Náttúrufræðingurinn - 2020, Qupperneq 66
Náttúrufræðingurinn
66
1. mynd. Sýnatökustaðirnir við Þingvallavatn og Sog. Brotnu línurnar tákna grunnvatnsstrauma eins og þeir voru skilgreindir af Freysteini Sigmundssyni
og Guttormi Sigbjarnasyni.5 – A map showing the location of sampling spots in Lake Þingvallavatn and River Sog. The broken lines represent ground-
water flow as described by Freysteinn Sigmundsson and Guttormur Sigbjarnason.5
AÐFERÐIR
Hér verða kynntar niðurstöður
greininga á efnasamsetningu innflæðis
í Þingvallavatn og útstreymis úr því á
árunum 2007 til 2014.6 Lindarvatns-
sýnum var á tímabilinu safnað einu
sinni á ári úr Silfru og Vellankötlu við
norðurenda vatnsins, og fjórum sinnum
á ári, vetur, sumar, vor og haust, úr
útfalli vatnsins við Steingrímsstöð.
Söfnunarstaðirnir í vatninu eru sýndir
á korti á 1. mynd, en auk þess eru ljós-
myndir af lindunum tveimur, Silfru
og Vellankötlu á 2. mynd. Sambærileg
vöktun á efnainnihaldi vatns í Sogi við
Þrastarlund hefur staðið yfir frá 1998
og eru gögn þaðan birt til samanburðar
við niðurstöður um vatnið í útfallinu.
Öll vatnssýnin voru síuð með
0,2 µm Cellolose Acetate síum og
Sartorius teflon-síuhaldara. Vatni úr
Silfru og Vellankötlu var dælt beint úr
lindunum í sýnaglösin gegnum síubún-
aðinn. Slanga var látin síga niður í Silfru
í næstu sprunguopnu ofan við köf-
unarpallinn. Vatni úr Vellankötlu var
safnað með því að láta slöngu síga ofan
í sprungu í klöpp stutt frá staðnum þar
sem vatnið vellur upp úr Vellankötlu
sjálfri úti í Þingvallavatni. Það var gert
til að forðast blöndun lindarvatnsins
við Þingvallavatnið sjálft.
Vatni var safnað af stíflunni við
Steingrímsstöð (hér á eftir kallað útfall
eða útfall við Steingrímsstöð) og úr
Sogi af brú við Þrastarlund var safnað
í sama söfnunarleiðangri. Eru sýnin því
sambærileg hvað varðar tímasetningar
og söfnunaraðferðir. Í útfallinu við
Steingrímsstöð var vatni safnað framan
við opna botnloku á stíflunni. Sýnunum
var safnað í brúsa sem síað var úr innan
30 mínútna frá söfnun.
Styrkur uppleystra efna var greindur
á Jarðvísindastofnun Háskólans, hjá
ALS Scandinavia í Svíþjóð og hjá
Umeå Marina Forskningscentrum í
Svíþjóð. Styrkur aðalefna var greindur
með jónaskilju og spanglóðartæki
(ICP-OES) og styrkur snefilefna með
spanglóðartæki með massagreini
(ICP-MS). Styrkur næringarefna var
greindur með sjálfvirkum litrófsmæli.
Basavirkni (e. alkalinity) og sýru-
stig (pH-gildi) vatnsins voru mæld
daginn eftir söfnun með rafskauti og
títrun. Leyst lífrænt kolefni var mælt
með frumefnagreini.
Meðaltal efnagreiningarniðurstaðna
frá árunum 2007 til 2014 er sýnt í við-
auka. Árstíðabundið meðaltal var, ásamt
staðalfráviki, reiknað fyrir niðurstöður
úr sýnum úr útfallinu við Steingríms-
stöð og eru gefin upp fjögur gildi, fyrir
vetur, vor, sumar og haust. Vetrarsýni
eru þau sem safnað var frá desember
til mars, vorsýni frá því í apríl og maí,
sumarsýni frá júní til ágúst og haustsýni
frá september til nóvember. Þessi leið er
Langjökull
0 5 102,5 km
Sog við Þrastarlund
Miðfellsstraumur
útfall við Steingrímsstöð
Veðurstofa Íslands 2012
Þingvalla-
vatn
Silfra
Vellankatla