Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 82

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 82
Náttúrufræðingurinn 82 STAÐHÆTTIR ÞINGVALLAVATN Þingvallavatn er næststærsta stöðu- vatn landsins að fermetratali og með þeim dýpstu. Það er í um 100 m h.y.s., flatarmálið um 83 km2, meðaldýpi 34 m og hámarksdýpi nær 114 m.17,18 Rúm- tak vatnsins er um 2,9 km3 (~ 2900 Gl). Vatnasviðið er um 1.300 km2, að mestu leyti í óbyggðum á hálendinu norður af þjóðgarðinum á Þingvöllum. Vatnasviðið teygir sig yfir suðvestur- hluta Langjökuls sem svarar til um 100 km2 að fleti og 17 km3 að rúmmáli.19 Þórisjökull er einnig á vatnasviði Þing- vallavatns og til samans leggja jöklarnir tveir Þingvallavatni til vatn af um 120 km2 svæði. Vatnsbúskapur Langjökuls ræður miklu um gegnumstreymi vatns og við- stöðutíma þess í Þingvallavatni.19 Því örar sem jökullinn bráðnar, þeim mun meira er afrennslið til Þingvallavatns. Nú á tímum er framlag Langjökuls til rennslis í Þingvallavatn áætlað 15–20 m3/s, eða 15–20% af heildarírennslinu. Er talið að það taki grunnvatnið um ára- tug að renna frá jöklinum suður í norð- urenda vatnsins þar sem vatnsmestu lindirnar eru.20 Reiknað er með að Lang- jökull bráðni allur á næstu 100 árum ef hlýnun hér á landi verður 0,2–0,5°C á áratug.1 Ef þetta gerist eykst írennsli í Þingvallavatn hratt að öðru óbreyttu, og mikið framan af, en síðan dregur úr því og það minnkar að lokum verulega.2 Heildarírennsli til Þingvallavatns er um 100 m3/s og úr vatninu suðaust- anverðu renna um Efra-Sog að jafnaði um 100 m3/s. Samkvæmt þessu rennsli og rúmmáli Þingvallavatns reiknast við- stöðu- eða endurnýjunartími vatnsins um 330 dagar. Það tekur vatnið sem sagt tæpt ár að endurnýja sig. Allt að 90% af rennslinu í Þingvallavatn berst sem grunnvatn með uppsprettum, aðallega á strandgrunninu innan þjóðgarðsins. Lindarvatnið er kalt allt árið um kring, 2,7–4,0°C.20 Úr suðvestri berast til vatns- ins um 15 m3/s, þar af líklega nær 2 m3/s að sunnan gegnum Nesjahraun. Er það grunnvatn umtalsvert mengað af heitu affallsvatni frá Nesjavallavirkjun.21,22 GÖGN OG AÐFERÐIR VATNSHITAMÆLINGAR Vatnshitagögn Landsvirkjunar sem hér eru notuð taka til mælinga á tveimur tímabilum, 1962–1994 og 2000–2017.23,24 Mælingarnar fóru fram á tveimur stöðum (1. mynd). Á tímabilinu 1. jan- úar 1962 til 31. október 1994 var mælt í frávatni Steingrímsstöðvar á um 1,5 m dýpi í rennslisrás sem veitir vatni úr Þingvallavatni í Úlfljótsvatn (stöð LV1). Frá þessum mælistað eru til alls 30.326 mæligildi vatnshita. Á tímabilinu 19. maí 2000 til 17. mars 2017 fóru mælingar fram í aðvatni Steingrímsstöðvar á 1,5 m dýpi við stíflugarð virkjunarinnar (stöð LV2). Frá þessum mælistað eru til alls 286.627 mæligildi. Ekki eru til vatnshitagögn hjá Lands- virkjun úr að- eða frávatni Steingríms- stöðvar frá tímabilinu 1995–1998 (Helga P. Finnsdóttir, tölvupóstur 16. og 17. mars 2017). Þá ná gögn fyrir árið 1999 aðeins til 77 mælinga frá 14 dögum í júní, og mælingar árin 1994, 2000 og 2001 eru slitróttar (sjá 1. viðauka). Gögn frá 1999 eru ekki notuð í þessari rannsókn. Kvikasilfursmælar með 0,1°C mæli- næmni eru á báðum mælistöðunum. Á tímabilinu 1962–1967 var mælt að jafnaði fjórum sinnum á sólarhring (kl. 8, 12, 16 og 20). Frá 1968 til 1991 var mælt að jafnaði þrisvar á dag (kl. 8, 12 og 16), einu sinni á dag 1992–1994 (kl. 12) og á tímabilinu 2000–2017 var jafnan mælt einu sinni til tvisvar á klukkustund, þ.e. 24–48 mælingar á sólarhring. Fyrir hvern dag í gögnum Lands- virkjunar voru reiknuð út dagsmeðal- töl í vatnshita, og byggðust þau í lang- flestum tilvikum á 3–48 mælingum á sólarhring. Í þremur tilvikum, í des- ember 2005, nóvember 2013 og janúar 2014, voru dagsmeðaltöl reiknuð út frá fleiri mælingum en 48 (sjá 1. við- auka). Dagsmeðaltölin voru notuð við útreikninga á mánaðarmeðaltölum og ársmeðaltölum. Við útreikninga á ársmeðalvatnshita voru notuð ár með samfelldum dag- legum mælingum, 1962–1993 og 2002– 2016, alls 47 ár. Engar mælingar voru til fyrir febrúar 1963, en til að missa ekki það ár úr langtímasamanburði Hitasíritar / Temparature recordings Stöð LV2 Station LV2 Stöð NK2 Station NK2 Dýpi / Depth 4 m 8 m 16 m 24 m 32 m 40 m Meðaltal / Mean 8,6 8,8 8,6 8,3 7,7 7,2 6,8 Staðalskekkja / SE 0,09 0,09 0,09 0,08 0,06 0,06 0,06 Lágmark / Min 3,2 3,3 3,2 3,2 3,3 3,3 3,3 Hámark / Max 13,7 13,2 13,1 12,8 10,1 9,8 9,6 t-próf / t-test <0,001 0,107 <0,001 <0,001 <0,001 <0,001 r 0,938 0,935 0,864 0,626 0,449 0,356 p <0,001 <0,001 <0,001 <0,001 <0,001 <0,001 1. tafla. Samtímamælingar á vatnshita (°C) í aðvatni á stöð LV2 og á sex mismunandi dýpum á stöð NK2 í vatnsbol Þingvallavatns. t-próf sýnir marktækni-gildi (p) í samanburði á meðaltalsvatnshita í aðvatni og viðkomandi dýpi. r er Pearsons fylgnistuðull milli vatnshita í aðvatni og viðkomandi dýpis, p er mark- tæknigildi r. – Simultaneous recordings of water temperature at outlet station LV2 and at 6 different depths at pelagic station NK2. Based on 596 daily means of 24 recordings during summer–autumn 2012–2015.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.