Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 103
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
103
mýsins töldust aðalfæða 50,0% urriða-
seiða á fyrsta ári (3,6–5,9 cm, 0+), en ryk-
mýspúpur voru aðalfæða 20,8% seiða.
Fullorðin skordýr og aðrar fæðugerðir
voru aðalfæða 16,7% urriðaseiðanna. Af
fullorðnum skordýrum var vægi bitmýs-
flugna mest, eða 12,5%. Rykmýspúpur
voru aðalfæða 32,3% bleikjuseiða (3,8–
8,3 cm) en bitmýslirfur voru aðalfæða
29,0% seiðanna og flugur aðalfæða
17,7% seiðanna. Sviflæg krabbadýr fund-
ust einungis í einu bleikjuseiði sem veitt
var við Sakkarhólma. Skörun fæðusam-
setningar var rétt undir marktækni milli
urriða- og laxaseiða, eða 59,5%. Hún var
allnokkur en ekki marktæk milli laxa-
og bleikjuseiða (48,1%) og urriða- og
bleikjuseiða (57,9%) (1. tafla).
FÆÐA SEIÐA VIÐ ALVIÐRU
Fæða var greind úr samtals 420
seiðum sem rafveidd voru við Alviðru
(stöð 630, 2. og 3. mynd) í ágúst til
október á árunum 1986–2016. Af þeim
voru 343 laxaseiði, 68 urriðaseiði og
9 bleikjuseiði. Flest voru laxaseiðin á
fyrsta ári (0+) eða 196, 115 voru eins árs
(1+) og 32 voru tveggja ára (2+). Lengd
þeirra var á bilinu 2,9–14,5 cm. Aldur
urriðaseiða var 0+ (46 seiði) og 1+ (22
seiði), og þau voru 3,2–15,5 cm löng.
Bleikjuseiðin voru á sama aldursbili og
urriðaseiðin, 8 á fyrsta ári og 1 eins árs,
og var lengd þeirra 4,9–11,7 cm. Aðal-
fæða 68,8% laxaseiða sem veidd voru við
Alviðru var bitmýslirfur (Simuliidae) (4.
mynd B). Vorflugulirfur (Trichoptera)
voru aðalfæða 14,3% laxaseiða. Fæða
urriðaseiða var fyrst og fremst púpur
rykmýs (Chironomidae). Hjá 38,2%
urriðaseiða voru rykmýspúpur aðalfæða,
hjá 14,7% seiða voru það vorflugulirfur,
hjá 16,2% seiða bitmýslirfur og hjá 16,2%
urriðaseiða var aðalfæðan fullorðin
skordýr sem tekin voru á vatnsyfirborði
eða við það. Fullorðin skordýr og ryk-
mýspúpur voru hvort um sig aðalfæða
33,3% bleikjuseiða, en bitmýslirfur voru
aðalfæða 22,2% bleikjuseiða. Skörun ( )
fæðusamsetningar milli lax og urriða var
ómarktæk, eða 47,2%, og einnig milli lax
og bleikju, eða 34,2%. Skörunin var hins
vegar marktæk, eða 66,4%, milli urriða
og bleikju. Skörunin milli þeirra er mest í
rykmýspúpum og bitmýslirfum.
Meðal annarra dýra sem fundust í
maga laxfiskaseiða í Sogi, og flokkuð
voru sem aðrar fæðugerðir, voru vatna-
bobbar (Radix peregra), tvívængju-
lirfur (Diptera), ánar (Oligochaeta),
vatnamítlar (Hydracarina) og köngulær
(Araneae), auk ógreinanlegra fæðuleifa.
Vægi mismunandi fæðuflokka í fæðu
laxaseiða í Sogi við Alviðru, skipt eftir
aldri seiðanna, sýnir að nokkur munur
var á fæðu eftir aldri (stærð) (5. mynd).
Hjá langmestum hluta laxaseiða á fyrsta
ári (0+, 2,9–5,9 cm) voru bitmýslirfur
aðalfæðan, eða hjá 84,2% seiða. Að
sama skapi voru bitmýslirfur aðalfæða
í meirihluta (56,5%) seiða á öðru ári
(1+, 5,6–11,4 cm), en hjá 22,6% laxaseiða
voru vorflugulirfur aðalfæðan og meðal
8,7% 1+ seiða voru fullorðin skordýr
aðalfæðan. Vorflugulirfur voru aðal-
fæða 53,1% laxaseiða á þriðja ári (2+,
8,8–14,5 cm), en hjá 18,8% 2+ seiða voru
bitmýslirfur aðalfæðan. Skörun (α)
fæðusamsetningar milli aldurshópa 0+
og 1+ laxaseiða var marktæk, eða 69,0%,
en ekki á milli 1+ og 2+, eða 51,8%, og
mjög lítil og ómarktæk milli 0+ og 2+,
27,4% (1. tafla). Skörun milli 0+ og 1+ var
mest í bitmýslirfum og rykmýspúpum,
en var hins vegar í ýmsum fæðu-
gerðum milli 1+ og 2+.
3. mynd. Sýnum til fæðurannsókna var safnað í Sogi við Sakkarhólma (Stöð 609, efri mynd)
ofarlega í ánni og við Alviðru (Stöð 630, neðri mynd) neðarlega í ánni. – Sampling sites in River
Sog were at Sakkarhólmi (upper), in upper reaches, and at Alviðra (lower) in lower reaches.
Ljósm./Photos Veiðimálastofnun.