Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 120
Náttúrufræðingurinn
120
0
500
1000
1500
2000
2500
3000
2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019
Þingvallavegur við Gjábakka
Fjöldi ökutækja á sólarhring
Fj
öl
di
Ár
Meðaltal á ári
Meðaltal að sumri
Meðaltal að vetri
5. mynd. Þróun bílaumferðar á Þingvallavegi
við Gjábakka 2006–2019. Myndin sýnir fjölda
bíla að meðaltali á sólarhring. Minni umferð
2018 til 2019 má líklega rekja til endurbóta og
lokunar Gjábakkavegar innan Þjóðgarðsins.
Fallið gæti verið vísbending um að a.m.k. um
þriðjungur ferða sé gegnumstreymisumferð.
Heimild: Umferðartalning Vegagerðarinnar.15
b Lögverndarsjóður náttúru og umhverfis var stofnaður árið 2002 í því skyni að veita fjárhagsstuðning til að fá úrlausn vegna lögfræðilegra álita-
mála sem snerta náttúru- og umhverfisvernd. Stofnendur voru meðal annars Landvernd og Fuglavernd.
STEFNA
Í mars 2008 stefnir Pétur M. Jón-
asson Vegagerðinni. Guðjón Ólafur
Jónsson hæstarréttarlögmaður flytur
málið.16 Þess er krafist að úrskurður
umhverfisráðherra frá 10. maí 2007
verði ógiltur. Til vara að hann verði
ógiltur hvað varðar leið 7 vestur Eld-
borgahraun að Þingvallavegi.
Málaferlin
Málatilbúnaður fyrir dómstólum var
bæði lagatæknilegur og efnislegur.
Aðalkrafan – ógilding á úrskurði
Lögum um mat á umhverfisáhrifum
var breytt 24. maí 2005 og tóku
breytingarnar gildi 1. október sama ár.
Í fyrsta lagi var því krafist ógildingar
vegna þess að matið hafði ekki farið fram
samkvæmt gildandi lögum, en Vega-
gerðin hóf seinna mat vegar 365 á vor-
dögum 2005 og skilaði skýrslu 30. sept-
ember sama ár. Vegagerðin óskaði eftir
því að matið færi eftir gömlu lögunum
en ekki þeim sem tóku gildi degi síðar.
Hins vegar kom í ljós að skýrslan var
ófullburða skjal og þurfti því að breyta
henni og bæta við hana eftir skilatímann
til þess hún yrði matstæk. Viðbætur og
lagfæringar sem fylgdu í kjölfarið voru
svo umfangsmiklar að lögmanni Péturs
þóttu þær benda sterklega til þess að
skýrslan sem skilað var fyrir 1. október
hafi í raun verið málamyndagjörningur.
Í öðru lagi var krafist ógildingar mats-
ins vegna meints vanhæfis skipulags-
stjóra sem undirritaði úrskurðinn og
umsagnir til umhverfisráðherra í eft-
irfarandi kæruferli. Sonur þáverandi
skipulagsstjóra hafði umsjón með mats-
ferlinu fyrir hönd verkfræðistofu sem
vann á vegum Vegagerðarinnar að mál-
inu. Þessi vensl voru tilefni efasemda
um hæfi skipulagsstjóra. Efasemdir
um hæfi eru nægjanleg forsenda til að
ógilda niðurstöðu.
Í þriðja lagi voru færð rök fyrir því að
andmælaréttur Péturs M. Jónassonar í
kæruferlinu hefði verið brotinn þar sem
hann fékk ekki tækifæri til að kynna sér
og tjá sig um efni sem höfðu verulega
þýðingu fyrir afgreiðslu málsins.
Í fjórða lagi var krafist ógildingar þar
sem rannsóknarreglan hefði verið brotin.
Í kæruferlinu hafði ekki verið leitað
umsagnar mikilvægra aðila á borð við
Þingvallanefnd, Náttúrufræðistofnun
Íslands, Ferðamálaráð og Náttúru-
fræðistofu Kópavogs sem sér um vöktun
vatnsins. Ráðherra sinnti ekki heldur
áskorunum og aðvörunum nær allra
vatnafræðinga og vatnalíffræðinga sem á
þeim tíma störfuðu á landinu.
Í fimmta og síðasta lagi var krafist
ógildingar þar sem umhverfisráðherra
byggði úrskurð sinn meðal annars á
reglugerð, um verndun Þingvallavatns,
sem ekki var í gildi þegar sjálft
matið fór fram.
Varakrafa – fella úr gildi mat
á leið 7 yfir Eldborgahraun
Varakrafa var gerð um að úrskurður
umhverfisráðherra yrði ógiltur hvað
varðar leið 7 vestur Eldborgahraun
að Þingvallavegi. Hún var studd fjöl-
mörgum efnislegum rökum um veruleg
óafturkræf umhverfisáhrif vegarins og
um að þær fullyrðingar stæðust ekki
efnisleg rök að vegurinn bætti sam-
göngur í Bláskógabyggð og yki umferð-
aröryggi og aðgengi ferðamanna og
gesta frístundabyggðar. Meðal annars
var vísað til þess að rök um akstur skóla-
barna úr Þingvallasveit að Laugarvatni
væru ekki haldbær og sama væri að
segja um styttingu ferðatíma. Tilgreind
voru sennileg áhrif á einstakt lífríki
Þingvallavatns, svo sem á dverg- og
kuðungableikju í Ólafsdrætti þar sem
vaxandi bílaumferð myndi auka nitur-
mengun og þar með þörungablóma.
Hætta á mengun á framtíðarvatnsbóli
suðvesturhluta landsins og óafturkræf
spjöll á Eldborgahrauninu voru einnig
tilgreind. Bent var á að allir fagaðilar á
sviði umhverfis- og náttúrumála hefðu
tekið undir þessi sjónarmið.
DÓMUR
Hinn 5. desember 2008 liggur fyrir
dómur héraðsdóms.17 Dómarar fallast
hvorki á lagatæknileg né efnisleg rök.
Vegagerðin er sýknuð, bæði af aðal-
kröfu og varakröfu. Málskostnaður er
felldur niður.
Lögverndarsjóður náttúru og um-
hverfis vegna lögfræðilegra álitamálab
hafði staðið undir kostnaði við mála-
ferlin. Þegar lagt var mat á rökstuðn-
ing dómsins og fjárhagsstöðu sjóðsins
var ekki talið mögulegt að halda þeim
stuðningi áfram. Pétur var þó ekki
á sama máli og lögmaður hans taldi
ekki óhugsandi að niðurstaða Hæsta-
réttar gæti orðið önnur. Ein skýring