Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Blaðsíða 223
Fræðaþing landbúnaðarins 2006
Vöktun á ástandi og líffræðilegri fjölbreytni úthaga 2005
Borgþór Magnússon1, Bjöm H. Barkarson2, Bjami E. Guðleifsson3,
Bjami P. Maronsson2, Starri Heiðmarsson', Guðmundur A. Guðmundsson1,
Sigurður H. Magnússon1 og Sigþrúður Jónsdóttir2
1 Náttúrufrœðistofnun íslands, 2Landgræðsla ríkisins, JLandbúnaðarháskóli íslands
Útdráttur
Sumarið 2005 voru teknar út 100 mælistöðvar sem settar vom upp í hrossahögum á
láglendi og afréttum á Norðurlandi og láglendi á Suðurlandi 1997 - 1998. Þegar á
heildina er litið hafði orðið mikil breyting til batnaðar á ástandi lands, bæði á láglendi
og hálendi. Dregið hafði úr beitarálagi, blaðhæð grasa og stara aukist, rof í landi
minnkað, þekja háplantna aukist en dregið úr hlutdeild mosa og fléttna í svarðlagi. í
mólendi komu fram vísbendingar um gróðurfarsbreytingar í graslendisátt. Þessi
breyting á ástandi og gróðri haganna er rakin til fækkunar búfjár og hlýnandi loftslags
á undanfömum ámm. Gangi spár eftir um hlýnun loftslags næstu áratugi má búast við
miklum breytingum á gróðurfari og ástandi úthaga, stórfjölgi ekki beitarfénaði.
Líffræðileg fjölbreytni var könnuð ítarlegar en áður með söfnun lágplantna á 30
stöðvum, forkönnun á þéttleika mófugla á Suðurlandi og á smádýralífi á Norðurlandi
sumarið 2005. Fyrstu niðurstöður sýna að unnt er að flétta saman vöktun á ástandi
lands og líffræðilegri fjölbreytni og samnýta þann gmnn sem lagður hefur verið.
Stöðvamar geta jafnframt nýst sem viðmiðunarpunktar í rannsóknum á áhrifum
loftslagsbreytinga á lífríki og ástand gróðurlenda. Ætlunin er að halda verkefninu
þannig áfram, fá fleiri þátttakendur að því og nýta það til víðtækari rannsókna en lagt
var upp með. Verkefnið gæti nýst til nemendaverkefna við háskóla.
Inngangur
Fyrir áratug var á Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Landgræðslu ríkisins unnið
að rannsóknum á ástandi og gróðurfari hrossahaga. A þeim tíma þótti víða stefna í
óefni varðandi fjölgun hrossa og ástand beitilands. Einn liður verkefnisins var að
koma upp föstum mælistöðvum til langtímamælinga og eftirlits með högum. Arin
1997 og 1998 voru settar upp og grunnmældar 100 stöðvar á Norðurlandi og
Suðurlandi. Stöðvamar em bæði í heimalöndum og afréttum, á láglendi og fram til
heiða (1. mynd, 1. tafla). Allvíða em stöðvamar í landi þar sem sauðfé gengur til
beitar með hrossum. Stöðvar vom merktar með fasthælum og GPS-mælingum. Astand
lands var metið eftir ástandsskala fyrir hrossahaga (Borgþór Magnússon o.fl. 1997). A
hverri stöð var gróðurþekja mæld, háplöntur greindar til tegunda, beitarummerki
skráð, grashæð mæld og sýni tekin af jarðvegi til mælinga á sýmstigi og innihaldi
kolefnis og köfnunarefnis. Að mælingum loknum voru gögnin sett í gagnagrunn og
skýrslur um hverja stöð sendar bændum og öðrum landeigendum. Gerð var grein fyrir
verkefninu og niðurstöðum þess á Ráðunautafundi árið 1999 (Borgþór Magnússon
o.fl. 1999).
Eftir að öllum stöðvum hafði verið komið upp árið 1998 var ráðgert að meta þær aftur
að 5 ámm liðnum. Ekki var hægt að halda þeirri áætlun en þó var litið eftir nokkrum
stöðvum og ástandi lands. Árið 2005 tókst hins vegar að blása nýju lífi í verkefnið.
221