Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 58

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 58
Náttúrufræðingurinn 58 örfáar vikur. Þessi sýnasöfnun var ætluð til greiningar með fasasmásjá. Á tímabil- inu frá mars til október 2017 var einnig safnað sérstaklega eins lítra sýnum til myndatöku í rafeindasmásjá. Strax eftir sýnatöku voru þörungarnir botnfelldir. Þörungum úr eins lítra sýni var þjappað niður í um 2 ml sýni með botnfellingu í stöðugt minni glerílátum og að lokum varðveitt í 2 ml lokuðum sýnaglösum. Þessi sýni voru geymd í kæli. ÚRVINNSLA SÝNA Ljóssmásjár Notuð var „Utermöhl-aðferð“ við smásjárskoðun svifþörunganna úr Þing- vallavatni.6 Fimmtíu ml hlutsýni var hellt í sívalning og þörungarnir látnir falla til botns í „Hydro Bios“-talningar- búnaði (e. counting chamber) í tvo sól- arhringa. Smásjáin sem notuð var í þetta verkefni er OPTIKA XDS-2 viðsnúin fasasmásjá (e. phase contrast) þar sem hlutglerin (e. objective) eru undir sýn- inu. Svifþörungar voru greindir og taldir með hlutgleri með 20× stækkun og sjóngleri (e. ocular) með 10× stækkun. Myndir voru teknar í gegnum hlut- glerið en einnig í gegnum 60× hlutgler við hefðbundna lýsingu (e. bright field). Það hlutgler er frá óþekktum framleið- anda en gefur sæmilega góðan fókus og ljósbrotsáhrif í því eru lítil. SEM-rafeindasmásjá Lítilsháttar vökvamagn var dregið upp með pípettu úr 2 ml glösunum og einn til tveir dropar settir á koltöflur. Koltöflurnar voru 12 mm í þvermál, af gerðinni Adhesive Carbon Tabs G3347N (frá Agar Scientific Ltd. í Bret- landi). Vökvadropinn var síðan látinn þorna í um eina viku við stofuhita. Þör- ungarnir sem sitja eftir á töflunum þurfa helst að hafa nokkuð jafna dreifingu, ekki of gisna og ekki of þétta. Sjö slíkum töflum var komið fyrir á sleða sem rennt var í sýnahólf rafeindasmásjárinnar til skönnunar og myndatöku með raf- eindageislum við lágan þrýsting (30 PA) og háa spennu (10 kV). Með rafeindasmásjánni sem notuð var í þessari rannsókn, JEOL model JSM-6610LV, má skanna og mynda óhúðuð og ekki rafleiðandi lífræn sýni undir lágum þrýstingi við loft- tæmi. Hægt er að ná mikilli upplausn á afmörkuðu svæði sem er til skoðunar. Tæknilega getur smásjáin spannað 5× til 300.000× stækkun og náð hámarks- upplausn á bilinu 3 til 4 nm við 30 kV spennu. Hefðbundin SEM-tækni getur náð upplausn á bilinu 50 til 100 nm og stækkun á bilinu 20× til um það bil 30.000×. Í þessari rannsókn var notuð 10 kV spenna til rafeindahröðunar. Við þá spennu er upplausnin ennþá mikil og hentaði vel til að skoða uppbyggingu og smáatriði í skel einfruma kísilþör- unga, sem eru almennt á bilinu 5 til 40 μm að stærð. Við þessa spennu skilar rafeindasmásjáin einnig myndum með 1. mynd. Fjölbreytni kísilþörunga í Þingvallavatni 4. apríl 2017. a: Aulacoseira islandica, b: A. subarctica, c: Asterionella formosa, d: Stephanodiscus minutulus, e: Nitzschia holsatica og f: Urosolenia sp. – Diatom diversity in Lake Thingvallavatn April 4, 2017, a: Aulacoseira islandica, b: A. subarctica, c: Asterionella formosa, d: Stephanodiscus minutulus, e: Nitzschia holsatica and f: Urosolenia sp. Rafeindasmásjá / SEM.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.