Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2020, Page 116

Náttúrufræðingurinn - 2020, Page 116
Náttúrufræðingurinn 116 Þingvallavatn og baráttan um veginn Tryggvi Felixson 1. mynd. Kóngsvegurinn liggur yfir Mosfellsheiði, austur að Laugarvatni og að Geysi og áfram að Þjórsárbrú. Hér hlykkjast hann um Þingvallaþjóðgarð. Neðst á myndinni er Hrafnagjá þar sem Kóngsvegurinn fer yfir á hafti í gjánni. Síðan liggur stígurinn frá Hrafnagjánni niður hallann gegnum barrskóginn og áfram heldur stígurinn niður á bílveginn og kemur inn á hann við Vatnsvikið. Bílveg- urinn sést í sveig um Vatnsvikið og áfram til vinstri í átt til Gjábakka. Ljósm. Ragnar Th. Sigurðsson. INNGANGUR Vigdís Finnbogadóttir segir í aðfara- orðum bókar Péturs M. Jónassonar og Páls Hersteinssonar um Þingvalla- vatn1 að vatnið sé gersemi Íslands, geislandi af náttúrufegurð og vafið ljóma sögunnar. Þjóðargersemi og því sem næst helgur staður í hugum flestra landsmanna, mætti bæta við þessi orð Vigdísar. Við þetta vatn ólst Pétur M. Jónasson upp. Það hafði mótandi áhrif á líf hans og viðhorf til náttúruverndar. Þjóðhátíðarárið 1974 gerir Pétur, þá prófessor í vatnalíffræði við Kaup- mannahafnarháskóla og vísindamaður sem nýtur alþjóðlegar viðurkenningar, samning við formann Þingvallanefndar, Framsóknarmanninn Eystein Jónsson, um rannsóknir á vatninu. Næstu þrjá- tíu ár helgar Pétur sig þessum rann- sóknum. Rannsóknirnar leiða í ljós að Þingvallavatn á sér fáa líka í ver- öldinni. Vatnið er náttúruundur sem getur sagt okkur sögu um framvindu lífsins og þróun tegundanna. Það hefur alþjóðlegt vísindalegt gildi en þar birt- ist Mið-Atlantshafshryggurinn á þurru landi, sjálf skilin á milli tveggja heims- álfa. Á Þingvöllum er fyrsti þjóðgarður landsins, stofnaður á fyrrihluta síð- ustu aldar og færður á heimsminjaskrá UNESCO í upphafi þessarar aldar. Það liggur ljóst fyrir að stjórnvöld gera það sem í þeirra valdi stendur til að vernda Þingvelli og vatnið. Nema hvað? Hinn 27. mars 2008 gerir Pétur M. Jónasson kunnugt að hann þurfi að höfða mál á hendur vegamálastjóra til ógildingar úrskurði umhverfisráðherra um mat á umhverfisáhrifum Gjábakkavegar í Árnessýslu (1. mynd). Sama vor auglýsir Vegagerðin eftir tilboðum í vegafram- kvæmdir.2 Hvað hefur brugðist? Náttúrufræðingurinn 90 (1), bls. 116–125, 2020
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.