Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 66

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 66
Náttúrufræðingurinn 66 1. mynd. Sýnatökustaðirnir við Þingvallavatn og Sog. Brotnu línurnar tákna grunnvatnsstrauma eins og þeir voru skilgreindir af Freysteini Sigmundssyni og Guttormi Sigbjarnasyni.5 – A map showing the location of sampling spots in Lake Þingvallavatn and River Sog. The broken lines represent ground- water flow as described by Freysteinn Sigmundsson and Guttormur Sigbjarnason.5 AÐFERÐIR Hér verða kynntar niðurstöður greininga á efnasamsetningu innflæðis í Þingvallavatn og útstreymis úr því á árunum 2007 til 2014.6 Lindarvatns- sýnum var á tímabilinu safnað einu sinni á ári úr Silfru og Vellankötlu við norðurenda vatnsins, og fjórum sinnum á ári, vetur, sumar, vor og haust, úr útfalli vatnsins við Steingrímsstöð. Söfnunarstaðirnir í vatninu eru sýndir á korti á 1. mynd, en auk þess eru ljós- myndir af lindunum tveimur, Silfru og Vellankötlu á 2. mynd. Sambærileg vöktun á efnainnihaldi vatns í Sogi við Þrastarlund hefur staðið yfir frá 1998 og eru gögn þaðan birt til samanburðar við niðurstöður um vatnið í útfallinu. Öll vatnssýnin voru síuð með 0,2 µm Cellolose Acetate síum og Sartorius teflon-síuhaldara. Vatni úr Silfru og Vellankötlu var dælt beint úr lindunum í sýnaglösin gegnum síubún- aðinn. Slanga var látin síga niður í Silfru í næstu sprunguopnu ofan við köf- unarpallinn. Vatni úr Vellankötlu var safnað með því að láta slöngu síga ofan í sprungu í klöpp stutt frá staðnum þar sem vatnið vellur upp úr Vellankötlu sjálfri úti í Þingvallavatni. Það var gert til að forðast blöndun lindarvatnsins við Þingvallavatnið sjálft. Vatni var safnað af stíflunni við Steingrímsstöð (hér á eftir kallað útfall eða útfall við Steingrímsstöð) og úr Sogi af brú við Þrastarlund var safnað í sama söfnunarleiðangri. Eru sýnin því sambærileg hvað varðar tímasetningar og söfnunaraðferðir. Í útfallinu við Steingrímsstöð var vatni safnað framan við opna botnloku á stíflunni. Sýnunum var safnað í brúsa sem síað var úr innan 30 mínútna frá söfnun. Styrkur uppleystra efna var greindur á Jarðvísindastofnun Háskólans, hjá ALS Scandinavia í Svíþjóð og hjá Umeå Marina Forskningscentrum í Svíþjóð. Styrkur aðalefna var greindur með jónaskilju og spanglóðartæki (ICP-OES) og styrkur snefilefna með spanglóðartæki með massagreini (ICP-MS). Styrkur næringarefna var greindur með sjálfvirkum litrófsmæli. Basavirkni (e. alkalinity) og sýru- stig (pH-gildi) vatnsins voru mæld daginn eftir söfnun með rafskauti og títrun. Leyst lífrænt kolefni var mælt með frumefnagreini. Meðaltal efnagreiningarniðurstaðna frá árunum 2007 til 2014 er sýnt í við- auka. Árstíðabundið meðaltal var, ásamt staðalfráviki, reiknað fyrir niðurstöður úr sýnum úr útfallinu við Steingríms- stöð og eru gefin upp fjögur gildi, fyrir vetur, vor, sumar og haust. Vetrarsýni eru þau sem safnað var frá desember til mars, vorsýni frá því í apríl og maí, sumarsýni frá júní til ágúst og haustsýni frá september til nóvember. Þessi leið er Langjökull 0 5 102,5 km Sog við Þrastarlund Miðfellsstraumur útfall við Steingrímsstöð Veðurstofa Íslands 2012 Þingvalla- vatn Silfra Vellankatla
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.