Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Blaðsíða 206
geta náðst góður árangur með víði líkt og í Svíþjóð, en rétt er að minna á að sú þróun hefur tekið
á ijórða áratug. Ymsar heimildir benda til að gras sé vænlegt til framleiðslu lífmassa. Strandreyr
gaf 10,8 t þe./ha í tvö ár á Korpu. Hann er nú ræktaður á um 150 ha sem næring handa sveppum á
Flúðum. Aðrar tegundir eins og vallarfoxgras geta e.t.v. reynst eins vel. í tilraun var það látið
bíða sláttar frá 20. ágúst 2003 fram í mars 2004 og hafði það þá lagst. Massinn minnkaði úr 7,3 í
4,2 t þe./ha og hlutfall þurrefnis jókst úr 25 í 84%. Sellulósi fór úr 29 í 38%, hemisellulósi úr 27 í
33% og lignín úr 3,5 í 5,5%, en öskuinnihaldið breyttist óverulega, úr 6,9 í 6,1%, sjá einnig 4.
töflu. Loks kemur til álita að rækta bygg í þessu skyni og er þá hálmurinn einnig notaður.
Niðurstöður útreikninga á kostnaði voru mjög háðar því hvað gert var ráð fyrir mikilli uppskeru
og hve lengi var gert ráð fyrir að ræktunin entist án þess að Iandið þyrfti að endurvinna. í 5. töflu
er kostnaður við framleiðslu lúpínu fram að böggun uppskerunnar. Af árlegum kostnaði var
áburður 40%. Hér er gert ráð fyrir að lúpínan haldist í mesta lagi í 8 ár áður en leggja þurfi í
nýjan kostnað við ræktunina, en reiknað er með minni uppskeru seinni hluta tímans. Á frjósömu
landi er líklegt að annar gróður að taki við og gefi sambærilega uppskeru, en þá þarf meiri áburð.
Ef meiri uppskera fæst en hér er gert ráð fyrir og kostnaður við rækmnina er lítill geta böggun og
flutningur orðið helstu kostnaðarliðimir.
5. tafla. Kostnaður við ræktun og slátt á lúpínu, kr./kg af þurrefni.
Uppskera, t/ha á ári Ending ræktunar
1.-4. ár 5.-8. ár 4 ár 8 ár
3 2,25 4,25 3,71
4 3 3,19 2,78
Reikna má með að bygg verði dýrara. Ef rækmn byggs til ffamleiðslu lífefna verður umtalsverð
ætti þó massinn að geta fengist sem ódýr aukaafurð. Kostnaður við hey er mjög ólíkur eftir því
hvort um er að ræða hey sem fellur til aukalega eða túnið er ræktað sérstaklega í þessu skyni.
Hagkvæmni þess að vinna orku úr lífmassa getur oltið á því hvemig tekst að vinna önnur
verðmæti úr honum, t.d. prótín. Ur alaskalúpínu var hugmyndin að vinna beiskjuefni (alkalóíða)
og breyta þeim í verðmæta söluvöm. Einnig þurfa að fást greiðslur vegna umhverfisáhrifa til að
etanól úr lifmassa geti orðið samkeppnishæft.
Er lífmassi raunhæfur valkostur á Islandi?
Við fyrstu sýn virðist svarið neikvætt. Hér á landi er nægilegt framboð af endumýjanlegum
orkulindum til þess að framleiða vetni og/eða fljótandi eldsneyti á samgöngutæki og skipaflota
landsmanna. Efnarafalar, þar sem vetni er breytt í raforku, nýta orkuna mikið betur en bensín- og
dísilvélar. Þeir geta þó komið í eðlilegu framhaldi af eldsneyti úr lífmassa þvi að vetnið má vinna
úr lífrænum samböndum. Hvað sem þeim áætlunum líður og samhliða þeim er sjálfsagt að auka
nýtingu á hauggasi og öðm sem til fellur, t.d. í skógrækt. Hafa þarf hugfast að koltvíildi veldur
ekki nema um helmingi þeirra áhrifa sem em af losun gróðurhúsalofttegunda og því þarf einnig
að draga úr losun annarra lofttegunda.
Það er þó of snemmt að afskrifa lífmassann sem hráefni í eldsneyti á samgöngutæki hér á landi,
fyrst og fremst vegna þess að vetnisvæðingin á enn langt í land með að verða að vemleika. Á
meðan þess er beðið getur þróunin farið í ýmsar áttir og á ráðstefnunni í París vom skiptar
skoðanir á því hvort vetni muni koma í stað díselíns. Næsta víst má telja að bensín verði innan
tíðar blandað etanóli. Sumir telja e.t.v. að bensínvélin muni brátt hverfa úr sögunni, en aðrir telja
að hún sé í breyttri mynd best til þess fallin að nýta eldsneyti úr lífmassa. Vegna þess hve þjóðin
204