Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Blaðsíða 285
Nýjabæjarafréttur
Nýjabæjarafréttur er nú venjulega talin vera Austurdalur framan Abæjarár og austan
Jökulsár eystri, ásamt afdölum og hálendinu austan og sunnan Austurdals að vatnaskilum.
Áður fyrr taldist landið framan Hvítár vera hin eiginlega afrétt. “Hálendi og auðnir
einkenna Nýjabæjarafrétt. Auðnir og fjalllendi teljast vera 89% landsins” (Olafur Arnalds
o. fl. 1997). Víða má þó finna öflugan, samfelldan gróður með Jökulsá eystri og neðantil
í hlíðum. Birki og víðir er á sumum svæðum mjög gróskumikill þrátt fyrir mikla hæð yfir
sjó, einkum í Fögruhlíð (380 m. og hærra), Lönguhlíð og Stórahvammi. (Bjami
Maronsson, 2003) í Stórahvammi er talið að birki finnist í mestri hæð yfir sjó á Islandi,
um 600 m. (Steindór Steindórsson, 1964). Upprekstrarrétt eiga nokkrar jarðir í
Akrahreppi. Afrétturinn er nýttur fyrir sauðfé og hross. Beitarálag er mjög lítið hin síðari
ár, um 50 kindur og 40 hross ganga á afréttinum. Fé er réttað seint í september og hross
um miðjan október (Bjami Maronsson, 2003). Stærð Nýjabæjarafféttar með Ábæjarlandi
60.000 ha (Hjalti Þórðarson, 2006)
Hofsafréttur
Hofsafréttur er framan byggðar í Skagafirði og nær allt til Hofsjökuls. “Landgæðum á
Hofsafrétti er misskipt. Nyrst em vel gróin heiðalönd en síðan taka við auðnir með
einstökum gróðurvemm” (Ólafur Amalds o.fl. 1997). Afrétturinn er nýttur fyrir sauðfé
en hrossaupprekstur er bannaður (Landbóta- og landnýtingaráætlun 2004-2007 fyrir
Hofsafrétt). Upprekstrarrétt eiga jarðir í Vesturdal og Austurdal vestan Jökulsár eystri.
Affétturinn er ógirtur frá heimalöndum og ekki tímamörk á upprekstri sauðfjár. Réttað er
um miðjan september (Bjami Maronsson, 2003). Stærð 67.000 ha (Hjalti Þórðarson,
2006).
Eyvindarstaðaheiði
Eyvindarstaðaheiði er ffaman byggðar í Skagafirði og A-Hún, milli Jökulsár vestari og
Blöndu. Austurhluti afréttarins er innan sýslumarka Skagafjarðarsýslu en vesturhlutinn er
innan sýslumarka Austur-Húnavatnssýslu. Girðing skiptir svæðinu í A-Hún. í tvennt.
Gróðurfar er mjög misjafnt. Heiðargróður, uppgræðslusvæði, rústir (Guðlaugstungur,
Álfgeirstungur), sandmelar og auðnir. Upprekstrarétt eiga Bólstaðahlíðarhreppur A-Hún.,
framhluti Seyluhrepps, stærstur hluti Lýtingsstaðahrepps og Eyhildarholt í Hegranesi.
Afrétturinn er nýttur fyrir sauðfé og hross (Bjami Maronsson, 2003). Upprekstur sauðfjár
er án takmarkana en árið 2005 var leyft að reka 90 hross á heiðina og ffá og með árinu
2008 verða ekki rekin hross á Eyvindarstaðaheiði (Landbóta- og landnýtingaráætlun
2004- 2008 fyrir Eyvindarstaðaheiði). Upprekstrartími sauðijár er í lok júní og hrossa í
lok júlí. Fé og hross em réttuð um mánaðarmótin ágúst/september (Bjami Maronsson,
2003). Stærð 115.000 ha (Hjalti Þórðarson, 2006).
Staðarafréttur
Staðarafréttur er í fjalllendinu milli Skagafjarðar og Austur-Húnavatnssýslu. Gróðurfar er
mjög misjafnt. Ólafur Amalds o.fl. (1997), benda á að um 72% afféttarins sé með
rofeinkunn 3, sem er óvenjuhátt hlutfall. í sömu heimild kemur fram að jarðvegur sé
mjög viðkvæmur á þessum slóðum. Upprekstrarrétt eiga Skarðshreppur, Sauðárkrókur,
Rípurhreppur, Staðarhreppur og norðurhluti Seyluhrepps. Afrétturinn er nýttur fyrir
283