Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Blaðsíða 126
et al., 1986; de Vries, 1989). Þrátt fyrir að þessi aðferð njóti verulegra vinsælda hefur hún
allnokkra galla. í fyrsta lagi er afar erfitt að herma kú. Samhengi þeirra ólíku ferla sem breyta
fóðri í mjólk og kjöt annars vegar og gena hins vegar er ekki að fullu skilin. Einnig er erfitt að
skilgreina meðalkúna. í öðru lagi tekur slík aðferð ekki tillit til þess að kýrin er aðeins einn hluti
þess ferlis sem fram fer á búinu og að tækni, bóndi og búsmali skapa saman eina heild. Nýlega
hefur því verið bent á að reikna megi hagfræðilega stuðla beint útfrá gögnum úr rekstri búa, ekki
ósvipað því hvemig kynbótagildi einstakra gripa er reiknað út með gögnum um einstaka gripi
(Steine, Kristófersson og Guttormsen, 2005). Vegna þess að bú em ólík að gæðum krefst slíkur
útreikningur þess að til séu gögn um rekstur og kynbætur fyrir sömu búin yfir fleiri ár þannig að
einangra megi búaáhrif frá kynbótaáhrifum. Slíkur beinn útreikningur hefur fjölmarga kosti í för
með sér. í fyrsta lagi losar þetta okkur undan vandanum að fmna meðalbúið og meðalkúnna.
Niðurstöðumar gilda sjálfkrafa fyrir meðalbúið vegna þess að gögn um mörg bú liggja að baki
niðurstöðunum. í öðm lagi þarf ekki að skilgreina hið rétta form framleiðsluferilsins sem fram fer
á búinu. Þess í stað er svokölluðum sveigjanlegum föllum beitt. Slík föll veita staðbundna nálgun
að óþekkta falli og nýtast þannig til að meta jaðaráhrif kynbóta. I þriðja lagi veita útreikningar
sem byggja á raunvemlegum gögnum möguleika á að prófa formlega þá tilgátu að fleiri
eiginleikar en afúrðamagn geti leitt til aukins hagnaðar. í fjórða lagi veitir hún okkur tækifæri til
að prófa tilgátur um áhrif kynbóta á hagnað. Gallar fylgja hins vegar því að aðferðin er
tölfræðileg. Hún er ávalt háð tölfræðilegri óvissu. Ekki er hægt að álykta um stærð einstakra þátta
nema að teknu tilliti til breytileika. Óráðlegt er því að notast við niðurstöðumar nema þær standist
eðlilega tölfræðilega prófun, s.s. að líklegt sé að hið sanna gildi sé frábmgðið núlli.
Aðferðir
Hér er í megindráttum fylgt almennum niðurstöðum framleiðsluhagfræði, sjá Chambers (1988).
Við gerum ráð fyrir að búið framleiði ákveðnar vömr, táknað með vigrinum y, með notkun
nokkurra aðfanga, x. Bóndinn hefur ekki fullkomlega frjálst val um samsetningu allra aðfanga og
afurða, heldur takmarkast framleiðslan af þáttum, s.s. tækni, reglum, íjárfestingu, heilbrigði
gripanna osfr. Föst aðföng em táknuð með vigrinum k. Jafnframt er mjólkurframleiðsla á Islandi
háð framleiðslutakmörkunum sem takmarkar tekjumöguleika búsins því mun hærra verð er greitt
fyrir þá mjólk sem framleidd er innan kvótans en umframmjólk . Samhengi aðfanga og
framleiðslu má lýsa með framleiðslumengi. Gemm ráð fyrir að erfðir bústofnsins, mældar sem
kynbótagildi gripanna, ákvarði framleiðslumengið þannig að því hærra sem kynbótagildi
gripanna er, táknað með vigrinum b, því meira er hægt að framleiða með sömu aðföngum.
Framleiðslumengið hefur eftirfarandi form:
g(x,y|k,b)<0. (1)
Framleiðendur mæta verðum pr og p* fyrir aðföng og p, fyrir afurðir, en greitt er hærra verð, py°,
fyrir þá mjólk sem framleidd er innan mjólkurkvóta en annars py . Bæði pý' og pý era stök í pv.
Við gemm ráð fyrir að markmið bóndans sé að hámarka hagnað að gefnum framleiðslurétti,
föstum aðföngum og kynbótagildi gripanna með því að velja hagkvæmasta magn og samsetningu
aðfanga og afurða. Hér er því um takmarkaða hagnaðarhámörkun að ræða því sá hagnaður sem er
hámarkaður er hagnaður fyrir fasta liði og laun, án beingreiðslna. Hámörkunarvandamál bóndans
er því:
124