Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Blaðsíða 169
en ekki kemur fram marktækur munur milli meðferða 2004. Mykjan sem slík virðist
því ekki hafa neikvæð áhrif á spírun vallarfoxgrass. Víxlhrif milli niðurfellingatíma
(vor/haust) og meðferðar koma heldur ekki fram. Niðurstöður af þekjumati
vallarfoxgrass sýndu í heild að ísáning í Húsavík gaf meiri þekju en í Keldudal.
Tafla 2. Þekja vallarfoxgrass í prósentum (tilraun 1).
Þekja: Húsavík 2003 2004 Keldudalur 2003 2004
Viðmiðun (ekkert gert) 0,2 0,3 0,8 1,5
Niðurfelld mykja 9,3 9,3 5,3 3,7
Yfirbreidd mykja 8,5 11,8 6,0 3,8
Niðurfellt vatn 5,1 2,8 1,3 2,7
Yfirbreitt vatn 3,8 3,6 1,8 1,7
S.e.m. (meðferð)1 2,51 2,50 1,63 1,41
Meðalþekja haustreita 5,8 8,8 3,3 1,7
Meðalþekja vorreita 4,9 2,3 2,8 3,6
S.e.m. (tími)1 1,59 1,58 1,03 0,89
P - gildi (meðferð)2 0,693 0,009** 0,719 0,137
P - gildi (tími)2 0,110 0,021* 0,108 0,634
P - gildi (tími x meðferð)2 0,507 0,260 0,885 0,698
'Staðalskekkja rneðaltalsins.
2Sennileikapróf P<0,05 = marktækur munur við 5% öryggismörk (*), P<0,01 marktækur munur við 1%
öryggismörk (**).
Marktækar niðurstöður fengust um, að meðferð og áburðartími skiptu máli varðandi
þekjuna 2004 í Húsavík. Það koma á sama hátt betur út að blanda fræinu í mykju
heldur en í vatn. Það er athyglisvert hve liðurinn yfirbreidd mykja kemur vel út og er
það líklega vegna þess að meira fræ er nær yfírborðinu en þegar mykjan er niðurfelld
og slíkt gefur fræplöntum líklega ákveðið forskot í samkeppni við grös í kring.
Mykjan í Húsavík var í flestum tilfellum með hærra þurrefnisinnihald. Það virtist
verða meira af mykjunni eftir á yfirborði í Húsavík en í Keldudal, þar sem
þurrefnisinnihald mykjunnar var lægra. Þar að auki var grassvörðurinn mun þéttari í
Keldudal. Þessi skán gæti hafa styrkt nýjar vallarfoxgrasfræplöntur í samkeppni við
grös sem fyrir voru. í Keldudal var þekja vallarfoxgrass metin 5% við upphaf tilraunar
og virðist sú þekja halda sér í þekjumatinu.
Þekja 2003 Þekja 2004 Þekja 2003 Þekja 2004
Húsavík Keldudalur
Þekjumat - staðir
□ Viðmiðun (ekkertgert) ■ Niðurfelld mykja DYfirbreidd mykja □ Niðurfelltvatn ■ Yfirbreittvatn
Mynd 1. Þekja vallarfoxgrass metin 2003 og 2004.
Marktækur munur kemur fram á milli haust og vor niðurfellingar við þekjumat 2004 í
Húsavík þar sem haustniðurfelling fræs gefur meiri þekju vallarfoxgrass við þekjumat
167