Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 57
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
57
Ritrýnd grein / Peer reviewed
Notkun rafeindasmásjár
við tegundagreiningu
svifþörunga í Þingvallavatni
Gunnar Steinn Jónsson og Kesara Anamthawat-Jónsson
Náttúrufræðingurinn 90 (1), bls. 57–64, 2020
HÉR ERU BIRTAR MYNDIR úr SEM-rafeindasmásjá (e. Scanning Electron Micro-
scope) af nokkrum algengum svifþörungum í Þingvallavatni. Þeir eru sýndir í
meiri stækkun og í betri upplausn en áður hefur verið unnt. Það hjálpar til við að
minnka óvissu um flokkun þeirra og tegundarheiti. Einnig eru raktar eldri upplýs-
ingar um tegundirnar eða ættkvíslir þeirra í vatninu. Niðurstöður rannsóknanna
sem hér eru birtar eru árangur samstarfs um myndatöku með rafeindasmá-
sjá og liður í endurskoðun greiningar til tegunda í þörungasvifi Þingvallavatns.
Rafeindasmásjármyndirnar birtast hér til þess að aðrir sérfræðingar geti dregið
ályktanir á eigin forsendum við greiningu. Vegna vistfræðilegra rannsókna,
svo sem þörungatalninga við litla stækkun, er einnig mikilvægt að hægt sé að
vísa til niðurstaðna rannsókna í rafeindasmásjá varðandi þörungaform sem
verið er að vinna með, en ekki er unnt að greina til tegundar í ljóssmásjá.
INNGANGUR
Nýlega var í Náttúrufræðingnum gerð
grein fyrir sögu svifþörungarannsókna í
Þingvallavatni.1 Danirnir Carl Hansen
Ostenfeld og Carl Wesenberg-Lund
rannsökuðu vatnið árin 1902–1903.2
Þeir nafngreindu 28 tegundir svifþör-
unga og birtu teikningar af nokkrum
þeirra. Þessir svifþörungar tilheyrðu
fylkingum kísilþörunga, gullþörunga,
skoruþörunga, grænþörunga og blá-
grænna baktería. Á árunum 1974 til 1987
voru gerðar yfirgripsmiklar rannsóknir
í Þingvallavatni og í kjölfar þeirra voru
nafngreindar 34 tegundir svifþörunga
af sömu fylkingum og áður, auk dul-
þörunga.3 Náttúrufræðistofa Kópavogs
sendi sýni til greiningar hjá kanadísku
fyrirtæki á árunum 2007–2010 og nafn-
greinir í framhaldinu 80 tegundir þör-
unga í svifi Þingvallavatns.4 Tólf af þeim
er rétt að skilgreina sem slæðinga af
botni. Að þessu sinni bættust við þör-
ungar úr fylkingum augnþörunga og
haftþörunga.
Sífellt aukinn fjöldi svifþörunga-
tegunda í sýnum leiddi til þess að
hafin var skipulögð rannsókn og grein-
ingarendurskoðun á þörungum í Þing-
vallavatni. Fyrri tegundalistar og eldri
gögn, þar með taldar ljósmyndir og
teikningar, eru hafðir til hliðsjónar við
rannsóknina og tegundarheiti endur-
metin eftir atvikum. Markmiðið er
að fyrir liggi gagnablöð fyrir alla þör-
unga vatnsins, með ljósmyndum og
upplýsingum, sem styrki ákvarðanir
um tegundarheiti. Nú þegar liggur
fyrir listi og gagnablöð fyrir 56 þör-
unga í svifi Þingvallavatns, 47 sem eru
nafngreindir til tegunda og níu til ætt-
kvísla.5 Viðfangsefni þessarar greinar
eru átta tegundir kísilþörunga og ein
tegund gullþörunga af þeim lista. Hlið-
stæð gagnablöð verða gerð fyrir botn-
þörunga vatnsins.
AÐFERÐIR
SÖFNUN OG VARÐVEISLA SÝNA
Árin 2015 til 2017 var 100 ml sýnum
safnað reglulega við útfallið við Stein-
grímsstöð. Í hvert sýni var bætt um 15
dropum af sterkri joðlausn til varðveislu.
Unnið var úr þessum sýnum sem mest
jafnóðum og þau ekki geymd lengur en