Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Blaðsíða 184
hafa aukið þekkingu manna á hinu flókna samspili steinefna og snefilefna sem er
ýmist samverkandi eða mótverkandi. Aukin þekking hefiir leitt til betri nálgunar að
þessum viðfangsefnum og umtalsverðu máli skiptir af hverju sýni eru tekin (tafla 2.).
2. tafla. Vægi tegundar sýnis í rannsókn snefilefna (Rogers o.fl. 2001).
Co - Kobalt Jarðvegur +++ Hey ??0 Blóð
Bl2 - - ??2)
Cu - Kopar + ++ +++
Fe - Jám - - +++
I-Joð ++ ++ +++
Mn - Mangan +++3) +++ -
Mo - Molybdenum - +++ -
S - Brennisteinn + +++ -
Se - Selen + ++ +++
Zn - Zink - ++ +++
11 Mikil hætta á jarðvegsmengun (jarðvegsgildi 50-100 sinnum hærri en í plöntum).
2) B12 gefor ekki áreiðanlegar niðurstöður hjá jórturdýrum.
3) Skoðast í tengslum við Co (Mn-induced Co deficiency, ef Mn>500 mg/kg)).
Sjúkdómar tengdir snefilefnaskorti eru vel þekktir á íslandi og valda umtalsverðu
tjóni. Einkum tengist þetta skorti á seleni og joði (Þórarinn Lárusson 1975, Baldur
Símonarson o.fl. 1984; Gunnar Þorkelsson 1997). Hvítvöðvaveiki eða stíuskjögur er
algeng í lömbum og kálfum og veldur árlega miklu tjóni og kostnaði vegna
afurðataps, dauða, lækninga og fyrirbyggjandi aðgerða.
Kálfadauði er mikill á íslandi, 10,4%, og fer enn hækkandi. Þetta er mun hærra en
þekkist í flestum nágrannalöndum (Baldur H Benjamínsson 2001). Ekki er vitað um
orsakir þessa mikla munar. Snefilefnaskortur, einkurn I og Se, gætu hæglega verið
orsakaþáttur í þessu. A Irlandi hefúr jákvæð svörun með tilliti til kálfadauða, fastra
hilda og frjósemi fengist með aukinni gjöf á joði í geldstöðu, 60 mg/dag, sem er langt
umfram það sem hefur almennt verið ráðlagt (Rogers 1999). Joð er það snefilefni,
sem ekkert hefúr verið rannsakað á íslandi með tilliti til heilbrigðis búfjár, þrátt fyrir
að sjáanlegur joðskortur sé algengur í sauðfé á Suðurlandi og valdi nær árlega
nokkrum unglambadauða.
Fóðrun hrossa byggist að mestu leyti á beit og heygjöf. Markviss snefilefnagjöf er
óvíða stunduð og dulinn snefilefnaskortur líklega algengur. Ymsir kvillar í hrossum
hafa verið tengdir selenskorti. Það er einkum ungviðið og hross undir miklu álagi sem
sýna einkenni vöðvaskemmda (hvítvöðvaveiki). Mikill breytileiki er á virkni GPx í
blóði hrossa sem bendir til misjafnrar selenfóðrunar (Guðrún Stefánsdóttir 2005).
Efniviður og aðferðir
200 heysýni af fyrsta slætti (júní og júlí) árið 2003 voru valin til greiningar. Sýnin
voru valin þannig að sýni fengjust úr öllum landshlutum en þó hafði umfang
landbúnaðar áhrif á fjölda sýna úr hverri sýslu (tafla 6).
Fyrir greiningu frumefnanna Ca, Mg, K, Na, P, S, Cu, Fe, Mn og Zn voru u.þ.b. 0,4 g
vegin og leyst upp í 5 ml af sjóðandi saltpéturssýru í tvo sólarhringa í opnum 20ml
tilraunaglösum. Oktanól var notað til að halda aftur af froðumyndun. Þetta gefur tæra
182