Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Blaðsíða 341
þar með prótín var minna. Að öðru leyti var erfitt að túlka niðurstöður, enda er skynmat á
matvælum vandasamt. Eitthvað virtist um að þátttakendur í matinu hefðu ólíkar skoðanir á
gæðum kartaflna. Þó var nokkur samstaða um að í annarri tilrauninni í sandjarðvegi í Þykkvabæ
væru kartöflumar betri eftir því sem meira N hefði verið borið á. Snemma í ágúst hafði sést að
reitir með 70N vom farnir að fölna, en það er greinilegt merki um N-skort. Kartöflur úr þessum
reitum féllu flestum, sem prófuðu, ver í geð en ef áburður var meiri, og einnig var vísbending um
að áburður >120N hefði verið til bóta þótt sú niðurstaða væri óvissari.
Niðurstöður tilrauna sýna ótvírætt að þörfín fyrir N-áburð er breytileg. Að nokkm ræðst hún
eflaust af gerð jarðvegs, meiri þörf í sandjarðvegi. En hún virðist einnig misjöfn milli ára.
Forræktun skiptir vemlegu máli. Erlendis er áburði víða stillt í hóf að vori, cn þegar kemur fram á
sprettutímann er athugað hvort N-skorts gæti og N-áburði bætt við ef svo er. I tilraunum á Korpu
2003-4 var viðleitni til rannsókna á þessum þætti (Hólmgeir Bjömsson, 2004a), en betur þarf að
rannsaka N-skort og árangur þess að bæta við áburði um mitt sumar, einkum í sandgörðum.
P-áburður
Fosfór í kartöflum var um 300 mg P/kg í tilraunum á Suðurlandi 2004 og í tilraunum á Korpu var
það >400 mg/kg ef P skorti ekki. I 20 tonnum af kartöflum eru því um 6-9 kg P og í 35 tonnum,
sem er nálægt hámarki þeirrar uppskeru á hektara sem fengist hefur í tilraunum, eru um 10-16
kg, en í 500 kg af Græði 1, sem má e.t.v. líta á sem lágmarksáburð, em 32,5 kg af P. P-áburður á
kartöflur er því jafhan langt umfram það sem fjarlægt er svo að fosfór safnast í kartöflugarða,
enda mælist P-AL víða hátt. A 3. mynd er sýndur uppskeruauki við að bera á P í þrífosfati
umfrarn 32,5 kg P/ha. A Korpu var grunnáburðurinn þrífosfat en Græðir 1 í hinum tilraununum.
3. mynd. Uppskeruauki við fosfór umfram 32,5 kg P/ha í tilraunum 2003-4. Tilrauna-
skekkja er í skástrikuðum súlum. Magn viðbótaráburðar, kg P/ha, er undir súlunum.
Korpu var P-AL lágt (0,65) og uppskeruauki var svipaður og fékkst af N-áburði. Ekki fékkst
meiri uppskera af +40 en af +20 kg P/ha árið 2004. í tilraunum á Suðurlandi 2004 var P-AL 1,8-
6,8. Uppskeruauki var nálægt því að vera marktækur í einni tilraun (P-AL=5,5). Þessar niður-
stöður staðfesta að kartöflur þurfa mikinn auðleystan fosfór í jarðvegi og að áburður þarf að vera
langt yfir því magni sem fjarlægt er með uppskem, a.m.k. ef P-AL er lágt. Sums staðar er þó P-
AL mun hærra en mældist í þessum tilraunum og þar má vænta annarrar niðurstöðu.
339