Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Blaðsíða 287
Fræðaþing landbúnaðarins 2006
Langtímarannsóknir á áhrifum tegundablöndu, áburðargjafar og
upphafsþéttleika í skógrækt (LT-verkefnið)
Bjami Diðrik Sigurðsson ' 2, Björgvin Ö. Eggertsson \ Hreinn Óskarsson4 og
Þór Þorfinnsson5
; Landbúnaðarháskóla íslands, Hvanneyri, 311 Borgarnesi;2 Rannsóknastöð skógrœktar,
Mógilsá, 116 Reykjavík;3 Suðurlandsskógar, 800 Selfossi, 4 Skógrækt ríkisins, 800
Selfossi, 1 Skógrækt ríkisins, Hallormsstað, 701 Egilsstöðum
Útdráttur
LT-verkefnið er langtíma rannsóknaverkefni sem kostað er af Skógrækt ríkisins,
Landbúnaðarráðuneytinu og Héraðsskógum, auk þess sem Landgræðsla ríkisins lagði til
land og tæknibúnað í tilraunina. Markmið verkefnisins er að útbúa framtiðaraðstöðu til
ýmissa skógræktarrannsókna, og jafnframt að rannsaka áhrif tegundablöndu,
áburðargjafar og upphafsþéttleika á viðarvöxt, viðargæði og lífríki skógarins. Til þessa
vom allar helstu trjátegundir sem notaðar era í íslenskri skógrækt gróðursettar í 5000 m2
reiti í Gunnarsholti á Rangárvöllum og á Fljótsdalshéraði. Reitimir era settir upp
samkvæmt ákveðnu tilraunaskipulagi til að auðvelda framtíðar samanburð milli
meðferða. Þeir voru einnig hafðir nógu stórir svo að gera megi margar nýjar tilraunir
innan þeirra í framtíðinni. Samtals þekja þessir tilraunareitir um 62 hektara lands. A
Suðurlandi var aðal trjátegundin sitkagreni, en auk þess var notað birki, alaskaösp og
stafafura, sem gróðursett var eitt sér eða í mismundandi blöndum með greninu. A
Austurlandi var rússalerki aðal tegundin, en auk þess var notað birki, sitkagreni og
stafafura, eitt sér og í blöndum með lerkinu. Á Austurlandi var jafnframt útbúin tilraun
með lerki þar sem upphafsþéttleiki var 1000, 2000, 3500 og 5000 tré á hektara, en
venjulega era gróðursett um 3000 tré lerkitré á hektarann.
Inngangur
Um aldamótin urðu breytingar í skógarplöntuframleiðslu í landinu sem ollu því að í
gróðrarstöðvum Skógræktar ríkisins varð til umtalsvert magn af forræktuðum
skógarplöntum sem ákveðið var að nýta til skógræktarrannsókna. Ákveðið var að nota
þetta tækifæri til að koma upp stórum rannsóknareitum með helstu trjátegundum sem
settir væra upp eftir réttu tilraunaskipulagi. Þetta var hugsað sem einskonar
útirannsóknastofa, þar sem í framtíðinni mætti framkvæma ýmis smærri
rannsóknaverkefni á sviði skógaramhirðu. Þetta verkefni hefur gengið undir nafhinu
Langtímaverkefnið (LT-verkefnið).
I hefðbundinni nytjaskógrækt er yfirleitt unnið með skógarlundi með einni trjátegund þar
sem öll trén eru jafnaldra. Þetta er þrautreynd ræktunaraðferð sem hámarkar viðarvöxt á
flatareiningu og gefúr því skógarbónda mestan arð yfir vaxtarlotuna (Smith et al. 1997).
Þessi ræktunartækni hefur þó verið gagnrýnd fyrir að skapa einhæft og tegundafátækt
285