Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Blaðsíða 413
Heimkynni og útbreiðsla
Náttúrleg heimkynni skógarkerfils eru Evrópa og Vestur-Asía. Hann var einkum
algengur í Mið-Evrópu og Suður-Skandinavíu (Tutin o.fl. 1968, Hultén og Fries 1986,
Clapman o.fl. 1987, Baskin o.fl. 2000). Frá þessum svæðum hefur kerfillinn náð að
breiðast vítt út um heim. Hann er nú að finna allvíða í Kanada og Bandaríkjunum og
finnst einnig í litlum mæli á Grænlandi. A suðurhveli jarðar vex hann nú í Mið- og
Suður-Afríku og á Nýja-Sjálandi (Webb o.fl. 1989, Hultén og Fries 1986). í Evrópu
hefur kerfillinn breiðst talsvert út, bæði í þeim löndum þar sem hann fannst áður, og
nú einnig í Færeyjum og á Islandi.
Lýsing og lífsferill
Skógarkerfill er hávaxin (0,3-1,5 m) breiðblaða sveipjurt með svera stólparót sem
getur orðið allt að 2 m að lengd. Lífslengd skógarkerfils er breytileg (einær-tvíær-
Ijölær) eftir aðstæðum en venjulega deyr hann að lokinni blómgun (e. monocarpic).
Blómin eru hvít og fremur smá (3-6 mm í þvermál) og sitja í 20-60 cm breiðum
sveipum (Hansson og Persson 1994, Darbyshire o.fl. 1999).
Skógarkerfill fjölgar sér bæði með fræi og af brumum efst á rót. Fræmyndun er mikil
(800-10.000 fræ á plöntu, t. d. Darbyshire o.fl. 1999). Fræ þroskast aðallega í júlí og
stendur frædreifing alllengi. Fræin hafa engan sérstakan útbúnað til dreifingar en
dreifast með fuglum, vindi og vatni. Ymsar athafnir manna hafa ýtt verulega undir
dreifingu kerfilsins sem er sérlega hröð með vegum, girðingum og með jöðrum akra
og túna (Grime o.fl. 1988, Rew o.fl. 1996, Darbyshire o.fl. 1999).
Fræ skógarkerfils eru fremur skammlíf og þarfnast kuldameðferðar til þess að spíra
(Baskin o.fl. 2000). Flest þeirra lifa aðeins einn vetur og langlífur fræforði myndast
því ekki (Grime o.fl. 1988, Thompson o.fl. 1997, Berge og Hestmark 1997). Fræin
spíra snemma vors. I byrjun fer vöxtur kerfilsins í að mynda blöð og öfluga stólparót.
Síðar myndast nýjar plöntur með hliðarvexti frá efsta hluta rótarinnar sem þó eru
tengdar móðurplöntunni. Þegar plantan hefur náð ákveðinni stærð og lifað a.m.k. einn
vetur (kuldameðferð) hefst blómgun og að lokinni frjóvgun taka fræ að myndast og
hringurinn lokast. Eftir blómgunina deyr móðurplantan og hliðarplöntumar verða þá
sjálfstæðar (van Mierlo og van Groenendael 1991). Hjá skógarkerfli getur kynlaus
æxlun og kynæxlun því átt sér stað samtímis.
Kjörlendi
Skógarkerfill vex einna best í næringarríku, röku og nokkuð röskuðu graslendi, svo
sem á túnum, í vegköntum, meðffam limgerðum og ökmm, í skógarjöðrum og á
öskuhaugum (Grime o.fl. 1988, Parr og Way 1988, Silvertown og Tremlett
1989, van Mierlo og van Groenendael 1991, Hansson og Göransson 1993,
Hansson og Persson 1994). Hann er fremur skuggaþolinn og þrífst bæði í hálfskugga
og á opnu landi. Skógarkerfill er nokkuð eftirsóttur af nautgripum og þrífst því illa þar
sem þeim er beitt (Grime o.fl. 1988).
Áhrif
Þar sem skógarkerfill nemur land em megináhrif hans flest á einn veg, þ.e. mikil
breyting á gróðurfari og tegundum fækkar vemlega (t.d. Hansson og Persson 1994).
Kerfillinn hefur víða verið flokkaður sem illgresi og hefur reynst sérlega öflugur í
samkeppni við staðartegundir einkum í næringarríkum og rökum jarðvegi (t.d.
Darbyshire o.fl. 1999). Rétt er að nefna að evrópskar rannsóknir sýna að gróður með
411