Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 58
Náttúrufræðingurinn
58
örfáar vikur. Þessi sýnasöfnun var ætluð
til greiningar með fasasmásjá. Á tímabil-
inu frá mars til október 2017 var einnig
safnað sérstaklega eins lítra sýnum til
myndatöku í rafeindasmásjá. Strax eftir
sýnatöku voru þörungarnir botnfelldir.
Þörungum úr eins lítra sýni var þjappað
niður í um 2 ml sýni með botnfellingu í
stöðugt minni glerílátum og að lokum
varðveitt í 2 ml lokuðum sýnaglösum.
Þessi sýni voru geymd í kæli.
ÚRVINNSLA SÝNA
Ljóssmásjár
Notuð var „Utermöhl-aðferð“ við
smásjárskoðun svifþörunganna úr Þing-
vallavatni.6 Fimmtíu ml hlutsýni var
hellt í sívalning og þörungarnir látnir
falla til botns í „Hydro Bios“-talningar-
búnaði (e. counting chamber) í tvo sól-
arhringa. Smásjáin sem notuð var í þetta
verkefni er OPTIKA XDS-2 viðsnúin
fasasmásjá (e. phase contrast) þar sem
hlutglerin (e. objective) eru undir sýn-
inu. Svifþörungar voru greindir og taldir
með hlutgleri með 20× stækkun og
sjóngleri (e. ocular) með 10× stækkun.
Myndir voru teknar í gegnum hlut-
glerið en einnig í gegnum 60× hlutgler
við hefðbundna lýsingu (e. bright field).
Það hlutgler er frá óþekktum framleið-
anda en gefur sæmilega góðan fókus og
ljósbrotsáhrif í því eru lítil.
SEM-rafeindasmásjá
Lítilsháttar vökvamagn var dregið
upp með pípettu úr 2 ml glösunum og
einn til tveir dropar settir á koltöflur.
Koltöflurnar voru 12 mm í þvermál,
af gerðinni Adhesive Carbon Tabs
G3347N (frá Agar Scientific Ltd. í Bret-
landi). Vökvadropinn var síðan látinn
þorna í um eina viku við stofuhita. Þör-
ungarnir sem sitja eftir á töflunum þurfa
helst að hafa nokkuð jafna dreifingu,
ekki of gisna og ekki of þétta. Sjö slíkum
töflum var komið fyrir á sleða sem rennt
var í sýnahólf rafeindasmásjárinnar
til skönnunar og myndatöku með raf-
eindageislum við lágan þrýsting (30 PA)
og háa spennu (10 kV).
Með rafeindasmásjánni sem notuð
var í þessari rannsókn, JEOL model
JSM-6610LV, má skanna og mynda
óhúðuð og ekki rafleiðandi lífræn
sýni undir lágum þrýstingi við loft-
tæmi. Hægt er að ná mikilli upplausn á
afmörkuðu svæði sem er til skoðunar.
Tæknilega getur smásjáin spannað 5×
til 300.000× stækkun og náð hámarks-
upplausn á bilinu 3 til 4 nm við 30 kV
spennu. Hefðbundin SEM-tækni getur
náð upplausn á bilinu 50 til 100 nm
og stækkun á bilinu 20× til um það bil
30.000×. Í þessari rannsókn var notuð
10 kV spenna til rafeindahröðunar. Við
þá spennu er upplausnin ennþá mikil
og hentaði vel til að skoða uppbyggingu
og smáatriði í skel einfruma kísilþör-
unga, sem eru almennt á bilinu 5 til 40
μm að stærð. Við þessa spennu skilar
rafeindasmásjáin einnig myndum með
1. mynd. Fjölbreytni kísilþörunga í Þingvallavatni 4. apríl 2017. a: Aulacoseira islandica, b: A. subarctica, c: Asterionella formosa,
d: Stephanodiscus minutulus, e: Nitzschia holsatica og f: Urosolenia sp. – Diatom diversity in Lake Thingvallavatn April 4, 2017,
a: Aulacoseira islandica, b: A. subarctica, c: Asterionella formosa, d: Stephanodiscus minutulus, e: Nitzschia holsatica and f:
Urosolenia sp. Rafeindasmásjá / SEM.