myndatöku og myndvinnslu til að geta séð innan- frumna-eiginleika eins og þverrákir hjá þessum þörungum (7. mynd). Það er því bæði erfitt að greina ættkvíslina í Þing- vallavatni og að greina tegundir hennar að við talningu. Asterionella Hasall Ostenfeld og Wesenberg-Lund2 nefna A. formosa Hasall sem eina af fáum tegundum svifþörunga í Þingvallavatni. Pétur M. Jónasson og félagar3 telja hana mikilvæga sumartegund. Hún er auðgreinanleg og frumurnar eru ýmist tengdar saman á endunum í stjörnulaga þyrpingu (8. mynd, t.v.) eða stakar. Þessi rannsókn hefur leitt í ljós að hún er ein algengasta tegundin í svifinu. Óvenju- legt ástand var í Þingvallavatni árið 2016 og hurfu Aulacoseira-tegundirnar og A. formosa nánast úr svifinu um sumarið og haustið. Þegar dag fór að lengja í mars 2017 tók A. formosa vaxtarkipp og varð algengasta tegundin í vorhámark- inu (1. tafla) það árið. Lengd mældra einstaklinga í Þing- vallavatni var á milli 60 og 73 µm og þykktin á milli 2,2 og 3,1 µm. Frumurnar voru stundum stakar en oftast tengdar saman á endunum í einkennandi stjörnulaga þyrpingu. Fruma A. formosa er frábrugðin frumu hinnar tegundar- innar af svifþörungum með staflaga öskjur (þ.e. Nitzschia holsatica sem fjallað er um á eftir), meðal annars á þann hátt að fruma A. formosa er línu- leg (e. linear) með kúlulaga þykknun (e. capitate) við endana en N. holsatica mjókkar til endanna (e. lanceolate). Nitzschia Hassall N. holsatica Hustedt er algeng í svif- inu að vori og um sumarið. Frumurnar eru ýmist tengdar saman á endunum í stjörnulaga þyrpingu (8. mynd, t.h.) eða stakar. Skeljar ættkvíslarinnar hafa mjóa rifu (e. raphe) eftir endilangri skel- inni. Oftast nær rifan frá báðum endum að miðju. Þar er þykknun í skelinni (e. central nodule). Rifan er í upphleyptum kili og er einn kjölur á hvorum skeljar- hluta. Þvert á rifuna í kilinum eru þver- bönd á skelinni (e. fibulae).12 Ostenfeld og Wesenberg-Lund2 sáu þessa tegund og greindu hana sem Synedra acus f. delicatissima. Pétur M. Jónasson og félagar3 greindu ætt- kvíslina til Nitzschia Hassall og tegund- ina sem N. holsatica Hustedt. Lengd mældra eintaka í Þingvallavatni var á milli 30 og 90 µm. Fjöldi þverbanda mældist oftast á milli 16 og 18 á hverja 10 µm og var lengra á milli miðjuþver- banda en annarra. Því miður náðist það einkenni ekki á mynd við þessa raf- eindasmásjártöku og er það því verkefni til framtíðar. Mjög erfitt er að sjá grein- ingareinkenni tegundarinnar í ljóssmá- sjá og því mikilvægt að hafa rafeinda- smásjármyndir til hliðsjónar. Krammer og Lange-Bertalot12 telja að N. holsatica sé samheiti fyrir N. paleacea Grunow in Van Heurck, en í gagnagrunninum AlgaeBase11 er N. holsatica skráð sem viðurkennt tegundarheiti. GULLÞÖRUNGAR (Chrysophyta / Chrysophyceae). Dinobryon Ehrenberg Ostenfeld og Wesenberg-Lund2 taka sérstaklega fram að þeir hafi ekki fundið tegundir af ættkvíslinni Dinobryon í vatninu 1902 til 1903. Pétur M. Jónasson og félagar3 geta ættkvíslarinnar ekki, en í yfirlitsskýrslu Náttúrufræðistofu Kópavogs 20124 eru fimm Dinobryon- tegundir nafngreindar. Það að tegundir af ættkvíslinni Dinobryon finnast nú í vatninu gæti verið ein vísbending um að breytingar á tegundasamsetningu séu að eiga sér stað. D. sociale (Ehrenberg) Ehrenberg er keilulaga (e. conical), eins og blómavasi, 30 til 70 µm á lengd og 8 til 10 µm á breidd.13 Í Þingvallavatni (9. mynd) mældist hún 50 til 60 µm á lengd og breiddin var um 7 til 10 µm við miðju. ÁLYKTANIR Eins og dæmin í þessari grein sýna er algengt að tegundarheiti sem smá- sæir kísilþörungar hafa fengið við greiningu í ljóssmásjá taki breytingum þegar sömu tegundarform eru skoðuð í rafeindasmásjá. Skoðun sýna í raf- eindasmásjá þarf að vera hluti þör- ungarannsókna, að minnsta kosti þegar örsmáar tegundir eru til rannsóknar, því að með rafeindasmásjánni er unnt að greina á milli tegunda sem virðast svipaðar í ljóssmásjá. SEM-rafeindasmásjáin er hent- ugt tæki til þess að draga fram stækk- aða mynd af yfirborði og uppbyggingu einfruma þörunga sem greindir eru á grundvelli yfirborðseinkenna og útlits. Smásjáin sem notuð var í þessari rann- sókn hefur nokkra kosti fram yfir hefð- bundnar SEM-rafeindasmásjár. Í hefð- bundinni SEM-rafeindasmásjá verða sýni að vera rafleiðandi á yfirborðinu, og því þarf að húða þau með efni á borð við gull, blöndu úr gulli og palladíum, plat- ínu og osmíum, sem er kostnaðarsamt.14 Þá getur húðun hulið örsmá útlitsein- kenni á sýninu og dregið þannig úr gildi niðurstaðna. Í þessari SEM rafeindasmá- sjá verða sýni ekki að vera rafleiðandi og sýnin sem notuð voru í rannsókninni voru ekki húðuð eða rafleiðandi. Með þessari nýju kynslóð SEM- rafeindasmásjár hafa höfundar tekið rafeindasmásjármyndir af smásæjum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.