Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Blaðsíða 249
rúmþyngd jarðvegs og hlutfalli grófs efnis í jarðveginum. Tölur um kolefnisforða eru
settar fram sem tonn kolefnis á ha. Gerð var línuleg aðhvarfsgreining á heildarforða
kolefnis og aldri uppgræðslu innan hvers svæðis og hverrar aðferðar og var hallatala
aðhvarfslínunnar notuð sem mælikvarði á bindihraðann (t C ha"1 á ári). Tölfræði var
unnin í SPSS, 12. útgáfu.
Niðurstöður
Kolefnisforði í gróðri og jarðvegi uppgræðslusvæðanna jókst eftir því sem þau voru eldri
(1. mynd) allsstaðar nema í melgresissáningunum (ekki sýndar hér). I óuppgræddum
viðmiðunarreitum var kolefnisforðinn á bilinu frá 0,5 til 13 t ha"1 en 1,2 til 61,5 t ha"1 í
uppgræðslunum. Mestur kolefnisforði, yfir 50 t ha-1, mældist í 40 ára lúpínubreiðu á S-
landi og í 25 ára uppgræðslu með áburðargjöf við hálendisbrúnina á A-landi.
Áætlaður bindihraði kolefnis var á bilinu 0,04 til 1,5 t C ha"1 á ári og var afar breytilegur
milli svæða og uppgræðsluaðferða (1. mynd). I öllum tilvikum var meirihluti kolefnis-
forðans í jarðvegi (sjá kökurit hægra megin á 1. mynd).
Umræða
Niðurstöðumar sýna allmikla kolefnisbindingu í jarðvegi og gróðri landgræðslusvæða.
Kolefnisbindingin var yfírleitt á bilinu frá 0,4 til 1,5 t C ha’1 á ári, sem svarar til 1,5 - 5,5
tonna af CO2. Þessi binding er af sömu stærðargráðu, en þó heldur hærri en þau 0,1-0,4 t
C ha"1 sem Sampson og Scholes (2000) áætluðu fyrir illa farið land. Mun minni binding
mældist þó í gömlum grassáningum á NA-landi eða 0,01 t C ha"1 á ári. Aðeins var borið
einu sinni á þær sáningar og virðist uppsöfnun næringarefna og framvinda þar hafa verið
afar hæg (Grétarsdóttir o.fl. 2004). Annars var bindihraðinn allajafna minni á NA-landi
en í sambærilegum uppgræðslum annars staðar og gæti lítil úrkoma og stuttur vaxtartími
hafa haft þar áhrif.
Kolefnisforði í grassáningum á NA- og S-landi gæti hafa verið vanmetinn, þar sem
lífmassi róta var ekki mældur. Kolefnisbinding í grassáningum var mest á SA-landi en á
því uppgræðslusvæði var há grunnvatnsstaða og votlendi byrjað að myndast þegar
rannsóknimar fóm fram.
Allmikil kolefnisbinding var í lúpínubreiðum, eða yfir 0,8 t C ha'1 á ári, nema við
hálendisbrúnina á NA-landi þar sem hún var ekki marktæk. Á yngri svæðum er stærri
hluti kolefnisins í lífmassa ofanjarðar en minnkar hlutfallslega eftir því sem binding í
jarðvegi eykst.
Mest aukning í kolefiiisforða mældist í uppgræðslum með áburðargjöf án sáninga á A-
landi, 1,5 t C ha'1 á ári, og einnig var mikil aukning í sambærilegri uppgræðslu á S-landi.
Nettó binding kolefnis á þessum svæðum er þó líklega lægri en þessar tölur gefa til kynna
þar sem lífrænn búljáráburður var að hluta til notaður við uppgræðslumar og má búast
við að eitthvað af honum komi fram í jarðveginum.
Öfúgt við aðrar aðgerðir þá sýndu niðurstöður fyrir melgresissáningar ekki línulega
uppsöfnun kolefnis með aldri (Aradóttir o.fl. 2000). Að vísu kom fram talsverð uppsöfn-
un til að byrja með í ungum melgresissáningum en síðan mældist minni kolefnisforði í
eldri sáningunum en þeim yngri. Þetta þarf þó ekki að þýða að þessi svæði hafi tapað
247