Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Blaðsíða 229
Heildarþekja fléttna var mjög lítil bæði á láglendi og hálendi. Á láglendi hafði þó
orðið lítils háttar og marktæk minnkun á þekju árið 2005 frá fyrri úttekt en á hálendi
þar sem heildarþekja fléttna var meiri en á láglendi komu ekki fram marktækar
breytingar (5. mynd). í fyrri úttekt mældist meðalþekja mosa nálægt 45% bæði á
láglendi og hálendi. I mælingunum 2005 hafði þekja þeirra minnkað um liðlega 10% á
láglendi og var þar um marktæka breytingu að ræða. Á hálendi dró einnig úr þekju
mosa en munur reyndist ekki marktækur. Þekja grasa og stara og háplanta mældist
mun meiri árið 2005 en í fyrri úttekt og voru breytingar marktækar fyrir alla
samanburðarþætti (4. mynd). Þekja grasa og stara jókst úr 45 % í 57% á láglendi en úr
34% í 47% á hálendi. Heldur meiri breytingar urðu á heildarþekju háplantna sem
bendir til að tvíkímblaða jurtir og runnar hafa einnig aukist að þekju. Á láglendi jókst
heildarþekja háplanta úr 54% í 73% en á hálendi úr 45% í 65%.
Heildarþekja ranna og tvíkímblaða jurta var ekki mæld sérstaklega en breytingar voru
athugaðar með að leggja saman þekju plöntutegunda í þessum hópum á þeim 30
stöðvum þar sem full gróðurfarsúttekt var endurtekin. Ekki var greint á milli stöðva á
láglendi og hálendi. í ljós kom að meðalþekja ranna hafði vaxið úr 4,8% í 6,8% milli
úttekta, en breyting var ekki marktæk (p > 0,05). Þyngst í þessum mun vóg aukning í
þekju krækilyngs, sem var marktæk, og aukin þekja bláberjalyngs. Aðrar tegundir sem
sýndu vísbendingar um aukningu voru holtasóley, beitilyng, fjalldrapi, loðvíðir og
gulvíðir. Það dró hins vegar úr meðalþekju grasvíðis en munur var ekki marktækur.
Þess má geta hér að þar sem farið var um í Eyjafirði og Skagafírði vakti víða athygli
áberandi landnám beitilyngs þar sem raskað land var að gróa upp. Meðalþekja
tvíkímblaða jurta jókst úr 7,6% í 11,8% milli úttekta og reyndist munur marktækur (p
< 0,05). Þar munaði mest um aukningu í þekju blóðbergs og komsúra en helstu
tegundir aðrar sem jukust nokkuð að þekju voru ljónslappi, mýrfjóla, gulmaðra,
krossmaðra og hvítsmári. Ekki reyndist þó marktækur munur á þekju þessara tegunda
milli úttekta.
Samsetning gróðurs ogfjölbreytni
Niðurstöður hnitunar sýna að ekki urðu miklar breytingar á gróðurfari haganna á þeim
7-8 áram sem liðu á milli úttekta. Tilfærsla stöðva í hnitafleti sem 1. og 2. ás mynda
reyndist litil (6. mynd). Meginbreytileiki milli stöðva réðst annars vegar af raka lands
sem kom fram á 1. ás, og hins vegar af hæð yfir sjó sem kom ffam á 2. ás
hnitunarinnar. Vísbending kom fram um gróðurbreytingu á þurrlendisstöðvum sem
skipast til vinstri á hnitamyndinni, en flestar þeirra hliðraðust niður eftir 2. ási, þ.e. frá
mólendi í átt til graslendis (6. mynd). Þetta staðfestir, eins og þekjumælingar, að
grastegundir hafa aukist milli úttekta og að land er betur gróið en það var áður. Ekki
komu fram sömu vísbendingar um stefhubundnar breytingar á gróðri í mýrlendi (6.
mynd).
Árið 2005 var safnað á 30 stöðvum ítarlegri upplýsingum um gróðurfar, en í fyrri
úttekt, með söfnun mosa og fléttna. Á þessum stöðvum fundust alls 233 tegundir
plantna, en af þeim vora háplöntur 121, mosar 93 og fléttur 19. Algengastar tegunda í
högunum vora túnvingull, brjóstagras, komsúra, hálíngresi og vegarfí af háplöntum,
af mosum tegundimar: tildurmosi, móasigð, engjaskraut, krónumosi og hraungambri,
en af fléttum tegundimar: hreindýrakrókar, engjaskóf, fjallagrös, dílaskóf og
grábreyskja.
227