Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Blaðsíða 276
axi og heildarfjöldi þeirra, þannig að reikna mætti hlutfallslegt meðaltap (%) úr hverju
yrki. Tap vegna þreskingar var mælt þannig að lagðar voru út af hendingu þrjár línur
þvert á skára í hverjum ræktunarreit. Með 25 og 50 cm bili (eftir skárabreidd
sláttuþreskjarans) var 15 x 15 cm mælirammi lagður á akurinn og síðan talið hve
mörg öx lágu innan hans. Til þess að auðvelda talningu var rammanum skipt í fjóra
reiti með þverkrossi. Með þessari aðferð koma einnig með þau kom sem tapast hafa úr
öxum vegna veðrunar, en með frádrætti þess taps má finna þreskitapið sjálft. Tekin
voru sýni til mælingar á þurrefni komsins svo og þúsund koma þyngd til þess að
reikna þætti það þurrefnismagn sem liggur að baki tapinu. Haustin 2002-2004 var
notaður sami sláttuþreskjarinn, MF 17 (2,7 m skárabreidd) en haustið 2005 kom til
sögunnar alveg nýr sláttuþreskjari, Sampo Rosenlew (4,3 m skárabreidd). Sami
ökumaður annaðist verkið öll árin.
Niðurstöður
I. Foktap
í 1. töflu em meðalniðurstöður mælinga á foktapi úr bygginu árin 2002-2005.
Mælingar vom jafnan gerðar daginn fyrir skurð og þreskingu:
1. tafla. Komtap með foki úr þremur yrkjum byggs, % (þe.).
Haust Arve 6r Olsok 6r Skegla 2r
2002 0,5 2,1 2,9
2003 22,3 17,8 5,3
2004 0,4 1,9 4,9
2005 1,1 0,2 1,9
Meðaltal 6,1 5,5 3,7
Talnaröðin er jöfn og lág að gildum ef frá er talið haustið 2003 sem sker sig mjög úr
syrpunni. Ástæðan er stórvirði sem gekk dagana 4. og 5. september. Vindhraði fór í
17-18 m/s hvom daginn og hviður urðu 25-45 m/s, skv. mælingum í sjálfVirkri
veðurstöð á Hvanneyri (www.vedur.is/athuganir/sialfVirkar/hvevr/'). Þá munaði ekki minna
um úrfellið sem varð 45 mm þann 4. september, þar af komu 10 mm regns á nokkmm
mínútum upp úr hádegi þann dag. Þótt ekki liggi fyrir tölfræðileg greining má ætla að
þama hafi orðið sjaldgæf aftök veðurs á skurðartíma koms á Hvanneyri. Að meðaltali
tapaðist hálfu meira úr sexraða bygginu en hinu tvíraða. Að haustinu 2003 slepptu
stendur sexraða byggið sig hins vegar öllu betur, einkum þó yrkið Arve. Um
tölfræðilega ömggan mismun á milli yrkja var þó ekki að ræða. Meðalfoktap allra
áranna var um 5%, en 1,8% að aftakahaustinu 2003 slepptu.
II. Þreskitap
í 2. töflu em meðalniðurstöður mælinga á þreskitapi úr bygginu haustin 2003-2005;
ekki tókst að gera samstæðar mælingar haustið 2002. Tölumar tákna korntap mælt á
yfírborði akurs. Lítið eitt af komi verður eftir í hálmi að þreskingu lokinni, án þess
það falli til jarðar.
274
1