Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 26

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 26
Náttúrufræðingurinn 26 sem notuð voru í úrvinnslu þessa rann- sóknarþáttar. Vöktunin fór fram með stöðluðum hætti öll árin þannig að niðurstöður og mælingar eru saman- burðarhæfar yfir rannsóknartímabilið. SÝNATAKA Á hverju ári hafa verið farnar fjórar ferðir til mælinga og sýnatöku í Þing- vallavatni, samtals 40 ferðir. Vorferðir voru farnar á tímabilinu 8. maí til 2. júní, miðsumarsferðir á tímabilinu 27. júní til 7. júlí, síðsumarsferðir á tímabilinu 21. ágúst til 1. september og haustferðir á tímabilinu 8. til 26. október. Sýni voru tekin á fimm dýpum, 1 m, 5 m, 10 m, 25 m og 35 m, að undanskildu árinu 2007 þegar sýni voru tekin á 1 m, 5 m og 25 m dýpi. Sýni voru tekin á bát (3 og 13. mynd). Vatnssýni voru tekin með 10 lítra vatns- sýnataka sem festur var í kvarðaða línu og sendur niður á tiltekið dýpi. Þar lokaðist hann sjálfkrafa og var að því búnu dreg- inn upp og tæmdur í plastfötur. Hverju 10 lítra vatnssýni var skipt í tvennt, annars vegar til að mæla magn blaðgrænu (1 lítri) og hins vegar til að rannsaka dýra- svif (9 lítrar). Blaðgrænusýnunum var safnað í 1 l plastflöskur og þeim strax komið fyrir í myrkri og kulda (~5°C). Svif- dýrasýnin voru síuð í gegnum 45 µm sigti og því sem eftir sat í sigtinu skolað niður í 100 ml dökkar glerflöskur og varðveitt með 7–10 dropum af 10% lúgol-joðlausn. Eðlisþættir voru mældir á sama dýpi og vatnssýni voru tekin á. Fyrstu sex árin, 2007–2012, var notaður fjölþátta- mælir af gerðinni YSI 650MDS/6600 með rúmlega 50 m löngum kapli. Hann nýttist til mælinga á dýptarsniði frá yfirborði og niður á um 40 m dýpi. Frá og með árinu 2013 hafa verið notaðir fjölþáttamælar með stuttum kapli (YSI 63 og YSI 1030 pro), og mælt í vatninu í sýnatakanum um leið og hann var dreginn um borð í bátinn. Eftirfarandi breytur voru mældar: Vatnshiti (0,01°C upplausn, ± 0,15°C mælinákvæmni), sýrustig (pH 0,01 ± 0,2) og rafleiðni (1 μS/cm, ± 0,5%). Öll sýrustigs- og raf- leiðnigildi voru leiðrétt fyrir 25°C. GÖGN Gagnaröð úr svifdýravöktuninni er hvað lengst frá stöð 2 (2. mynd) og spannar níu samfelld ár, eða tímabilið 2007–2015. Til þess að lengja gagnaröð- ina um eitt ár og ná tíu árum var bætt við sambærilegum niðurstöðum af sam- svarandi dýpum frá stöð 3 árið 2016. Gagnaröðin samanstóð þannig af svif- dýrum úr samtals 191 sýni, sem safnað var af fimm dýpum (1, 5, 10, 25 og 35 m) fjórum sinnum á ári á tíu ára tímabili. Fjöldi eðlisþáttamælinga og sýna til blaðgrænumælinga var samsvarandi. Hér er eingöngu notast við gögn frá stöð 2 nema árið 2016 frá stöð 3. ÚRVINNSLA Svifdýrasýnin voru skoðuð í kvörð- uðu íláti undir víðsjá við allt að 90-falda stækkun og í stöku tilfellum í smásjá við allt að 400-falda stækkun. Krabba- dýr og þyrildýr voru talin og greind til tegundar eða ættkvíslar, að undan- skildum árfætlulirfum (náplíum). Fjöldi krabbadýra í sýnunum var að jafnaði lítill og því voru allir einstaklingar greindir og taldir. Fjöldi þyrildýra var hins vegar yfirleitt mikill og því tekið af þeim magnbundið hlutsýni til grein- inga, á þann hátt að þyrildýr úr ákveðnu hlutfalli af sýninu voru talin og greind, og talningin síðan heimfærð á heildar- sýnið. Þéttleiki tegunda var reiknaður sem fjöldi einstaklinga í 10 lítrum vatns, sem samsvarar rúmmáli vatnssýna- takans. Við tegundargreiningu voru einkum notaðir greiningarlyklar eftir Alonso, Benzie, Nogrady og Segers og Helga Hallgrímsson.16–19 Tegundargreining lífvera getur verið snúin og einstaklingsbreytileiki innan tegundar er oft mikill. Þetta á meðal annars við um langhalafló,20 sem lengst af hefur verið greind sem ein tegund hér á landi, D. longispina. Jens Petter Nilssen, einn meðhöfunda greinarinnar sem hér var vísað til, er í hópi þeirra sem draga þá greiningu í efa. Nilssen, sem hefur unnið með íslensk svifdýrasýni í samstarfi við Náttúrufræðistofu Kópa- 3. mynd. Sýnataka í Þingvallavatni 2007–2016. Vatnssýni voru tekin með 10 lítra sýnataka sem festur var í línu og látinn síga niður á tiltekið dýpi. – Samples of zooplankton were taken with a 10 l watersampler at selected depths in Lake Þingvallavatn 2007–2016. Ljósm./Photos: Náttúrufræðistofa Kópavogs.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.