Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2020, Page 57

Náttúrufræðingurinn - 2020, Page 57
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 57 Ritrýnd grein / Peer reviewed Notkun rafeindasmásjár við tegundagreiningu svifþörunga í Þingvallavatni Gunnar Steinn Jónsson og Kesara Anamthawat-Jónsson Náttúrufræðingurinn 90 (1), bls. 57–64, 2020 HÉR ERU BIRTAR MYNDIR úr SEM-rafeindasmásjá (e. Scanning Electron Micro- scope) af nokkrum algengum svifþörungum í Þingvallavatni. Þeir eru sýndir í meiri stækkun og í betri upplausn en áður hefur verið unnt. Það hjálpar til við að minnka óvissu um flokkun þeirra og tegundarheiti. Einnig eru raktar eldri upplýs- ingar um tegundirnar eða ættkvíslir þeirra í vatninu. Niðurstöður rannsóknanna sem hér eru birtar eru árangur samstarfs um myndatöku með rafeindasmá- sjá og liður í endurskoðun greiningar til tegunda í þörungasvifi Þingvallavatns. Rafeindasmásjármyndirnar birtast hér til þess að aðrir sérfræðingar geti dregið ályktanir á eigin forsendum við greiningu. Vegna vistfræðilegra rannsókna, svo sem þörungatalninga við litla stækkun, er einnig mikilvægt að hægt sé að vísa til niðurstaðna rannsókna í rafeindasmásjá varðandi þörungaform sem verið er að vinna með, en ekki er unnt að greina til tegundar í ljóssmásjá. INNGANGUR Nýlega var í Náttúrufræðingnum gerð grein fyrir sögu svifþörungarannsókna í Þingvallavatni.1 Danirnir Carl Hansen Ostenfeld og Carl Wesenberg-Lund rannsökuðu vatnið árin 1902–1903.2 Þeir nafngreindu 28 tegundir svifþör- unga og birtu teikningar af nokkrum þeirra. Þessir svifþörungar tilheyrðu fylkingum kísilþörunga, gullþörunga, skoruþörunga, grænþörunga og blá- grænna baktería. Á árunum 1974 til 1987 voru gerðar yfirgripsmiklar rannsóknir í Þingvallavatni og í kjölfar þeirra voru nafngreindar 34 tegundir svifþörunga af sömu fylkingum og áður, auk dul- þörunga.3 Náttúrufræðistofa Kópavogs sendi sýni til greiningar hjá kanadísku fyrirtæki á árunum 2007–2010 og nafn- greinir í framhaldinu 80 tegundir þör- unga í svifi Þingvallavatns.4 Tólf af þeim er rétt að skilgreina sem slæðinga af botni. Að þessu sinni bættust við þör- ungar úr fylkingum augnþörunga og haftþörunga. Sífellt aukinn fjöldi svifþörunga- tegunda í sýnum leiddi til þess að hafin var skipulögð rannsókn og grein- ingarendurskoðun á þörungum í Þing- vallavatni. Fyrri tegundalistar og eldri gögn, þar með taldar ljósmyndir og teikningar, eru hafðir til hliðsjónar við rannsóknina og tegundarheiti endur- metin eftir atvikum. Markmiðið er að fyrir liggi gagnablöð fyrir alla þör- unga vatnsins, með ljósmyndum og upplýsingum, sem styrki ákvarðanir um tegundarheiti. Nú þegar liggur fyrir listi og gagnablöð fyrir 56 þör- unga í svifi Þingvallavatns, 47 sem eru nafngreindir til tegunda og níu til ætt- kvísla.5 Viðfangsefni þessarar greinar eru átta tegundir kísilþörunga og ein tegund gullþörunga af þeim lista. Hlið- stæð gagnablöð verða gerð fyrir botn- þörunga vatnsins. AÐFERÐIR SÖFNUN OG VARÐVEISLA SÝNA Árin 2015 til 2017 var 100 ml sýnum safnað reglulega við útfallið við Stein- grímsstöð. Í hvert sýni var bætt um 15 dropum af sterkri joðlausn til varðveislu. Unnið var úr þessum sýnum sem mest jafnóðum og þau ekki geymd lengur en
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.