Náttúrufræðingurinn - 2020, Síða 89
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
89
fullu fram sama ár og breytingarnar eiga
sér stað í veðrinu. Þau ár sem skera sig
úr með mjög lágan ársmeðallofthita á
vatnasviðinu, svo sem 1969 (2,3°C), 1973
(2,4°C), 1981 (2,1°C) og 1989 (2,2°C), sem
eru meðal fimm köldustu ára á tímabil-
inu, eru jafnframt meðal fimm köldustu
ára í sjálfu vatninu – 1969 (3,8°C), 1973
(3,8°C), 1981 (3,8°C) og 1989 (3,9°C).
Ár sem skera sig úr með hlýindum í
ársmeðallofthita, svo sem 2003 (5,4°C),
2010 og 2012 (5,0°C), 2014 (5,6°C) og
2016 (5,7°C), sem eru fimm hlýjustu
árin á vatnasviðinu, eru jafnframt öll, að
árinu 2014 undanskildu, meðal hlýjustu
ára í Þingvallavatni – 2003 (5,7°C), 2010
(5,4°C), 2012 (5,3°C), 2014 (5,0°C) og
2016 (5,5°C).
SAMANBURÐUR VIÐ MÝVATN
OG ELLIÐAVATN
Þau eru ekki mörg stöðuvötnin á
Íslandi þar sem vatnshiti hefur verið
skráður með jafn-ýtarlegum hætti og
til jafn-langs tíma og í Þingvallavatni.
Aðeins Mývatn og Elliðavatn komast
nálægt Þingvallavatni í þessu samhengi.
Í útfalli Mývatns í Geirastaðaskurði
hefur vatnshiti verið skráður á fjögurra
klukkustunda fresti síðan í febrúar 1972
og hafa gögn þar að lútandi verið birt
fyrir tímabilið 1972–1998.38,40,41 Í útfalli
Elliðavatns við stíflugarðinn hefur
vatnshiti verið skráður að jafnaði á
fjögurra klukkustunda fresti síðan síðla
í ágúst 1988.14,42
Árið 1979 er langkaldasta árið á
vatnasviði Þingvallavatns á tímabilinu
1962–2016, með 1,3°C í ársmeðalloft-
hita. Við fyrstu sýn skýtur það eilítið
skökku við að það ár skuli ársmeð-
alvatnshitinn í Þingvallavatni ekki
hafa verið lægri en raun ber vitni, þ.e.
4,4°C. Skýringin á þessu er líkast til
sú að árið 1979 lagði vatnið snemma,
strax 3. janúar, og hélst ís lengi á vatn-
inu, allt fram í miðjan maí. Það gerir
132 ísadaga, sem er mesti skráði fjöldi
ísadaga á vatninu frá upphafi mæl-
inga árið 1974 (2. viðauki).31,32 Vegna
íssins var Þingvallavatn einangrað frá
beinum áhrifum kólnunar af völdum
lofts og vinda, sem ella hefur mikil
áhrif á vatnshitabúskap stöðuvatna.31
Ár / Year Ár / Year Ár / Year
A – ársmeðaltöl / Yearly mean B – Júlí / July C – Október / October
1970 1980 1990 2000 2010 2020
3
4
5
6
1970 1980 1990 2000
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
1970 1980 1990 2000
0
1
2
3
4
5
6
7
8
Va
tn
sh
iti
/
La
ke
T
(°
C
)
Va
tn
sh
iti
/
La
ke
T
(°
C
)
Va
tn
sh
iti
/
La
ke
T
(°
C
)
9. mynd. (A) Ársmeðalhiti í Mývatni (blátt) á árabilinu 1972–98 og í Þingvallavatni (rautt) 1972–2016. (B) Meðalhiti 1972–98 í júlí í Mývatni (blátt)
og Þingvallavatni (rautt). (C) Meðalhiti 1972–98 í nóvember í Mývatni (blátt) og Þingvallavatni (rautt). Gögn frá Mývatni ná til áranna 1972–98
og mælt í Geirastaðaskurði.38 Vegnar línur eru dregnar milli mæligilda með aðferð minnstu kvaðrata (þanstuðull =1,00). (A) Yearly mean water
temperature in Lake Mývatn (blue) and Lake Þingvallavatn (red) during 1972–2016. (B) Monthly mean temperature 1972–1998 in July in Mývatn
(blue) and Þingvallavatn (red). (C) Monthly mean temperature 1972–1998 in November in Mývatn (blue) and Þingvallavatn (red).38 Lines are drawn
by method of distance-weighted-least-squares with (tension = 1.0).
Ís
ad
ag
ar
/
Ic
ed
ay
s
r = -0,735
p<<0,001
1970 1980 1990 2000 2010 2020
Ár / Year
0
50
100
150
8. mynd. Ísadagar á Þingvallavatni. Fjöldi daga með fastan ís á öllu vatninu
veturna 1974–2017. r er Pearsons fylgnistuðull. — Number of days with
comple ice cover on Lake Þingvallavatn during 1974–2017. r is Pearsons
correlation coefficient.