Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Blaðsíða 27
Stór tæknivædd bú geta sótt hluta af sinni tækniþróun til annarra landa þaðan sem
fyrirmynd rekstarformsins er sótt. Aðstæður hér á landi gera það að verkum að ræktun
fóðurs, nýting íslenskra búfjárstofna og tengsl við umhverfismál verða ævinlega
viðfangsefni okkar. Framleiðsla á sérhæfðum afurðum, sem byggist á innlendum hefðum
og hráefhum, þarf einnig á íslensku hugviti að halda.
í 1. töflu er einkum fjallað um framleiðslu matvæla en ekki tekið tillit til ýmissa annarra
búgreina, s.s. ferðaþjónustu, skógræktar og varðveislu landgæða, þar sem meiri áhersla er
lögð á fjölbreytni en framleiðni. Auk þess þarf að hafa í huga að ísland er fjarri því að
vera fullnumið sem ræktunarland og mikið er til af ónotuðu landi sem hentar vel til
ræktunar. Því má ekki ráðstafa án umhugsunar til annarra nota.
Nú sem stendur ríkir bjartsýni í íslenskum landbúnaði og er það vel. Við teljum að
framundan sé tími breytinga sem þegar er farið að móta fyrir. Landbúnaðarrannsóknir
ffamtíðarinnar munu sem endranær taka mið af hinu fjölþætta hlutverki landbúnaðar. Það
gerum við með þvi að afla nýrrar þekkingar og laga tækninýjungar á hverjum tíma að því
rekstarumhverfi og samfélagsþróun sem íslenskur landbúnaður býr við.
Helstu heimildir
Burtscher, W., 2004. Recent and future developments in the Common Agricultural Policy of the European
Union. I: (ritstj. A. Líischer o.fl.) Land Use Systems in Grassland Dominated Regions. Grassland Science
in Europe 7: 3-4.
Bötsch, M., 2004. Swiss agricultural policy and its focus on grassland. I: (ritstj. A. Liischer o.fl.) Land Use
Systems in Grassland Dominated Regions. Grassland Science in Europe 7: 5-10.
Delgado, C.L., 2005. Rising demand for meat and milk in developing countries: implications for
grasslands-based livestock production. í: (ritstj. D.A. McGilloway) Grassland: a global resource.
Wageningen: Wageningen Academic Publishers, pp. 29-40.
FAO. World agriculture: towards 2015/2030 (2002). Rome.
FAO. The State of Food and Agriculture (2004). Rome.
Kirchmann, H. & Thorvaldsson, G., 2000. Challengin targets for future agriculture. European Joumal of
Agronomy 12: 145-161.
Oglethorpe, D.R., 2005. Livestock production post CAP reform: implications for the environment. Animal
Science 81: 189-192.
Pollock, C.J. 2000. Research in Context: Agriculture in 21 st Century Britain. IGER Innovations 4 (2000):
54-61.
WHO. Modem food biotechnology, human health and development: an evidence-based study (2005).
Geneva.
Woolliams, J., Berg, P., Maki-Tanila, A., Meuwissen, T. & Fimland, E., 2005. Sustainable Management of
Animal Genetic Resources.Ás: Nordisk Genbank Husdyr.
25