Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 123

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 123
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 123 þjóðgarðsins skal vera friðað í því skyni að varðveita ásýnd þess sem helgi- staðar þjóðarinnar og til að viðhalda eins og kostur er hinu upprunalega náttúrufari [3. gr.]“. Í Þingvallavatns- lögunum (85/2005)4 segir ennfremur: „Innan þjóðgarðsins er óheimilt að gera nokkuð það sem getur spillt vatni eða mengað það, bæði yfirborðsvatn og grunnvatn [3. gr.]. … Vernda skal lífríki Þingvallavatns og gæta þess að raska ekki búsvæðum og hrygningarstöðvum bleikjuafbrigða og urriðastofna sem nú lifa í vatninu [4. gr.].“ Ákvæðin eru mjög skýr um verndun lífríkisins í vatinu og því hefði mátt búast við að nefndin léti til sín taka þegar í matsferlinu kom fram rökstuddur grunur um að vegur 365 hefði neikvæð áhrif á lífríki vatnsins. Svo að segja allir þar til bærir vísinda- menn á landinu voru sammála um það. Rannsóknir bentu til þess að vatnið væri þegar undir áhrifum ofauðgunar og að vaxandi bílaumferð, samkvæmt spá Vegagerðarinnar, myndi óhjákvæmilega auka það álag. Reynslan sýnir að ofauð- gun getur haft mikil áhrif á búsvæði og afkomu fjölda tegunda í vatninu. Ef marka má fundargerðir Þing- vallanefndar var þetta mál á dagskrá nefndarinnar á níu fundum frá 17. des- ember 2002 til 29. nóvember 2010.h Fundargerðirnar staðfesta að Þing- vallanefnd sinnti ekki því lögformlega hlutverki sínu að að vernda lífríki Þing- vallavatns og gæta þess að búsvæðum og hrygningarstöðvum bleikjuafbrigða og urriðastofna í vatninu yrði ekki raskað. Nefndin skipti sér eingöngu af þeim þætti málsins sem sneri að vegarlagn- ingu innan þjóðgarðsins og kom reyndar í veg fyrir að vegurinn næði inn í þjóð- garðinn eins og til stóð á tímabili og að þungaflutningar og flutningar með olíu og önnur spilliefni yrðu leyfðir. Þannig sagði Björn Bjarnason, þá formaður Þingvallanefndar, í tölvupósti til höf- undar þessarar greinar 21. mars 2008: „Ég er ekki málsvari Vegagerðarinnar, afskiptum Þingvallanefndar af þessu máli lauk þegar vegurinn var færður út fyrir þjóðgarðinn.“ Formaðurinn taldi það greinilega ekki vera hlutverk Þing- vallanefndar að vernda þjóðgarðinn gegn spjöllum sem stöfuðu af fram- kvæmdum utan þjóðgarðsins, þótt aug- ljóst væri að þær hefðu mikil áhrif innan þjóðgarðsins. Líklegt er að ef nefndin hefði tekið afstöðu í samræmi við fyr- irmæli laga um „að vernda lífríki vatns- ins“ hefðu mál þróast á annan og betri veg fyrir náttúru svæðisins. Athyglisvert er að lesa fundargerð Þingvallanefndar frá 29. janúar 2004. Á þann fund koma fulltrúar sveitarstjórnar Bláskógabyggðar á fundinn og lýsa sig reiðubúna að taka höndum saman við Þingvallanefnd um stækkun þjóð- garðsins til austurs og norður frá núver- andi mörkum, sem hljóti að vera umsókn til heimsminjaskrárnefndar UNESCO til framdráttar. Formaður segir þá sam- kvæmt fundargerð að „nefndin sækist ekki eftir frekara svæði en það [svo] sem er afmarkað“. Þannig virðist Þingvallanefnd þegar á árinu 2004 hafa verið búin að gefa upp á bátinn hugmynd um að fá vatnið og Þingvelli skráða á heimsminjaskrá sem náttúruminjar og ekki séð neina þörf á stækkun þjóðgarðsins. LÆRDÓMUR Gjábakkavegur er hluti vegar sem áður var nefndur Kóngsvegur, og var lengi stærsta einstaka framkvæmd Íslendinga, einn elsti vegur landsins á nútímavísu, upphaflega reiðvegur sem hestvagnar komust einnig um. Hann var lagður árið 1907 til að auðvelda ferð Friðriks VIII Danakonungs frá Reykjavík til Þing- valla og áfram austur að Geysi og Gull- fossi. Áður var kominn vagnfær vegur frá Reykjavík til Þingvalla. Kóngsvegur var aðlagaður landi og náttúru og er enn í dag vitnisburður um það erfiði og þá útsjónar- semi sem þurfti að beita við vegagerð fyrir tíma stórvirkra vinnuvéla (8. mynd). Þetta var löngu áður en hugtakið mat á umhverfisáhrifum varð til. Nú á dögum telja menn veginn sjálfsagðan hluta af Þingvallasvæðinu og er hann friðlýstur sem mannvirki eldra en 100 ára (Ólafur Örn Haraldsson, munnl. uppl. vor 2020). Lyngdalsheiðarvegur er hins vegar lagður úr takti við landið og umhverfi sitt og er áberandi landslagslýti í áður óröskuðu hrauni. Hann er lagður yfir einhverja mestu vatnsauðlind landsins og beinir umferð um helstu náttúruminjar þjóðarinnar, stuðlar að frekri gegnum- streymisumferð um viðkvæmt svæði og þjóðgarð og bætir í þá mengun sem hugsanlega gæti eytt því einstaka lífríki sem Þingvallavatn býr yfir. Sýnt var með haldbærum rökum að til voru aðrir kostir til að bæta vegasamgöngur á svæðinu. e Fyrir fundinn skrifaði Pétur ýtarlega greinargerð um málið. „Stage of conservation of Thingvellir national park, Iceland, an area on UNESCO’s heritage list,“ dagsetta 7. apríl 2008. f Í bréfinu stendur einnig m.a. „It is urgent, because the Road Authorities are starting the construction work up now. Please give the Icelandic government your warning as soon as possible … In fact the highway is a threat against the unique biodiversity of the sub-arctic area on the top of “the Mid-Atlantic Ridge” as well as to a National Park which is on the World heritage list.“ g „... this has the value that it would be the first of the serial conservation of The Mid-Atlandic Ridge because it is the only lake system right on the top.“ h Fundargerðir Þingvallanefndar frá þessum tíma eru varðveittar á skrifstofu Þingvallanefndar, en hafa ekki verið gerðar aðgengilegar á vefnum. Meðal þeirra verkefna sem heimsminjanefnd Íslands er ætlað í nánustu framtíð er að undir- búa tilnefningu Þingvallasvæðisins á heimsminjaskrána sem náttúrustaðar, sbr. ákvörðun ríkisstjórnarinnar 4. desember 2001. Af þeim sökum hefur nefndin endurskoðað afstöðu sína til spurninga Vegagerðarinnar og þeirra vegastæða sem til umræðu voru. Áhyggjur nefndarinnar felast fyrst og fremst í því að með lagningu þjóðvegar með 90 km hámarks- hraða megi búast við stóraukinni umferð í gegnum Þingvallaþjóðgarð umfram það sem eðlilegt getur talist vegna fjölgunar ferðamanna, sem heimsækja Þingvelli. Með aukinni um- ferð um þjóðgarðinn getur skapast sú hætta, að Þingvellir verði settir á lista yfir heimsminj- ar í hættu, m.a. þar sem umferðarþungi og umferðarhraði mun væntanlega stóraukast í gegnum þjóðgarðinn. Enn fremur eru vísbendingar frá heimsminjaskrifstofu UNESCO um að með því að beina aukinni umferð mjög nálægt vatninu og í gegnum þjóðgarðinn gætu möguleikar Íslands á að fá Þingvelli inn á heimsminjaskrána sem náttúruminjar minnkað. Úr bréfi Heimsminjanefndar Íslands til Vega- gerðarinnar í febrúar 2007 [leturbr. höf.]:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.