Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 53

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 53
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 53 hreiðurstærð. Upprétt hreiður og stað- setning innan blómapotts höfðu há gildi á meginþætti 2, staðsetning hreiðurs á hreiðurdiski og sandur til skrauts skýrðu breytileika á meginþætti 3, og að lokum þyngd sands og flatarmál hreiðurs á meginþætti 4. Flokkun hreiðranna með fjölþáttagreiningu styður því við sjón- ræna flokkun (2. tafla). Hraunhængarnir voru með mark- tækt lægstu gildin á meginþætti 2 (t = -2,20, p = 0,04), sem tengdist upp- réttum hreiðrum, byggðum inni í blómapottinum, en annar breytileiki í hreiðurgerð var ekki marktækt ólíkur á milli hænga af svæðunum þremur. Hins vegar var munur á milli svæða þegar kom að tíma í biðlunardansi (Kruskal- Wallis 2 = 12,22, p = 0,00), árásargirni (Kruskal-Wallis 2 = 8,36, p = 0,02) og tíma við snyrtingu hreiðurs (Kruskal- Wallis 2 = 10,02, p = 0,01). Hrygnur af báðum svæðum völdu frekar hænga sem vörðu miklum tíma til biðlunardans en hrygnur af hraun- svæðinu völdu frekar hænga með lág gildi á meginþætti 2, þ.e. þá sem höfðu sett saman upprétt hreiður inni í blóma- pottinum (3. tafla). UMRÆÐUR Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að töluverður breytileiki er í hreiðurgerð hornsílahænga í Þing- vallavatni. Jafnvel við staðlaðar að- stæður í rannsóknarstofu er hreiður- gerð mismunandi hjá hængum sem koma frá ólíkum búsvæðum í vatninu. Upprétt hreiður voru einkennandi fyrir hænga af hraunbúsvæðum og hrygnur af hraunbúsvæðum sýndu meiri áhuga á hængum með upprétt hreiður. Það má leiða líkur að því að hreiðurgerð endur- spegli umhverfisaðstæður á hverju búsvæði og sé því mögulega þáttur í erfðafræðilegum aðskilnaði hornsíla innan vatnsins. Þessi rannsókn var einungis fram- kvæmd yfir eitt hrygningartímabil og sýnastærðin er það lítil að rannsóknin er í eðli sínu lýsandi. Einungis kom fram marktækur munur á hreiðrum hæng- anna frá hraunsvæðinu, sem voru, eins og fyrr sagði, þau einu sem voru upprétt (1. tafla; 5. mynd). Öll fjögur uppréttu hreiðrin voru staðsett við blómapottinn, og gefur það til kynna að hreiðurgerðin 1. tafla. Yfirlit yfir eiginleika og atferli hornsílahænga í tilraun frá þremur ólíkum búsvæðum í Þingvallavatni. – Overview over male stickleback life history traits, behavior and nest traits in experimental setup from three different habitats in Lake Þingvallavatn. Hraunsvæði Lava habitat Meðaltal Mean SF SE Grunnur gróinn botn Shallow vegetated habitat Meðaltal Mean SF SE Kransþörungasvæði Nitella habitat Meðaltal Mean SF SE Lengd / Length (cm) 4,3 0,3 4,4 0,3 4,1 0,2 Þyngd / Weight (g) 1,0 0,2 1,0 0,3 0,8 0,1 Rauður litur / Red colour (%) 5,8 1,8 6,5 1,8 7,6 1,5 Einkunn lits / Colour score 2,3 1,4 2,2 0,3 2,7 0,3 Atferli / Behaviour Biðlunaratferli / Courtship (%) 14,2 9,5 20,6 12,4 18,3 8,0 Umhirða hreiðurs / Nest maintenance (%) 16,2 10,2 15,7 11,9 39,2 15,0 Árásaratferli / Aggression (%) 2,6 2,0 2,9 1,9 1,9 1,2 Hreiðurgerð / Nest structure cm2 blautt / wet 19,2 9,7 17,3 14,0 16,1 6,2 cm2 þurrt / dry 18,5 5,5 15,2 4,9 14,1 4,2 Þyngd / Weight (g) 1,7 0,9 1,9 1,1 1,6 0,9 Gróður / Vegetation (g) 0,5 0,3 0,3 0,1 0,4 0,1 Sandur / Sand (g) 1,2 0,7 1,6 0,9 1,3 0,8 Fjöldi leiðistráa / Nos. leaderstraws 0,6 0,5 0,7 0,9 0,9 0,4 Hreiðurgerð / Nest type* I 7 5 5 II 3 3 III 4 * Hreiðurgerðir eru skilgreindar í niðurstöðukaflanum og dæmi sýnd í 5. mynd. / Visual classifications of nest types are defined in the methods and examples are shown in Fig. 5.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.