Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 279
Fræðaþing landbúnaðarins 2006
Heyskaparveður - tíu ára dæmi frá Hvanneyri
Bjami Guðmundsson
Landbúnaðarháskóla Islands, Hvanneyri
Útdráttur
Gerð var athugun á veðurfæmm til heyskapar á Hvanneyri árabilið 1996-2005. Greint var á
milli þurrk-, flæsu- og úrkomudaga á tímabilinu 21. júní til 29. ágúst, er skipt var í sjö
tugvikur. Af helstu niðurstöðum má nefna þessar:
Þurrkdagar töldust vera rúmlega 4 af hverjum 10 dögum um Jónsmessu en aðeins 2,5 af
10 meginhluta ágúst;
Helmingsmunur var á þurrkdagaijölda besta og lakasta sumars (16 d. 2002; 32 d. 2004);
Til fyrri sláttar (20 d. í júní III og júlí I) vora að meðaltali 8,2 þurrkdagar til ráðstöfunar
með vikmörkunum 5,1-11,3 d.
Niðurstöðumar athugunarinnar tengdar gagnasafni Veðurstofu Islands gætu styrkt áætlanir
um hagkvæmt skipulag verka og vélvæðingar við heyskap í héraðum landsins.
Inngangur
Hin hefðbundnu fóðuröflunarbú eiga mikið undir því að vel viðri um heyskapartímann, bæði
talið í þeim fjölda hektara vel ræktaðra túna er heyja þarf og þeim dýra vélum og vinnukrafti
sem bundinn er heyöflun. Skipulagning heyverka er áhrifamikill þáttur bústjómar - og á henni
getur árangur búrekstrarins oltið. Skipulagningin er einkum tvenns konar: til skamms tíma og
til langs tíma:
Skammtímaskipulagið snýst um nýtingu hinna einstöku heyskapardaga. Akvörðun um hvert
verk, s.s. slátt, heysnúning, bindingu, hirðingu ofl. er tekin og horft til næstu klukkustunda
eða fram til næstu 4-5 sólarhringa. Langtímaskipulagið nær hins vegar til næstu ára. Það
liggur m.a. til grandvallar ákvörðunum um vélakaup, ræktun og byggingar. Mat á afkastaþörf
við heyskap, sem að drjúgum hluta byggist á skipulagi verka en að hluta á stærð og
afkastagetu einstakra véla, er veigamikill þáttur þessa verks. Hér kemur veðráttan við sögu.
Fyrri rannsóknir
Gagnasafn Veðurstofu Islands geymir verðmætar upplýsingar um veðráttu á Islandi
(www.vedur.is). Með óbeinum hætti gefur safnið t.d. góða hugmynd um úrkomu á
heyskpartíma, bæði magn hennar og dreiflngu, á fjölmörgum stöðum á landinu. Ennfremur
liggja fyrir upplýsingar um aðra almenna einkennisþætti veðurs til heyskapar, svo sem hita-
og rakastig, vind og sólfar. Beinum upplýsingum um veðráttu til heyskapar er hins vegar ekki
safnað skipulega. Fyrir alllöngu voru gerðar athuganir á veðráttu með tilliti til heyskapar
(Bjami Guðmundsson 1970 og 1972), byggðar á gagnasöfnum Veðurstofu íslands frá
tilraunastöðvum í jarðrækt, sem þá vora starfandi, fyrir tíu ára langt tímabil.
277