Náttúrufræðingurinn - 2020, Qupperneq 117
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
117
VEGUR 365
Í febrúar 1994 leggja þingmennirnir
Guðni Ágústsson og Eggert Haukdal
fram þingsályktunartillögu5 um að Vega-
gerð ríkisins geri „athugun á kostnaði
og þýðingu þess fyrir uppsveitir Árnes-
sýslu að gera brú yfir Hvítá við Bræðra-
tungu og uppbyggðan veg með slitlagi frá
Laugarvatni að Gjábakka, frá Felli að
Múla og yfir Torfastaðaheiði [leturbr.
höf ].“ Tillagan varð ekki útrædd og sú
athugun sem lýst var eftir fór ekki fram.
Tæplega 10 árum síðar birtist „365
Gjábakkavegur“ í samgönguáætlun frá
Alþingi með 100 milljóna króna fram-
lagi árin 2003 og 2004. Vegagerðin til-
kynnir Skipulagsstofnun þessa ráðagerð
16. júlí 2004.6 Í samgönguáætlun fyrir
árin 2005–20087 birtist vegurinn aftur,
en nú sem „365 Lyngdalsheiðarvegur
(af Laugarvatnsvegi hjá Laugarvatni, á
Þingvallaveg við Gjábakka)“ og hefur
fjárveitingin vaxið í 437 milljónir króna.
Í vegaáætlun 2009–2012 segir að lengd
vegarins sé 15 km og kostnaður liðlega
einn milljarður króna. Hinn 15. október
2010 er vegurinn opnaður fyrir umferð.
MEÐ OG Á MÓTI
Í þeim gögnum sem höfundur hefur
kynnt sér virðast helstu rök fyrir lagn-
ingu vegarins hafa verið:
• Stytta leið skólaaksturs barna
úr Þingvallasveit að Laugarvatni
og bæta forsendur fyrir vegasam-
göngum að vetri til.
• Flýta fyrir umferð frá höfuð-
borgarsvæðinu austur í Laugardal
og Biskupstungur. Þar er mikil frí-
stundahúsabyggð. Væntanlegur sölu-
eða leiguhagnaður af frekari frístunda-
húsalóðum.
• Tenging höfuðborgarinnar við full-
burða veg yfir Kjöl, upphleyptan og
klæddan, sem eigi að glæða og greiða
alla umferð milli höfuðborgarsvæð-
isins og Suðurlands annars vegar, og
Norðurlands hins vegar.
• Auka verslun og viðskipti við
ferðamenn og frístundahúsbúa að
Laugarvatni.
Helstu atriði sem mæltu gegn vegi
365 voru þessi:
• Stóraukin umferð. Henni fylgir
ýmiss konar mengun í útblæstri
bíla, mögulegur olíuleki, slysahætta,
hávaði og annað það ónæði sem
umferð hefur yfirleitt í för með
Þingvallavatn er ein af gersemum Íslands, glitrandi af fegurð. Heið-
blátt, djúpt, kalt og tært vatnið kemur alla leið úr Langjökli en við
barm þess getur að líta eitt gjöfulasta hverasvæði Íslands. Eldfjöll
fjallahringsins birtast í öllum regnbogans litum og endurspeglast í
vatninu og auka á unað þess og töfra. Vatnið er miðdepill lands-
lagsins og skapar úr því heild. Bláskógar með ilm birkiskógarins
og litahaf botngróðursins með blágresi, engjarós, undafíflum og
maríustökkum, bláberja-, beiti- og krækiberjalyngi, víðikjarri, fjall-
drapa og skófum í öllum regnbogans litum ásamt víðáttumiklum
sléttum grámosans, sem sífellt breyta um lit, skapar litasinfóníu
sem á fáar sér líkar — að ógleymdu litskrúði haustsins þar sem
eldrautt bláberjalyngið og heiðgulur víðirinn teygja sig upp fjalls-
hlíðarnar og gefa fjöllunum nýjan svip. Það er því ekki að furða þótt
þessi heimur hafi seitt til sín flesta íslenska listmálara til að túlka
töfralitina á léreft. …
Við Þingvallavatn mætast gróður og dýralíf tveggja heimsálfa
– austurs og vesturs – og vatnið er vettvangur þróunar nýrra
tegunda. Engan hafði órað fyrir því að fjórar bleikjugerðir hefðu
þróast á 10.000 ára ferli vatnsins. Það er veraldarundur. Og fyrir
nokkrum árum átti sér stað heimsviðburður á sviði náttúrufræði. Í
Þingvallavatni fannst áður óþekkt marfló sem líklega hefur lifað þar
af ísaldir, í hellum í berginu undir ísnum, hugsanlega í 10 milljón ár.
Þetta er að öllum líkindum elsta vatnadýr landsins og eina helladýr
Norður-Evrópu. Samfelld saga lífs á svæðinu spannar því milljón-
ir ára. Þingvallavatn er nú að nokkru á heimsminjaskrá UNESCO,
ásamt Malawivatni í Austur-Afríku sem er á sama gliðnunarbelti
og Þingvallavatn, ásamt Bækalvatni í Síberíu, vegna lífríkis síns: 4
gerðir silungsafbrigða.
Úr fylgiskjali Péturs M. Jónassonar með greinargerð við
frumvarp til laga um verndun Þingvallavatns og vatnasviðs
þess, sem umhverfisráðherra lagði fram haustið 2004 og
varð að lögum vorið eftir:3,4
sér. Staðbundin aukning mengunar
var talin hafa neikvæð áhrif á við-
kvæmt lífríki Þingvallavatns. Gegn-
umstreymisumferð í þjóðgarðinum
eykst umtalsvert.
• Vegurinn liggur um grunnvatns-
svæði austan Þingvallavatns. Þar
gæti orðið framtíðarvatnsöflunar-
svæði höfuðborgarsvæðisins þegar
grunnvatn fer að þrjóta á núverandi
svæðum. Með veginum er vatnsauð-
lindinni stefnt í hættu.
• Vegurinn er breiður og upphækk-
aður og sker Eldborgahraunið austan
Þingvallavatns sem band og nær bein
lína og spillir landslagi í Þingvalla-
sveit og við jaðar þjóðgarðsins.
• Gjábakkavegur leggst af sem ferða-
mannavegur. Af honum er víða stór-
kostlegt útsýni yfir Þingvallasveit og
er hann því afar hentugur sem hæg-
farinn ferðamannavegur.
• Vegurinn getur torveldað eða jafn-
vel komið í veg fyrir að skrá megi
Þingvallavatn á heimsminjaskrá sem
náttúruarf.