Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Blaðsíða 345
fullreynt hvort greina megi hvað hafi valdið þessum breytileika, en ætla má að minni N-áburð
þurfi að jafnaði í moldargörðum en í sandgörðum. Forræktun skiptir máli og rannsaka þarf
hvemig best sé að hagnýta hana. Best er að stilla áburði að vori í hóf, bera ekki á meira en 60-80
kg N/ha nema þegar ákveðnar líkur em á að þörfm sé meiri, en fylgjast með næringarástandi um
mitt sumar og bæta þá við N-áburði, ef þarf, til að tryggja magn og gæði uppskemnnar.
Almennt er þörf á að bera á mun meira af auðleystum fosfór en kartöflumar taka upp. Líklegt er
að 30-40 kg P/ha geti verið nægilegt nema þar sem auðleystur fosfór í jarðvegi er enn lítill.
Tilraunaniðurstöður em þó mjög takmarkaðar og verið getur að minni áburður geti dugað þar sem
borið hefur verið á í langan tíma og fosfór hefur því safnast í jarðveginn.
Kalí er um 5 kg/tonn af kartöflum og því em um 100 kg K/ha fjarlægð með uppskeru sem er 20
t/ha af kartöflum. Til lengdar mun vart ráðlegt að bera á minna en nemur upptöku. Það er þó mun
minni áburður en notaður er í nágrannalöndunum þar sem uppskeran er meiri. Meiri K-áburð ber
að varast. Hann hefur sennilega eingöngu neikvæð áhrif og getur spillt jarðvegi með tímanum.
Samkvæmt framansögðu mun algengt að nægilegur áburður á kartöflur fáist úr 5-700 kg/ha af
blönduðum áburði, en ekki er farið út í það hér að bera saman tegundir á markaði. Sums staðar er
þetta þó ekki nægur áburður. Fosfór getur lengi skilað lítils háttar uppskeruauka, en ekki er rétt að
miða áburðargjöf við það. Fátítt er að mikið fáist fyrir áburð umfram 1000 kg/ha og þá er bæði P
og K oftast borið á í óhófi. Það ber að varast, einkum ef kartöflur eru ræktaðar á sama stað ár eftir
ár. Æskilegra er að miða magn blandaðs áburðar við það að fullnægja P- og K-þörfum en bæta
við N-áburði ef líkur eru á N-skorti eða merki um hann sjást á miðju sumri. Meiri rannsókna er
þörf á slíkri notkun áburðar eins og öðm er varðar áburð á kartöflur.
Með flýtiáburði, sérstökum áburði í kartöflurásina, má auka öryggi ræktunarinnar, einkum á
móajörð eða þar sem skilyrði em ótrygg. Flýta má upptöku og koma kartöflum fyrr á markað.
Kartöflurækt þarf að vera í sáðskiptum við aðra ræktun. Tilgangurinn er fyrst og fremst að vinna
gegn sveppasmiti, en einnig getur það bætt nýtingu áburðar ef mikið er borið á kartöflur.
Heimildir
Allison, M.F., J.H. Fowler og E.J. Allen, 2001. Responses of potato (Solanum tuberosum) to potassium fertilizers.
Joumal of Agricultural Science, Cambridge, 136, 407—426.
Pjami Helgason, 1970. Áburðartilraunir við ræktun kartaflna. íslenzkar landbúnaðarrannsóknir, 2,2, 3—18.
Bjami Helgason, 1979. Áburðartilraunir. í: Sigurgeir Ólafsson (ritstjóri). Kartaflan. Fjölrit Rala nr. 39, 55—62.
Friðrik Pálmason, 1991. Áburðartilraunir á íslandi. Ráðunautafundur 1991, 1—7.
Haug, K., E.L. Molteberg & R. Nybráten, 2003. Startgjodsling til potet. Jord- ogplantekultur 2003, 248—250.
Haverkort, A.J. og D.K.L. MacKerron, 2000. Management of nitrogen and water in potato production
(ritstj j.Wageningen Academic Publishers, Wageningen The Netherlands, 353 bls.
Hólmgeir Bjömsson, 1997. Tilraunir með vaxandi áburð á kartöflur 1995. Ráðunautafundur 1997, 165—176.
Hólmgeir Bjömsson, 2004a. Niturþörf kartaflna. Ráðunautafundur 2004, 306—310.
Hólrngeir Bjömsson, 2004b. Tilraunir með áburð á kartöflur 2003. Óbirt skýrsla. RALA 028/JA-003. 18 bls.
Hojmark, J.V., 1979. Sammendrag af danske forsog med godskning af kartofler i perioden 1914-78. Statens
Planteavleforsog. Beretning nr. S 1460 (Tidsskrift for planteavles specialserie).
Jónatan Hermannsson og Hólmgeir Bjömsson, 2002. Forræktun fyrir kom. Ráðunautafundur 2002, 249-251.
343