Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 103

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 103
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 103 mýsins töldust aðalfæða 50,0% urriða- seiða á fyrsta ári (3,6–5,9 cm, 0+), en ryk- mýspúpur voru aðalfæða 20,8% seiða. Fullorðin skordýr og aðrar fæðugerðir voru aðalfæða 16,7% urriðaseiðanna. Af fullorðnum skordýrum var vægi bitmýs- flugna mest, eða 12,5%. Rykmýspúpur voru aðalfæða 32,3% bleikjuseiða (3,8– 8,3 cm) en bitmýslirfur voru aðalfæða 29,0% seiðanna og flugur aðalfæða 17,7% seiðanna. Sviflæg krabbadýr fund- ust einungis í einu bleikjuseiði sem veitt var við Sakkarhólma. Skörun fæðusam- setningar var rétt undir marktækni milli urriða- og laxaseiða, eða 59,5%. Hún var allnokkur en ekki marktæk milli laxa- og bleikjuseiða (48,1%) og urriða- og bleikjuseiða (57,9%) (1. tafla). FÆÐA SEIÐA VIÐ ALVIÐRU Fæða var greind úr samtals 420 seiðum sem rafveidd voru við Alviðru (stöð 630, 2. og 3. mynd) í ágúst til október á árunum 1986–2016. Af þeim voru 343 laxaseiði, 68 urriðaseiði og 9 bleikjuseiði. Flest voru laxaseiðin á fyrsta ári (0+) eða 196, 115 voru eins árs (1+) og 32 voru tveggja ára (2+). Lengd þeirra var á bilinu 2,9–14,5 cm. Aldur urriðaseiða var 0+ (46 seiði) og 1+ (22 seiði), og þau voru 3,2–15,5 cm löng. Bleikjuseiðin voru á sama aldursbili og urriðaseiðin, 8 á fyrsta ári og 1 eins árs, og var lengd þeirra 4,9–11,7 cm. Aðal- fæða 68,8% laxaseiða sem veidd voru við Alviðru var bitmýslirfur (Simuliidae) (4. mynd B). Vorflugulirfur (Trichoptera) voru aðalfæða 14,3% laxaseiða. Fæða urriðaseiða var fyrst og fremst púpur rykmýs (Chironomidae). Hjá 38,2% urriðaseiða voru rykmýspúpur aðalfæða, hjá 14,7% seiða voru það vorflugulirfur, hjá 16,2% seiða bitmýslirfur og hjá 16,2% urriðaseiða var aðalfæðan fullorðin skordýr sem tekin voru á vatnsyfirborði eða við það. Fullorðin skordýr og ryk- mýspúpur voru hvort um sig aðalfæða 33,3% bleikjuseiða, en bitmýslirfur voru aðalfæða 22,2% bleikjuseiða. Skörun ( ) fæðusamsetningar milli lax og urriða var ómarktæk, eða 47,2%, og einnig milli lax og bleikju, eða 34,2%. Skörunin var hins vegar marktæk, eða 66,4%, milli urriða og bleikju. Skörunin milli þeirra er mest í rykmýspúpum og bitmýslirfum. Meðal annarra dýra sem fundust í maga laxfiskaseiða í Sogi, og flokkuð voru sem aðrar fæðugerðir, voru vatna- bobbar (Radix peregra), tvívængju- lirfur (Diptera), ánar (Oligochaeta), vatnamítlar (Hydracarina) og köngulær (Araneae), auk ógreinanlegra fæðuleifa. Vægi mismunandi fæðuflokka í fæðu laxaseiða í Sogi við Alviðru, skipt eftir aldri seiðanna, sýnir að nokkur munur var á fæðu eftir aldri (stærð) (5. mynd). Hjá langmestum hluta laxaseiða á fyrsta ári (0+, 2,9–5,9 cm) voru bitmýslirfur aðalfæðan, eða hjá 84,2% seiða. Að sama skapi voru bitmýslirfur aðalfæða í meirihluta (56,5%) seiða á öðru ári (1+, 5,6–11,4 cm), en hjá 22,6% laxaseiða voru vorflugulirfur aðalfæðan og meðal 8,7% 1+ seiða voru fullorðin skordýr aðalfæðan. Vorflugulirfur voru aðal- fæða 53,1% laxaseiða á þriðja ári (2+, 8,8–14,5 cm), en hjá 18,8% 2+ seiða voru bitmýslirfur aðalfæðan. Skörun (α) fæðusamsetningar milli aldurshópa 0+ og 1+ laxaseiða var marktæk, eða 69,0%, en ekki á milli 1+ og 2+, eða 51,8%, og mjög lítil og ómarktæk milli 0+ og 2+, 27,4% (1. tafla). Skörun milli 0+ og 1+ var mest í bitmýslirfum og rykmýspúpum, en var hins vegar í ýmsum fæðu- gerðum milli 1+ og 2+. 3. mynd. Sýnum til fæðurannsókna var safnað í Sogi við Sakkarhólma (Stöð 609, efri mynd) ofarlega í ánni og við Alviðru (Stöð 630, neðri mynd) neðarlega í ánni. – Sampling sites in River Sog were at Sakkarhólmi (upper), in upper reaches, and at Alviðra (lower) in lower reaches. Ljósm./Photos Veiðimálastofnun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.