Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 116
Náttúrufræðingurinn
116
Þingvallavatn og baráttan um veginn
Tryggvi Felixson
1. mynd. Kóngsvegurinn liggur yfir Mosfellsheiði, austur að Laugarvatni og að Geysi og áfram
að Þjórsárbrú. Hér hlykkjast hann um Þingvallaþjóðgarð. Neðst á myndinni er Hrafnagjá þar sem
Kóngsvegurinn fer yfir á hafti í gjánni. Síðan liggur stígurinn frá Hrafnagjánni niður hallann gegnum
barrskóginn og áfram heldur stígurinn niður á bílveginn og kemur inn á hann við Vatnsvikið. Bílveg-
urinn sést í sveig um Vatnsvikið og áfram til vinstri í átt til Gjábakka. Ljósm. Ragnar Th. Sigurðsson.
INNGANGUR
Vigdís Finnbogadóttir segir í aðfara-
orðum bókar Péturs M. Jónassonar
og Páls Hersteinssonar um Þingvalla-
vatn1 að vatnið sé gersemi Íslands,
geislandi af náttúrufegurð og vafið
ljóma sögunnar. Þjóðargersemi og því
sem næst helgur staður í hugum flestra
landsmanna, mætti bæta við þessi orð
Vigdísar. Við þetta vatn ólst Pétur M.
Jónasson upp. Það hafði mótandi áhrif
á líf hans og viðhorf til náttúruverndar.
Þjóðhátíðarárið 1974 gerir Pétur, þá
prófessor í vatnalíffræði við Kaup-
mannahafnarháskóla og vísindamaður
sem nýtur alþjóðlegar viðurkenningar,
samning við formann Þingvallanefndar,
Framsóknarmanninn Eystein Jónsson,
um rannsóknir á vatninu. Næstu þrjá-
tíu ár helgar Pétur sig þessum rann-
sóknum. Rannsóknirnar leiða í ljós
að Þingvallavatn á sér fáa líka í ver-
öldinni. Vatnið er náttúruundur sem
getur sagt okkur sögu um framvindu
lífsins og þróun tegundanna. Það hefur
alþjóðlegt vísindalegt gildi en þar birt-
ist Mið-Atlantshafshryggurinn á þurru
landi, sjálf skilin á milli tveggja heims-
álfa. Á Þingvöllum er fyrsti þjóðgarður
landsins, stofnaður á fyrrihluta síð-
ustu aldar og færður á heimsminjaskrá
UNESCO í upphafi þessarar aldar. Það
liggur ljóst fyrir að stjórnvöld gera það
sem í þeirra valdi stendur til að vernda
Þingvelli og vatnið. Nema hvað? Hinn
27. mars 2008 gerir Pétur M. Jónasson
kunnugt að hann þurfi að höfða mál á
hendur vegamálastjóra til ógildingar
úrskurði umhverfisráðherra um mat
á umhverfisáhrifum Gjábakkavegar í
Árnessýslu (1. mynd). Sama vor auglýsir
Vegagerðin eftir tilboðum í vegafram-
kvæmdir.2 Hvað hefur brugðist?
Náttúrufræðingurinn 90 (1), bls. 116–125, 2020