Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2020, Qupperneq 115

Náttúrufræðingurinn - 2020, Qupperneq 115
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 115 heiðina til að forða Þingvallavatni frá niturmengandi bifreiðaumferð. • Fara að kröfum UNESCO um að fjarlægja barrtré og barrlundi úr þjóðgarðinum og halda áfram upp- kaupum á sumarbústöðum í einkaeign. • Stjórnvöld verða að senda form- lega umsókn um skráningu nátt- úru Þingvallasvæðisins – þar með talins vatnasviðsins – á heimsminja- skrá UNESCO. Grundvöllur slíkrar skráningar er meðal annars einstök landslagsheild og lífríki, sýnileiki plötuskilanna og virkni þeirra nú á tímum, fjögur bleikjuafbrigði og nýlega fundin krabbadýra af tveimur tegundum sem hvergi hafa fundist annars staðar í heiminum. LITIÐ UM ÖXL Höfundur hefur þekkt og fylgst með þróun Þingvallasvæðisins í tæpa öld. Ég var smali á Eldborgahrauninu í tíu sumur og sem vísindamaður notaði ég tækifærið til að mæla flestallt sem mæl- anlegt er í vistkerfi Þingvallavatns og vatnasviðs. Örlögin höguðu því þannig að ég gat notað reynslu mína frá veiði í Þingvallavatni í æsku til rannsókna síðar. Sem prófessor í vatnalíffræði við Kaupmannahafnarháskóla gafst mér tækifæri til að gera heildstæða vistfræðirannsókn á Þingvallavatni og vatnasviði þess. Vatnalíffræðistofnun Hafnarháskóla er sú næstelsta á sínu sviði í veröldinni og ein af mest virtu vatnalíffræðistofnunum heims með stóran hóp starfsmanna sem fást við hinar ólíku greinar vatnalíffræðinnar. Án samstarfs við Alþingi, Lands- virkjun, Orkuveitu Reykjavíkur og fjölda annarra íslenskra og erlendra aðila hefðu hinar umfangsmiklu rann- sóknir á Þingvallavatni ekki verið mögu- legar. Vatnalíffræðideild Kaupmanna- hafnarháskóla lagði fram sérstaklega stóran skerf til rannsóknanna og hafði á að skipa mörgum sérfræðingum og tæknifólki. Nú er slíkur möguleiki tæp- lega fyrir hendi. UNESCO-HEIÐURINN ER ÓMETANLEGUR! Ég vona að Alþingi standi við alþjóð- legar skuldbindingar gagnvart UNESCO og láti ekki Þingvallavatn verða nitur- mengun að bráð eins og nú er að gerast. Slíkt tekst aldrei að endurbæta. Nýlega fór ég um Þingvallaskóg – þann hluta sem er án barrtrjáa – aldrei hef ég séð eins mikið blómahaf bláskóg- anna: Árangurinn af 85 ára friðun frá sauðfjárbeit í þjóðgarðinum. Látum ekki taka frá okkur heiðurinn af UNESCO-friðun Þingvallavatns. Slíkt hefur áður gerst annars staðar, ef ekki er farið að reglum. Pétur M. Jónasson (f. 1920) er einn ötulasti vatnalíf- fræðingur Íslands. Hann lauk magistersprófi frá háskól- anum í Kaupmannahöfn 1952 og var styrkþegi Danska vísindaráðsins 1953–1957. Árið 1956 hóf hann hóf hann kennslu í vatnalíffræði við Hafnarháskóla, lauk dokt- orsprófi 1972 og var skipaður prófessor í vatnalíffræði við skólann 1977 og jafnframt forstöðumaður Vatnalíf- fræðistofnunar Kaupmannahafnarháskóla. Pétur lét af kennslu 1990, en hélt áfram að vinna að rannsóknum til dagsins í dag. Pétur er félagi í ýmsum samtökum fræðimanna, þar á meðal vísindaakademíum Dana og Norðmanna og Vísindafélagi Íslendinga. Hann var um tíma formaður Alþjóðafélags vatnalíffræðinga og Hins íslenska fræðafélags í Kaupmannannahöfn. Á Íslandi er Pétur kunnastur fyrir rannsóknir sínar og samstarfs- manna sinna á lífríki Mývatns og Þingvallavatns og hafa niðurstöður þeirra meðal annars verið birtar í bókinni Þingvallavatn – Undraheimur í mótun í ritstjórn Péturs og Páls Hersteinssonar. Bókin hlaut íslensku bók- menntaverðlaunin árið 2002. Bætt og aukin útgáfa bók- arinnar Thingvallavatn – a unique world evolving kom út á ensku 2011. Pétur M. Jónasson var sæmdur heiðurs- doktorsnafnbót við Háskóla Íslands árið 2001. Hann hlaut verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2012 fyrir að hafa með framúrskarandi fræðistörfum á sviði vatna- líffræði í Danmörku og á Íslandi lagt fram mikilvægan skerf til að styrkja vísindasamstarf þjóðanna. UM HÖFUNDINNÞAKKIR Ég þakka Alþingi og öllum vísindamönnunum sem komu að rannsóknun- um fyrir frábært og áhugavert samstarf í 45 ár. Ennfremur þakka ég Land- vernd og Tryggva Felixsyni framkvæmdastjóra fyrir að hafa átt frumkvæði að því að hjálpa mér að fara með lagningu hinnar niturmengandi hrað- brautar Vegagerðarinnar fyrir héraðsdóm. Augljóst var að vegurinn mundi vera niturmengandi og þar með eyðileggjandi fyrir lífríki Þingvallavatns. Vegagerðin hafði ekki sinnt niturmælingum sem umhverfisráðherra kvað á um að skyldu gerðar. Dómurinn var neikvæður – verndaði hvorki vatnasvið né vatn. Höfundur þessarar greinar áfrýjaði dómi héraðsdóms til hæstarétt- ar til þess að fá álit æðsta dómstóls Íslands á íslenskri náttúruvernd fram í dagsljósið og sannreyna þannig virðingu hans fyrir náttúru landsins og náttúruvernd á einum allra helgasta og dýrmætasta stað þjóðarinnar og raunar mannkyns, þjóðargerseminni Þingvelli og umhverfi. Þessi staða svæðisins í menningarsögulegu og náttúrufræðilegu tilliti er byggð á og staðfest með yfirgripsmiklum alþjóðlegum vísindarannsóknum. Dómur- inn var neikvæður. Ég þakka Ragnheiði H. Þórarinsdóttur frá Eiðum, sér- fræðingi í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, sem bauð mér til Ís- lands til að ræða við friðunarsérfræðinga UNESCO, dr. Phillips og dr. Grayt. Það hafði afgerandi áhrif á árangur á friðun Þingvallavatns, vatna- sviðsins og lífríkis vatnsins, þar eð stofnar bleikjugerðanna voru friðaðir og þar með allt Þingvallavatn. Ég þakka Helga Bjarnasyni í Landsvirkjun og Einari Gunnlaugssyni hjá Orku- veitu Reykjavíkur frábært samstarf frá upphafi rannsóknanna. Ég þakka Jó- hannesi Nordal fyrrverandi seðlabankastjóra og Ágústu Johnson skrifstofu- stjóra hjá Seðlabanka Íslands fyrir frábæran stuðning. Án tengsla þeirra við Landsvirkjun hefði farið lítið fyrir rannsóknum okkar. Pétur M. Jónasson Lendemosevej 4, A111 Gl Holte 2850 Nærum Danmörku PÓSTFANG HÖFUNDAR / AUTHOR'S ADDRESS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.