Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Blaðsíða 433
Fræðaþing landbúnaðarins 2006
Sáðtími í túnrækt - sáðmagn rauðsmára
Þórdís Anna Kristjánsdóttir, Sigríður Dalmannsdóttir og Aslaug Helgadóttir
Landbúnaðarháskóla Islands, Keldnaholti, 112 Reykjavík
Útdráttur
Með það að markmiði að athuga hvort bæta megi árangur við sáningu á rauðsmára í blöndu við
vallarfoxgras voru tvær tilgátur prófaðar í tilraunum á Korpu: i) Draga má úr illgresi með því að
sá seint og ii) aukið sáðmagn rauðsmára mun vega upp það hve seint er sáð. Rauðsmára, Betty,
var sáð í blöndu með vallarfoxgrasi, Öddu, 15. maí, 15. júní og 15. júlí árin 2002 og 2003.
Sáðmagn smára var 6, 9, 12 eða 15 kg/ha og vallarfoxgrass 15 kg/ha. Árið 2003 voru einnig
reitir með vallarfoxgrasi, Öddu, og rýgresi, Svea, í hreinrækt. Fylgst var með spírun og þrótti
plantna sáðárið og vorið eftir. Uppskera var mæld í tvö sumur og sýni tekin til að meta hlut
smára, grass og illgresis í uppskerunni. Niðurstöður sýndu að aukið sáðmagn smára vó ekki upp
seina sáningu og að sein sáning dró ekki úr illgresi. Það kom í ljós að veðurfar hafði hvað mest
áhrif á hlut illgresis í uppskerunni fyrsta uppskeruárið.
Inngangur
Belgjurtir eru hefðbundið gróffóður víða í Evrópu en þær hafa ekki verið mikið ræktaðar hér á
landi aðallega vegna þess að ekki hafa verið til nógu harðger yrki á markaði (Áslaug Helgadóttir,
1996). Ræktun smára hérlendis hefur þó verið að aukast bæði vegna tilkomu harðgerari yrkja og
hlýrri veðráttu síðustu ára. Tilraunir hafa sýnt að best er að sá vallarfoxgrasi með rauðsmára
(Jóhannes Sveinbjömsson, 1997). í mið- og suður-Evrópu er fjölært rýgresi oftast notað sem
svarðamautur með smára en það hefur lítið vetrarþol. I tilraunum hér hefur þurrefnis-uppskera af
rauðsmáratúni verið 35 til 80 hkg/ha með þriggja ára meðaltali um 50 hkg/ha.
Á norðlægum slóðum er hefð fyrir því að sá rauðsmára snemma vors til að nýta sem best
stuttan vaxtartíma og fá sem öflugastar plöntur fyrir veturinn og er talið æskilegt að sá fýrir 15.
júní. Þegar snemma er sáð á hins vegar illgresi auðveldara með að ná yfirhöndinni og kæfa
rauðsmáraplönturnar. I sumum löndum er einæmm tegundum skjólsáð með belgjurtum til að
keppa við illgresið. Slíkar tegundir em þó oft mjög aðgangsharða og geta útrýmt smáum
belgjurtaplöntum (Linscott and Hagin, 1978). Tegundasamsetning illgresis getur verið
mismunandi eftir sáðtíma (Milberg et al., 2001) og einnig hefur verið sýnt fram á að það er hægt
að draga úr illgresi með því að auka sáðmagnið (Aydogdu and Acikgoz, 1995) þó svo að það
leiði ekki endilega til aukinnar uppskem (Mutch et al., 2003).
Aðferðir
Rauðsmára, Betty, var sáð í blöndu með vallarfoxgrasi, Öddu, þann 15. maí, 15. júní og 15. júlí
árið 2002 (Tilraun I) og 2003 (Tilraun II). Sáðmagn smára var breytilegt, 6, 9, 12 og 15 kg/ha en
alltaf 15 kg/ha fyrir vallarfoxgras. 1 tilraun II vom einnig reitir með hreinu vallarfox-grasi,
sáðmagn 20 kg/ha, og hreinu rýgresi, Svea, sáðmagn 30 kg/ha. Tilraunimar vom með deildum
reitum með sáðtíma á grunnreitum og sáðmagn á smáreitum. Endurtekningar voru þrjár. Tekin
vom borsýni úr sverði sáðárið og vorið eftir og plöntur taldar, mældar, þurrkaðar og vigtaðar.
Uppskera var mæld í tvö ár, í lok júní og um miðjan ágúst og sýni greind til tegunda til að meta
hlutfall smára, grass og illgresis.
431