Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Blaðsíða 238
LÝSING TILRAUNA
Á árunum 1987-1988 fór fram umfangsmikil fræsöfnun í Alaska sem kostuð var af
Samvinnunefnd um Norrænar Skógarannsóknir (SNS), í samvinnu við John Alden,
skógerfðafræðing í Alaska. Þessi efniviður hefur nú verið gróðursettur í útitilraunir
vítt og breitt um Noreg, Svíþjóð, Finnland og ísland.
Sáð var til íslenska hluta tilraunarinnar vorið 1994 á Rannsóknastöðinni á
Mógilsá. Á árunum 1995-96 voru plöntumar gróðursettar í samanburðartilraunir sem
lagðar vom út á alls 14 stöðum á landinu. I þeim tilraunum er samanburður gerður
milli kvæma og afkvæma einstakra móðurtrjáa innan kvæma. Tilraunimar hafa einu
sinni verið metnar í heild og birtust niðurstöður þeirrar úttektar í lokaritgerð Lofts
Jónssonar (2000). Auk þess vom unnar ífostþolsprófanir á sömu kvæmum og
afkvæmahópum á árinu 1995 (Brynjar Skúlason m.fl. 2000).
Tilraunir í Þrándarholti og á Læk vom teknar út haustið 2005 en aðrir
tilraunastaðir verða metnir á útmánuðum 2006.
NIÐURSTÖÐUR
Lifun
Lifun kvæma var að meðaltali 33,6% að Læk í Dýrafírði og 39,8% í Þrándarholti. Á
báðum stöðum var marktækur munur í lifún einstakra kvæma (sjá 1. og 2. mynd). Á
Læk var lifun lægst hjá blágreni af kvæminu Bluejoint Mountain (8,6%) en hæst hjá
sitkagreni af kvæminu Resurrection River (62,9%). í Þrándarholti var lægst lifun hjá
serbagrenikvæminu Ringsaker (0%) en hæst hjá sitkabastarðskvæminu Hope Road
(66,2%).
Sex kvæmi á Læk vom með marktækt hæstu lifun (1. mynd). Þar af vom þrjú
sitkagrenikvæmi (Resurrection River, Valdez og Port Chatham) og þrjú
sitkabastarðskvæmi (Cooper Lake, Hope Road og Chinitna Bay). í Þrándarholti vom
nítján kvæmi með marktækt hærri lifun en önnur (2. mynd). Vom sjö þeirra
sitkabastarður, eitt hvítgreni en hin ellefu sitkagreni.
Fervikagreining á lifunargögnum úr tilraununum leiddi í ljós marktækt samspil
milli kvæmis og tilraunastaðar. Hlutfall breytileikans í lifun sem skýrðist af kvæmi
var 14,4 % en það sem skýrðist af samspili kvæmis og staðar 6,4%.
Orsök breytileika (Source) frítölur (d.f) MFS P Dreifniliðir (Varíance components) D.l. (%) (V.C. %)
Staður 1 1,370 <0,0001 0,004 3,3
Endurtekningar innan staðar 16 0,490 <0,0001 0,020 15,0
Kvæmi 20 0,486 <0,0001 0,019 14,4
Kvæmi x staður 20 0,153 0,0100 0,008 6,4
óútskýrður breytileiki 320 0,079 <0,0001 0,079 60,9
1. tafla. Lifun 21 kvæma haustið 2005, á Læk í Dýrafirði og Þrándarholti í Gnúpverjahreppi.
Niðurstöður fervikagreiningar og greiningar á dreifniliðum. Feitletraðar P-tölur tákna þætti sem eru
marktækir við a = 0,05. MFS = Meðalfervikasumma.
236